Bláa lónið setur stefnuna á Kauphöllina í byrjun næsta árs
![Grímur Sæmundsen, stærsti einstaki hluthafi félagsins, er forstjóri og stofnandi Bláa lónsins.](https://www.visir.is/i/5349DA04EB573562850AE22078F17784A07338BA42081303412722DB8BD1CB63_713x0.jpg)
Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, vinnur nú að undirbúningi að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað sem það áformar að geti orðið að veruleika á fyrri hluta næsta árs. Tvö innlend fjármálafyrirtæki hafa verið fengin sem ráðgjafar Bláa lónsins við skráningarferlið þar sem til stendur að bjóða hluti í félaginu til sölu. Fyrirtækið var verðmetið á um 60 milljarða í síðustu stóru viðskiptum með bréf í félaginu fyrir meira en ári.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/B05438782BA25A412666505A1A97FC4136421CFB186624E6B0EB21C8BA5D10E5_308x200.jpg)
Úlfar tekur við stjórnarformennsku í Bláa lóninu
Úlfar Steindórsson, forstjóri og eigandi Toyota á Íslandi, hefur tekið við sem stjórnarformaður Bláa lónsins eftir að hafa áður verið varamaður í stjórn ferðaþjónustufyrirtækisins.
![](https://www.visir.is/i/4C7C197DFE3BA6580A143130CFB44EA0216031E1B5EDB3ECBEFABA5029679CFD_308x200.jpg)
Stoðir töpuðu nærri fimm milljörðum samhliða verðhruni á mörkuðum
Stoðir, eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins, tapaði rúmlega 4,7 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs samhliða miklum óróa á verðbréfamörkuðum þar sem virði helstu skráðra eigna félagsins lækkaði verulega. Á sama tímabili í fyrra skiluðu Stoðir hins vegar hagnaði upp á 12,6 milljarða króna og á öllu árinu var hagnaður félagsins tæplega 20 milljarðar.