Síðustu orð Piqué sem leikmanns: „Ég skít á vændiskonuna sem móðir þín er“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2022 07:01 Piqué nýtti tækifærið og lét dómara sem honum líkar illa við heyra það áður en skórnir fóru endanlega upp á hillu. Vísir/Getty Images Gerard Piqué var í síðasta skipti í leikmannahóp Barcelona þegar liðið vann Osasuna 2-1 á útivelli í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, á þriðjudag. Piqué, sem var á varamannabekknum, var rekinn af velli í hálfleik eftir að láta dómara leiksins fá það óþvegið. Fyrir tæpri viku síðan birti hinn 35 ára gamli Piqué tilfinningaþrungna færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann tilkynnti að ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta væri á enda kominn. Hann var í byrjunarliði Barcelona í 2-0 sigrinum á Almería um liðna helgi og átti það að vera hans síðasti leikur á ferlinum. Það kom því mörgum að óvörum þegar leikmannahópur Börsunga fyrir leikinn gegn Osasuna var tilkynntur. Þar var Piqué nefnilega á bekknum. Börsungar áttu erfitt uppdráttar og voru marki undir þegar Robert Lewandowski fékk sitt annað gula spjald eftir rúman hálftíma. Það var svo eftir að Gil Manzano, dómari leiksins, hafði flautað til loka fyrri hálfleiks sem Piqué hellti úr skálum reiði sinnar. Fékk Manzano að heyra það út á velli sem og þegar komið var inn í göngin sem leiða að búningsherbergjum leikmanna og dómara. „Þú ert dómarinn sem hefur farið hvað verst með okkur í gegnum árin - alltaf, alltaf, alltaf. Það er synd og skömm. Ég skít á vændiskonuna sem móðir þín er. Þú ert til skammar, farðu til fjandans,“ á Piqué að hafa sagt og fengið rauða spjaldið að launum í kjölfarið. Gerard Piqué to Gil Manzano: You are the referee who has f cked us over the most over the years always, always, always. It s a f cking shame, I shit on your wh re mother. You are a f cking disgrace, go f ck yourself. pic.twitter.com/n2Ub5luu2f— infosfcb (@infosfcb) November 9, 2022 Sid Lowe, blaðamaður á The Guardian, tekur undir þetta en hann fjallar eingöngu um La Liga. Hann greindi frá atvikinu á Twitter síðu sinni. Einnig útskýrði hann að fúkyrði tengd hægðum væru nokkuð algeng á Spáni. We could do a whole (very colourful and amusing) thread on things Spanish swearing makes you defecate on. I reckon the milk, the consecrated bread and your molars are possibly the best.— Sid Lowe (@sidlowe) November 9, 2022 Piqué skilur við uppeldisfélag sitt Barcelona í toppsæti La Liga með fimm stiga forskot á Spánarmeistara Real Madríd sem eiga þó leik til góða. Spænski boltinn Tengdar fréttir „Ég fæddist hér og ég mun deyja hér“ Gerard Piqué lék í gær sinn síðasta leik á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Hann bar fyrirliðabandið í 2-0 sigri Barcelona á Almería í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eftir sigurinn, sem lyfti liðinu upp á topp deildarinnar, hélt Piqué tilfinningaþrungna ræðu. 6. nóvember 2022 12:01 Pique að hætta og spilar síðasta leikinn á laugardag Gerard Pique, leikmaður Barcelona og landsliðsmaður Spánar til margra ára, tilkynnti nú rétt í þessu að hann ætli að leggja knattspyrnuskóna á hilluna og muni leika sinn síðasta leik á ferlinum á laugardaginn. 3. nóvember 2022 18:10 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Fyrir tæpri viku síðan birti hinn 35 ára gamli Piqué tilfinningaþrungna færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann tilkynnti að ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta væri á enda kominn. Hann var í byrjunarliði Barcelona í 2-0 sigrinum á Almería um liðna helgi og átti það að vera hans síðasti leikur á ferlinum. Það kom því mörgum að óvörum þegar leikmannahópur Börsunga fyrir leikinn gegn Osasuna var tilkynntur. Þar var Piqué nefnilega á bekknum. Börsungar áttu erfitt uppdráttar og voru marki undir þegar Robert Lewandowski fékk sitt annað gula spjald eftir rúman hálftíma. Það var svo eftir að Gil Manzano, dómari leiksins, hafði flautað til loka fyrri hálfleiks sem Piqué hellti úr skálum reiði sinnar. Fékk Manzano að heyra það út á velli sem og þegar komið var inn í göngin sem leiða að búningsherbergjum leikmanna og dómara. „Þú ert dómarinn sem hefur farið hvað verst með okkur í gegnum árin - alltaf, alltaf, alltaf. Það er synd og skömm. Ég skít á vændiskonuna sem móðir þín er. Þú ert til skammar, farðu til fjandans,“ á Piqué að hafa sagt og fengið rauða spjaldið að launum í kjölfarið. Gerard Piqué to Gil Manzano: You are the referee who has f cked us over the most over the years always, always, always. It s a f cking shame, I shit on your wh re mother. You are a f cking disgrace, go f ck yourself. pic.twitter.com/n2Ub5luu2f— infosfcb (@infosfcb) November 9, 2022 Sid Lowe, blaðamaður á The Guardian, tekur undir þetta en hann fjallar eingöngu um La Liga. Hann greindi frá atvikinu á Twitter síðu sinni. Einnig útskýrði hann að fúkyrði tengd hægðum væru nokkuð algeng á Spáni. We could do a whole (very colourful and amusing) thread on things Spanish swearing makes you defecate on. I reckon the milk, the consecrated bread and your molars are possibly the best.— Sid Lowe (@sidlowe) November 9, 2022 Piqué skilur við uppeldisfélag sitt Barcelona í toppsæti La Liga með fimm stiga forskot á Spánarmeistara Real Madríd sem eiga þó leik til góða.
Spænski boltinn Tengdar fréttir „Ég fæddist hér og ég mun deyja hér“ Gerard Piqué lék í gær sinn síðasta leik á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Hann bar fyrirliðabandið í 2-0 sigri Barcelona á Almería í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eftir sigurinn, sem lyfti liðinu upp á topp deildarinnar, hélt Piqué tilfinningaþrungna ræðu. 6. nóvember 2022 12:01 Pique að hætta og spilar síðasta leikinn á laugardag Gerard Pique, leikmaður Barcelona og landsliðsmaður Spánar til margra ára, tilkynnti nú rétt í þessu að hann ætli að leggja knattspyrnuskóna á hilluna og muni leika sinn síðasta leik á ferlinum á laugardaginn. 3. nóvember 2022 18:10 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
„Ég fæddist hér og ég mun deyja hér“ Gerard Piqué lék í gær sinn síðasta leik á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Hann bar fyrirliðabandið í 2-0 sigri Barcelona á Almería í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eftir sigurinn, sem lyfti liðinu upp á topp deildarinnar, hélt Piqué tilfinningaþrungna ræðu. 6. nóvember 2022 12:01
Pique að hætta og spilar síðasta leikinn á laugardag Gerard Pique, leikmaður Barcelona og landsliðsmaður Spánar til margra ára, tilkynnti nú rétt í þessu að hann ætli að leggja knattspyrnuskóna á hilluna og muni leika sinn síðasta leik á ferlinum á laugardaginn. 3. nóvember 2022 18:10