Flugvélar frá Svíþjóð og Þýskalandi
Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á löggæslusviði lögreglunnar á Suðurnesjum. Þeir komu til landsins með flugvél frá Svíþjóð og Þýskalandi.
„Þeir yfirgáfu landið núna í morgun.“
Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þegar meðlimir vélahjólaklúbba komu til landsins. Nokkur fjöldi sem talinn er tengjast slíkum klúbbum var í haldi lögreglu á flugstöðinni á meðan til skoðunar var hvort hleypa ætti þeim inn í landið eða vísa þeim á brott.
22 vísað frá landi
Lögreglan naut aðstoðar sérsveitar og lögreglumanna af höfuðborgarsvæðinu við aðgerðir í gær. Fimmtán voru til skoðunar á landamærunum á Keflavíkurflugvelli á grundvelli útlendingalaga.
„Svo voru sjö einstaklingar sem komust inn fyrir landamærin og voru handteknir og þeim var einnig vísað frá landi.“
Ásmundur segir að meðlimum gengisins hafi verið birt ákvörðun Útlendingastofnunar um frávísun frá landi í morgun. Engir eftirmálar verði af málinu.
Fimm enn til skoðunar
Fimm eru þó enn til skoðunar sem komu með flugvél til landsins seint í gærkvöldi. Verið er að skoða tengsl þeirra við glæpagengi.
„Þetta gekk mjög vel í gær. Þrjú embætti komu að aðgerðinni: Lögreglan á Suðurnesjum, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri. Framkvæmd og vinnsla málsins gekk mjög vel.“