Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2022 23:30 Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ræddi við stuðningsmenn repúblikana í smábænum Latrobe í Pennsylvaníu í gær. Getty/McNamee Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. Skoðanakannanir benda til þess að kosninganótt verði spennandi. Þó útlit sé fyrir að repúblikanar endurheimti meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er afar tvísýnt um úrslitin í öldungadeildinni. Úrslitin í kosningunni um annað öldungadeildarsæti Pennsylvaníu gæti hæglega ráðið því hver fer með völdin þar, að minnsta kosti næstu tvö árin. „Byrjar þetta aftur, falsaðar kosningar,“ segir Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Meirihluti frambjóðenda repúblikana til Bandaríkjaþings afneita úrslitum forsetakosninganna árið 2020 á grundvelli lyga Trump um að stórfelld svik hafi átt sér stað. Lýræðið sjálft á kjörseðlinum Repúblikanar hafa verið duglegir að skapa efa um komandi þingkosningar og voru ekki lengi að bregðast við ummælum yfirmanns kjörstjórnar í Pennsylvaníu sem hann lét falla í viðtali í síðustu viku. Í ummælunum kom meðal annars fram að nokkra daga gæti tekið að telja atkvæði í fylkinu. Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz nýtti tækifærið og gerði ummælin tortryggileg. Hann velti því meðal annars upp hvers vegna það væri aðeins í „bláum borgum demókrata“ sem talning atkvæða tæki svo langan tíma. Í öðrum fylkjum væri það einfaldlega gert á kosninganótt. CNN segir ummæli Cruz röng. Fyrir utan þá staðreynd að atkvæði séu bersýnilega fleiri í stærri - og oft „bláum“ borgum - sé reglulega ómögulegt að klára talningu atkvæða á kosninganótt, allt eins í fylkjum sem almennt hafa verið hliðholl repúblikönum. Í sumum „rauðum“ fylkjum hafi utankjörfundaratkvæði jafnvel verið talin mörgum dögum eftir kosningar. Þá hafi almenningi jafnan verið kleift að lagfæra vankanta á framkvæmd við kosningu, til að mynda með því að framvísa skilríkjum, mörgum dögum eftir kjördag. Demókratar hafa harmað málflutning repúblikana undanfarnar vikur. Joe Biden forseti Bandaríkjanna varaði við því í gær að ef repúblikanar næðu meirihluta í báðum deildum þingsins yrði réttur kvenna til þungunarrofs takmarkaður enn frekar og opinber heilbrigðisþjónusta skorin niður: „Lýðræðið sjálft er á kjörseðlinum, það er mikið undir,“ sagði fyrrverandi forsetinn. Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda. 3. nóvember 2022 10:33 Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að kosninganótt verði spennandi. Þó útlit sé fyrir að repúblikanar endurheimti meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er afar tvísýnt um úrslitin í öldungadeildinni. Úrslitin í kosningunni um annað öldungadeildarsæti Pennsylvaníu gæti hæglega ráðið því hver fer með völdin þar, að minnsta kosti næstu tvö árin. „Byrjar þetta aftur, falsaðar kosningar,“ segir Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Meirihluti frambjóðenda repúblikana til Bandaríkjaþings afneita úrslitum forsetakosninganna árið 2020 á grundvelli lyga Trump um að stórfelld svik hafi átt sér stað. Lýræðið sjálft á kjörseðlinum Repúblikanar hafa verið duglegir að skapa efa um komandi þingkosningar og voru ekki lengi að bregðast við ummælum yfirmanns kjörstjórnar í Pennsylvaníu sem hann lét falla í viðtali í síðustu viku. Í ummælunum kom meðal annars fram að nokkra daga gæti tekið að telja atkvæði í fylkinu. Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz nýtti tækifærið og gerði ummælin tortryggileg. Hann velti því meðal annars upp hvers vegna það væri aðeins í „bláum borgum demókrata“ sem talning atkvæða tæki svo langan tíma. Í öðrum fylkjum væri það einfaldlega gert á kosninganótt. CNN segir ummæli Cruz röng. Fyrir utan þá staðreynd að atkvæði séu bersýnilega fleiri í stærri - og oft „bláum“ borgum - sé reglulega ómögulegt að klára talningu atkvæða á kosninganótt, allt eins í fylkjum sem almennt hafa verið hliðholl repúblikönum. Í sumum „rauðum“ fylkjum hafi utankjörfundaratkvæði jafnvel verið talin mörgum dögum eftir kosningar. Þá hafi almenningi jafnan verið kleift að lagfæra vankanta á framkvæmd við kosningu, til að mynda með því að framvísa skilríkjum, mörgum dögum eftir kjördag. Demókratar hafa harmað málflutning repúblikana undanfarnar vikur. Joe Biden forseti Bandaríkjanna varaði við því í gær að ef repúblikanar næðu meirihluta í báðum deildum þingsins yrði réttur kvenna til þungunarrofs takmarkaður enn frekar og opinber heilbrigðisþjónusta skorin niður: „Lýðræðið sjálft er á kjörseðlinum, það er mikið undir,“ sagði fyrrverandi forsetinn.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda. 3. nóvember 2022 10:33 Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda. 3. nóvember 2022 10:33
Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06
Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32