Slæmt gengi kemur niður á draumum McCarthy Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2022 15:40 Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. AP/Alex Brandon Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, vill verða forseti þingsins. Hann hefur ekki farið leynt með það en slæmt gengi flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn mun líklegast koma niður á vonum hans. Seint í gærkvöldi lýsti McCarthy því yfir að þegar hann vaknaði í dag yrði hann í meirihluta í fulltrúadeildinni og Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata og núverandi þingforseti, yrði í minnihluta. Það hefur ekki ræst enn. Samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight hafa Repúblikanar tryggt sér 210 sæti en 218 þarf til að mynda meirihluta. Demókratar hafa tryggt sér 198. Sjá einnig: Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Hverjir ná meirihluta í öldungadeildinni verður líklega ekki ljóst fyrr en eftir einhverja daga eða jafnvel mánuð. Sjá einnig: Þrjú ríki munu ráða úrslitum Útlit er fyrir að McCarthy muni stjórna naumum meirihluta í fulltrúadeildinni, haldi hann áfram að leiða þingflokkinn yfir höfuð. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að hann verði mögulega þingforseti en hann hafi að öllum líkindum misst mikil áhrif í flokknum. Þegar sé byrjuð umræða innan þingflokksins um stöðu hans. Var lofað umfangsmiklum sigri Fréttaveitan vísar í orð þingmannsins Andy Biggs, sem leiðir fylkingu Repúblikana sem kalla sig „House Freedom Caucus“ en það er nokkuð áhrifamikil fylking sem tengist Donald Trump, fyrrverandi forseta. Biggs sagði að flokksmönnum hafi verið lofað umfangsmiklum sigri í kosningunum. Hefði það ræst og Repúblikanar hefðu bætt við sig tuttugu til fjörutíu sætum væri staða McCarthy örugg. Nú þurfi hins vegar að taka umræðu um stöðu hans. Í frétt Politico segir að Biggs og félagar hans krefjist þess að reglum fulltrúadeildarinnar verði breytt og meðal annars á þann hátt að þingmenn eigi auðveldara með að velta forseta þingsins úr sessi. McCarthy er sagður verulega andvígur því, á þeim grundvelli að slíkar breytingar yrðu vopn í höndum Demókrata á komandi kjörtímabili. Trump hefur þó lýst yfir stuðningi við McCarthy og enginn annar þingmaður hefur sagst vilja embætti þingforseta. Erfitt kjörtímabil í vændum McCarthy hringdi þó í helstu bandamenn sína í gær og bað þá um að styðja sig og þrýsta á aðra í þingflokknum að styðja hann einnig. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem McCarthy sækist eftir því að verða þingforseti en hann reyndi það síðast árið 2015 en náði því ekki vegna mótspyrnu meðal íhaldssömustu þingmanna flokksins. Í frétt Washington Post segir að mikil ólga sé innan Repúblikanaflokksins vegna slæms gengis Repúblikana. Nokkrir þingmenn hafa sagt miðlinum að það gæti orðið ómögulegt að halda þingflokknum sameinuðum á næstu tveimur árum. Næsti þingflokkur Repúblikanaflokksins verður skipaður mörgum nýjum og óreyndum þingmönnum sem margir hverjir hafa hlotið innblástur frá Donald Trump. Margir þeirra eru ólmir í að hefja rannsóknir á Joe Biden, forseta, til að hefna fyrir rannsóknir Demókrata sem beinst hafa að Trump. Fjöldi nýrra þingmanna og það hve naumur meirihluti Repúblikana gæti orðið þýðir samkvæmt AP að McCarthy hefur mikið verk fyrir höndum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir „Mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast“ Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í þingkosningum þar vestra. 9. nóvember 2022 23:01 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. 9. nóvember 2022 19:49 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Seint í gærkvöldi lýsti McCarthy því yfir að þegar hann vaknaði í dag yrði hann í meirihluta í fulltrúadeildinni og Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata og núverandi þingforseti, yrði í minnihluta. Það hefur ekki ræst enn. Samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight hafa Repúblikanar tryggt sér 210 sæti en 218 þarf til að mynda meirihluta. Demókratar hafa tryggt sér 198. Sjá einnig: Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Hverjir ná meirihluta í öldungadeildinni verður líklega ekki ljóst fyrr en eftir einhverja daga eða jafnvel mánuð. Sjá einnig: Þrjú ríki munu ráða úrslitum Útlit er fyrir að McCarthy muni stjórna naumum meirihluta í fulltrúadeildinni, haldi hann áfram að leiða þingflokkinn yfir höfuð. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að hann verði mögulega þingforseti en hann hafi að öllum líkindum misst mikil áhrif í flokknum. Þegar sé byrjuð umræða innan þingflokksins um stöðu hans. Var lofað umfangsmiklum sigri Fréttaveitan vísar í orð þingmannsins Andy Biggs, sem leiðir fylkingu Repúblikana sem kalla sig „House Freedom Caucus“ en það er nokkuð áhrifamikil fylking sem tengist Donald Trump, fyrrverandi forseta. Biggs sagði að flokksmönnum hafi verið lofað umfangsmiklum sigri í kosningunum. Hefði það ræst og Repúblikanar hefðu bætt við sig tuttugu til fjörutíu sætum væri staða McCarthy örugg. Nú þurfi hins vegar að taka umræðu um stöðu hans. Í frétt Politico segir að Biggs og félagar hans krefjist þess að reglum fulltrúadeildarinnar verði breytt og meðal annars á þann hátt að þingmenn eigi auðveldara með að velta forseta þingsins úr sessi. McCarthy er sagður verulega andvígur því, á þeim grundvelli að slíkar breytingar yrðu vopn í höndum Demókrata á komandi kjörtímabili. Trump hefur þó lýst yfir stuðningi við McCarthy og enginn annar þingmaður hefur sagst vilja embætti þingforseta. Erfitt kjörtímabil í vændum McCarthy hringdi þó í helstu bandamenn sína í gær og bað þá um að styðja sig og þrýsta á aðra í þingflokknum að styðja hann einnig. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem McCarthy sækist eftir því að verða þingforseti en hann reyndi það síðast árið 2015 en náði því ekki vegna mótspyrnu meðal íhaldssömustu þingmanna flokksins. Í frétt Washington Post segir að mikil ólga sé innan Repúblikanaflokksins vegna slæms gengis Repúblikana. Nokkrir þingmenn hafa sagt miðlinum að það gæti orðið ómögulegt að halda þingflokknum sameinuðum á næstu tveimur árum. Næsti þingflokkur Repúblikanaflokksins verður skipaður mörgum nýjum og óreyndum þingmönnum sem margir hverjir hafa hlotið innblástur frá Donald Trump. Margir þeirra eru ólmir í að hefja rannsóknir á Joe Biden, forseta, til að hefna fyrir rannsóknir Demókrata sem beinst hafa að Trump. Fjöldi nýrra þingmanna og það hve naumur meirihluti Repúblikana gæti orðið þýðir samkvæmt AP að McCarthy hefur mikið verk fyrir höndum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir „Mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast“ Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í þingkosningum þar vestra. 9. nóvember 2022 23:01 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. 9. nóvember 2022 19:49 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
„Mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast“ Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í þingkosningum þar vestra. 9. nóvember 2022 23:01
Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44
Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. 9. nóvember 2022 19:49