Þremur forsetum trillað út á lokametrum kosningabaráttunnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 11:59 Barack Obama og Joe Biden voru kampakátir á sviði í Fíladelfíu í gær jafnvel þó að flest bendi til þess að flokkur þeirra missi meirihluta sinn á Bandaríkjaþingi. AP/Patrick Semansky Þrír forsetar Bandaríkjanna tóku þátt í framboðsfundum á lokametrum kosningabaráttunar í lykilríkinu Pennsylvaníu í gær. Kosið verður til Bandaríkjaþings og fjölda ríkisembætta á þriðjudag. Skoðanakannanir benda til þess að kosninganótt verði spennandi. Þó að útlit sér fyrir að repúblikanar endurheimti meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er afar tvísýnt um úrslitin í öldungadeildinni. Úrslitin í kosningunni um annað öldungadeildarsæti Pennsylvaníu gæti hæglega ráðið því hver fer með völdin þar, að minnsta kosti næstu tvö árin. Flokkarnir tveir tjölduðu því öllu til í gær. Joe Biden forseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti, voru báðir mættir til Pennsylvaníu til að styðja framboð demókratans Johns Fettermans og ríkisstjóraefnisins Joshs Shapiro. Í smábænum Latrobe talaði Donald Trump máli repúblikana og varaði við því að glæpir og innflytjendur fengju að vaða uppi stjórnlaust yrðu demókratar áfram við völd í Washington-borg. „Ef þið viljið öryggi fyrir fjölskylduna ykkar verðið þið að kjósa hvern einasta demókrata úr embætti,“ sagði Trump sem lýsti Bandaríkjunum sem hnignandi landi. Trump ræddi við stuðningsmenn repúblikana í smábænum Latrobe í Pennsylvaníu.AP/Jacqueline Larma Mjótt er á munum á milli Fetterman og Mehmet Oz, sjónvarpslæknisins sem repúblikanar tefla fram. Framboð Fetterman hefur átt í erfiðleikum eftir að hann fékk heilablóðfall fyrr á þessu ári sem hafði þær afleiðingar að hann á erfitt með að meðtaka mælt mál. Oz hefur á meðan sætt linnulausri gagnrýni framboðs Fettermans fyrir að vera ekki raunverulega frá Pennsylvaníu heldur New Jersey. Biden vann Pennsylvaníu með innan við tveggja prósentustiga mun í forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Í ræðu sinni í Fíladelfíu í gær varaði forsetinn við því að ef repúblikanar næðu meirihluta í báðum deildum þingsins yrði réttur kvenna til þungunarrofs takmarkaður enn frekar og opinber heilbrigðisþjónusta skorin niður, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Meirihluti frambjóðenda repúblikana til Bandaríkjaþings afneitar úrslitum forsetakosninganna árið 2020 á grundvelli lyga Trump um að stórfelld svik hafi átt sér stað. Obama brýndi fyrir stuðningsmönnum demókrata að sannleikurinn, staðreyndir og almenn velsæmd væru á kjörseðlinum í ár. „Lýðræðið sjálft er á kjörseðlinum, það er mikið undir,“ sagði fyrrverandi forsetinn. Trump notaði tækifærið í Pennsylvaníu í gær til að endurtaka stoðlausar ásakanir sínar um kosningasvindl árið 2020 og ýja að því að brögð yrðu í tafli í kosningunum á þriðjudag, að sögn AP-fréttastofunnar. Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Barack Obama Tengdar fréttir Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að kosninganótt verði spennandi. Þó að útlit sér fyrir að repúblikanar endurheimti meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er afar tvísýnt um úrslitin í öldungadeildinni. Úrslitin í kosningunni um annað öldungadeildarsæti Pennsylvaníu gæti hæglega ráðið því hver fer með völdin þar, að minnsta kosti næstu tvö árin. Flokkarnir tveir tjölduðu því öllu til í gær. Joe Biden forseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti, voru báðir mættir til Pennsylvaníu til að styðja framboð demókratans Johns Fettermans og ríkisstjóraefnisins Joshs Shapiro. Í smábænum Latrobe talaði Donald Trump máli repúblikana og varaði við því að glæpir og innflytjendur fengju að vaða uppi stjórnlaust yrðu demókratar áfram við völd í Washington-borg. „Ef þið viljið öryggi fyrir fjölskylduna ykkar verðið þið að kjósa hvern einasta demókrata úr embætti,“ sagði Trump sem lýsti Bandaríkjunum sem hnignandi landi. Trump ræddi við stuðningsmenn repúblikana í smábænum Latrobe í Pennsylvaníu.AP/Jacqueline Larma Mjótt er á munum á milli Fetterman og Mehmet Oz, sjónvarpslæknisins sem repúblikanar tefla fram. Framboð Fetterman hefur átt í erfiðleikum eftir að hann fékk heilablóðfall fyrr á þessu ári sem hafði þær afleiðingar að hann á erfitt með að meðtaka mælt mál. Oz hefur á meðan sætt linnulausri gagnrýni framboðs Fettermans fyrir að vera ekki raunverulega frá Pennsylvaníu heldur New Jersey. Biden vann Pennsylvaníu með innan við tveggja prósentustiga mun í forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Í ræðu sinni í Fíladelfíu í gær varaði forsetinn við því að ef repúblikanar næðu meirihluta í báðum deildum þingsins yrði réttur kvenna til þungunarrofs takmarkaður enn frekar og opinber heilbrigðisþjónusta skorin niður, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Meirihluti frambjóðenda repúblikana til Bandaríkjaþings afneitar úrslitum forsetakosninganna árið 2020 á grundvelli lyga Trump um að stórfelld svik hafi átt sér stað. Obama brýndi fyrir stuðningsmönnum demókrata að sannleikurinn, staðreyndir og almenn velsæmd væru á kjörseðlinum í ár. „Lýðræðið sjálft er á kjörseðlinum, það er mikið undir,“ sagði fyrrverandi forsetinn. Trump notaði tækifærið í Pennsylvaníu í gær til að endurtaka stoðlausar ásakanir sínar um kosningasvindl árið 2020 og ýja að því að brögð yrðu í tafli í kosningunum á þriðjudag, að sögn AP-fréttastofunnar.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Barack Obama Tengdar fréttir Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06
Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32