Rannsóknin færð annað tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2022 11:52 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þegar faðir hennar var sakaður um sölu á ólöglegum vopnum. Vísir/Vilhelm Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla undanfarna daga vegna meintrar sölu hans á ólöglegum og hálfsjálfvirkum vopnum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að Sigríður Björk, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi fylgt öllum reglum og tilkynnt um tengsl sín og málið verið flutt til annars embættis. Ekkert benti til að lögreglan hafi hlíft Guðjóni vegna tengsla hans inn í lögregluna. Þá hefur komið fram að á fjórða tug óskráðra vopna hafi fundist á heimili hans þegar húsleit var gerð þar í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svokallaða. Maður var í ársbyrjun 2021 dæmdur í Landsrétti fyrir að eiga breyttan hálfsjálfvirkan riffil, sem hann keypti af Guðjóni. Maðurinn hefur haldið því fram frá því að lögregla gerði húsleit heima hjá honum við upphaf rannsóknarinnar að riffillinn hafi verið í ólöglegri mynd þegar Guðjón seldi honum hann. Þá hafi Guðjón sannfært hann um að riffillinn væri löglegur, þar sem hann hafi verið skráður áður en vopnalögum var breytt. Fram kemur í lögregluskýrslu að maðurinn hafi strax við húsleit, 26. júní 2018, nefnt Guðjón og sakað hann um að hafa breytt vopninu. Það var þó ekki fyrr en nærri þremur vikum síðar, 16. júlí 2018, sem ríkissaksóknari fól lögreglustjóranum á Vesturlandi meðferð málsins vegna tengsla Sigríðar Bjarkar, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumaðurinn sem rannsakaði málið þessar þrjár vikur sagðist ekki hafa vitað tengsl byssusmiðsins, Guðjóns, við lögreglustjórann. Hann hafi ekki lesið frumskýrsluna, þar sem tengsl Guðjóns við málið komu fram, og sagt sig frá málinu um leið og tengslin voru ljós. Þá kemur fram að lögreglumaðurinn sem skráði vopnið hafi ekki skoðað það við skráningu heldur farið eftir upplýsingum frá Guðjóni. Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð klukkan 17:30. Hún var áður „Sagði sig frá rannsókn tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp“. Bréf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara um tengsl Sigríðar Bjarkar við málið var hins vegar sent fjórum dögum áður en málið var sent til lögreglunnar á Vesturlandi og fyrirsögnin því röng. Hún hefur verið uppfærð. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Tengdar fréttir Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla undanfarna daga vegna meintrar sölu hans á ólöglegum og hálfsjálfvirkum vopnum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að Sigríður Björk, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi fylgt öllum reglum og tilkynnt um tengsl sín og málið verið flutt til annars embættis. Ekkert benti til að lögreglan hafi hlíft Guðjóni vegna tengsla hans inn í lögregluna. Þá hefur komið fram að á fjórða tug óskráðra vopna hafi fundist á heimili hans þegar húsleit var gerð þar í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svokallaða. Maður var í ársbyrjun 2021 dæmdur í Landsrétti fyrir að eiga breyttan hálfsjálfvirkan riffil, sem hann keypti af Guðjóni. Maðurinn hefur haldið því fram frá því að lögregla gerði húsleit heima hjá honum við upphaf rannsóknarinnar að riffillinn hafi verið í ólöglegri mynd þegar Guðjón seldi honum hann. Þá hafi Guðjón sannfært hann um að riffillinn væri löglegur, þar sem hann hafi verið skráður áður en vopnalögum var breytt. Fram kemur í lögregluskýrslu að maðurinn hafi strax við húsleit, 26. júní 2018, nefnt Guðjón og sakað hann um að hafa breytt vopninu. Það var þó ekki fyrr en nærri þremur vikum síðar, 16. júlí 2018, sem ríkissaksóknari fól lögreglustjóranum á Vesturlandi meðferð málsins vegna tengsla Sigríðar Bjarkar, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumaðurinn sem rannsakaði málið þessar þrjár vikur sagðist ekki hafa vitað tengsl byssusmiðsins, Guðjóns, við lögreglustjórann. Hann hafi ekki lesið frumskýrsluna, þar sem tengsl Guðjóns við málið komu fram, og sagt sig frá málinu um leið og tengslin voru ljós. Þá kemur fram að lögreglumaðurinn sem skráði vopnið hafi ekki skoðað það við skráningu heldur farið eftir upplýsingum frá Guðjóni. Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð klukkan 17:30. Hún var áður „Sagði sig frá rannsókn tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp“. Bréf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara um tengsl Sigríðar Bjarkar við málið var hins vegar sent fjórum dögum áður en málið var sent til lögreglunnar á Vesturlandi og fyrirsögnin því röng. Hún hefur verið uppfærð.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Tengdar fréttir Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49
Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19
„Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06