Huga þurfi að sjúkratryggingum þegar ferðast er til Bretlands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2022 11:05 Sturla Sigurjónsson er sendiherra Íslands í Bretlandi. bjarni einarsson Sendiherra Íslands í Bretlandi hvetur Íslendinga til að gera ráðstafanir áður en þeir ferðast þangað. Margt hafi breyst eftir að Brexit gekk í gegn. Meðal annars gilda evrópsku sjúkratryggingaskírteinin yfirleitt ekki lengur þar í landi. Rúm tvö ár eru síðan Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu og frá þeim tíma hefur Brexit sett svip sinn á ferðalög Íslendinga til Bretlands. Ferðatíminn hefur í raun lengst því nú þurfa ferðalangar að fara í gegnum vegabréfaeftirlit á Keflavíkurflugvelli og svo aftur í Bretlandi. Hvað hefur breyst? Sendiherra Íslands í Bretlandi segir að ekki hafi mikið breyst fyrir þá Íslendinga sem búsettir eru þar ytra þar sem þeir fengu tækifæri til að skrá sig í landinu og halda áunnum réttindum. Ýmislegt hefur þó breyst hjá þeim sem hafa hug á að flytja til Bretlands. „Reglur um frjálsa för breyttust við Brexit. Íslendingar geta komið hingað sem ferðamenn og dvalið hér í sex mánuði sem slíkir en ef þeir ætla að koma hingað til náms eða til atvinnu þá þurfa þeir að sækja um vegabréfaáritun,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Bretlandi. Þeir sem vilja stunda nám í Bretlandi þurfa að sýna fram á staðfesta námsvist og þeir sem vilja vinna í Bretlandi þurfa að sýna fram á atvinnutilboð sem samrýmist aðstæðum á breskum vinnumarkaði. „Það er að segja að það sé ekki mikið framboð í nákvæmlega þá stöðu sem um er að ræða á hverjum tíma.“ Hann segir Ísland eina ríkið í EES sem komið er með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna. „Það er kallað Youth Mobility á ensku og það felur í sér að fólk á aldrinum 18 til 30 ára getur komið hingað og starfað í tvö ár. Það þarf reyndar að sækja um áritun til þess að getað nýtt ákvæði samningsins en afgreiðslan á því er einfaldari en gildir um annað.“ Sturla segir Ísland eina ríkið í EES sem komið sé með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna.bjarni einarsson Evrópsku sjúkratryggingakortin gildi ekki Hann segir mikilvægt að árétta að evrópsku sjúkratryggingaskírteinin gilda yfirleitt ekki lengur í Bretlandi. „Þannig að þegar fólk er að koma hingað þá þarf það að huga að sjúkratryggingum. Við erum reyndar að vinna að þessu. Þetta er í rauninni eina útistandandi hagnýta atriðið eftir Brexit sem okkur varðar og við vonumst til þess að það fáist lausn á þessu fljótlega.“ Þó ekki sé mikið um vandræði vegna vegabréfsáritana komi þau reglulega upp. „Og full ástæða til þess að benda fólki á að gera nauðsynlegar ráðstafanir áður en það fer frá Íslandi til Bretlands.“ Bretland Brexit Íslendingar erlendis Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Rúm tvö ár eru síðan Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu og frá þeim tíma hefur Brexit sett svip sinn á ferðalög Íslendinga til Bretlands. Ferðatíminn hefur í raun lengst því nú þurfa ferðalangar að fara í gegnum vegabréfaeftirlit á Keflavíkurflugvelli og svo aftur í Bretlandi. Hvað hefur breyst? Sendiherra Íslands í Bretlandi segir að ekki hafi mikið breyst fyrir þá Íslendinga sem búsettir eru þar ytra þar sem þeir fengu tækifæri til að skrá sig í landinu og halda áunnum réttindum. Ýmislegt hefur þó breyst hjá þeim sem hafa hug á að flytja til Bretlands. „Reglur um frjálsa för breyttust við Brexit. Íslendingar geta komið hingað sem ferðamenn og dvalið hér í sex mánuði sem slíkir en ef þeir ætla að koma hingað til náms eða til atvinnu þá þurfa þeir að sækja um vegabréfaáritun,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Bretlandi. Þeir sem vilja stunda nám í Bretlandi þurfa að sýna fram á staðfesta námsvist og þeir sem vilja vinna í Bretlandi þurfa að sýna fram á atvinnutilboð sem samrýmist aðstæðum á breskum vinnumarkaði. „Það er að segja að það sé ekki mikið framboð í nákvæmlega þá stöðu sem um er að ræða á hverjum tíma.“ Hann segir Ísland eina ríkið í EES sem komið er með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna. „Það er kallað Youth Mobility á ensku og það felur í sér að fólk á aldrinum 18 til 30 ára getur komið hingað og starfað í tvö ár. Það þarf reyndar að sækja um áritun til þess að getað nýtt ákvæði samningsins en afgreiðslan á því er einfaldari en gildir um annað.“ Sturla segir Ísland eina ríkið í EES sem komið sé með samning við Bretland um tímabundin starfsréttindi ungmenna.bjarni einarsson Evrópsku sjúkratryggingakortin gildi ekki Hann segir mikilvægt að árétta að evrópsku sjúkratryggingaskírteinin gilda yfirleitt ekki lengur í Bretlandi. „Þannig að þegar fólk er að koma hingað þá þarf það að huga að sjúkratryggingum. Við erum reyndar að vinna að þessu. Þetta er í rauninni eina útistandandi hagnýta atriðið eftir Brexit sem okkur varðar og við vonumst til þess að það fáist lausn á þessu fljótlega.“ Þó ekki sé mikið um vandræði vegna vegabréfsáritana komi þau reglulega upp. „Og full ástæða til þess að benda fólki á að gera nauðsynlegar ráðstafanir áður en það fer frá Íslandi til Bretlands.“
Bretland Brexit Íslendingar erlendis Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira