Dansað og tjúttað hjá „Komið og dansið“ í hverri viku í Reykjavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. nóvember 2022 21:06 Dansað er öll fimmtudagskvöld hjá „Komið og dansið“ þar sem öllum er velkomið að mæta og vera með. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hópur fólks kemur saman á hverri viku og dansar saman í Álfabakkanum í Reykjavík hjá „Komið og dansið“. Karlarnir dansa oft við þrjár til fjórar konur í einu. Þá hefur saman konan stjórnað danstónlistinni á staðnum í 23 ár. Það er fátt skemmtilegra en að skella sér á dansgólfið og dansa með skemmtilegum hópi fólks. Það þekkir fólkið hjá „komið og dansið“ en nú var samtökin að flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði við Álfabakka 12 í Reykjavík þar sem er stórt dansgólf og því er nóg pláss fyrir alla á dansgólfinu. Gunnar Þorláksson stofnað „Komið og dansið“ í nóvember 1991 eftir fyrirmynd „Komið og dansið“ í Noregi. „Og þar fengum við námskeiðin og músíkina, sem við vorum með fyrstu árin. Þetta er allt glæsilegt fólk í dansi, það hefur gengið í gegnum námskeiðin hjá okkur,“ segir Gunnar. Gunnar segir að allir geti dansað, ekki síður karlar en konur. Það komi þó oft fyrir að karlarnir segist vera svo slæmir í hjánum að þeir geti ekki dansað en Gunnar er með ráð við því. Karlinn stendur bara kyrr á meðan konan snýst í kringum hann, þetta sé ekki flóknara. Gunnar Þorláksson, stofnandi “Komið og dansið”, sem er hæstánægður með hvað starfið gengur vel og hvað nýja aðstaðan í Álfabakka 12 er glæsileg í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er svona skemmtilegt við dansinn? „Hreyfingin og að hitta skemmtilegt fólk og vera með skemmtilegu fólki. Við erum alin upp í þessu, þetta er svo skemmtilegt,“ segir Páll Sigurðsson, dansari. Og konan hans, Sigrún Bjarnadóttir tekur undir. Já, þetta er alltaf jafn skemmtilegt og frábært enda dansa ég við flottasta og skemmtilegasta karlinn“, segir hún og skellihlær. Páll og Sigrún, sem mæta alltaf og dansa saman á fimmtudagskvöldum hjá "Komið og dansið". Sérstakur dans- eða diskóstjóri hefur stjórnað tónlistinni í 23 ár hjá „Komið og dansið“. „Það er alltaf fjör hér, það elska allir að koma hingað og dansa. Við spilum allt, við spilum gömlu dansana, við spilum Swing, línudans og allt, það er bara blönduð tónlist allt kvöldið“, segir Svanhildur Magnúsdóttir, stjórnandi tónlistarinnar. Svanhildur Magnúsdóttir dans- og diskóstjóri til 23 ára hjá “Komið og dansið”.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Komið og dansið Reykjavík Dans Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Það er fátt skemmtilegra en að skella sér á dansgólfið og dansa með skemmtilegum hópi fólks. Það þekkir fólkið hjá „komið og dansið“ en nú var samtökin að flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði við Álfabakka 12 í Reykjavík þar sem er stórt dansgólf og því er nóg pláss fyrir alla á dansgólfinu. Gunnar Þorláksson stofnað „Komið og dansið“ í nóvember 1991 eftir fyrirmynd „Komið og dansið“ í Noregi. „Og þar fengum við námskeiðin og músíkina, sem við vorum með fyrstu árin. Þetta er allt glæsilegt fólk í dansi, það hefur gengið í gegnum námskeiðin hjá okkur,“ segir Gunnar. Gunnar segir að allir geti dansað, ekki síður karlar en konur. Það komi þó oft fyrir að karlarnir segist vera svo slæmir í hjánum að þeir geti ekki dansað en Gunnar er með ráð við því. Karlinn stendur bara kyrr á meðan konan snýst í kringum hann, þetta sé ekki flóknara. Gunnar Þorláksson, stofnandi “Komið og dansið”, sem er hæstánægður með hvað starfið gengur vel og hvað nýja aðstaðan í Álfabakka 12 er glæsileg í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er svona skemmtilegt við dansinn? „Hreyfingin og að hitta skemmtilegt fólk og vera með skemmtilegu fólki. Við erum alin upp í þessu, þetta er svo skemmtilegt,“ segir Páll Sigurðsson, dansari. Og konan hans, Sigrún Bjarnadóttir tekur undir. Já, þetta er alltaf jafn skemmtilegt og frábært enda dansa ég við flottasta og skemmtilegasta karlinn“, segir hún og skellihlær. Páll og Sigrún, sem mæta alltaf og dansa saman á fimmtudagskvöldum hjá "Komið og dansið". Sérstakur dans- eða diskóstjóri hefur stjórnað tónlistinni í 23 ár hjá „Komið og dansið“. „Það er alltaf fjör hér, það elska allir að koma hingað og dansa. Við spilum allt, við spilum gömlu dansana, við spilum Swing, línudans og allt, það er bara blönduð tónlist allt kvöldið“, segir Svanhildur Magnúsdóttir, stjórnandi tónlistarinnar. Svanhildur Magnúsdóttir dans- og diskóstjóri til 23 ára hjá “Komið og dansið”.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Komið og dansið
Reykjavík Dans Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira