Penélope boðið í Bíó Paradís Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. nóvember 2022 20:47 Óskarsverðlaunaleikkonan Penélope Cruz er á meðal þeirra sem tilnefnd eru á hátíðinni. Það kann því að fara svo að hún verði á Íslandi innan skamms. Pablo Cuadra/Getty Evrópskur kvikmyndagerðamánuður hefst í kvöld en hápunktur mánaðarins eru evrópsku kvikmyndagerðaverðlaunin sem haldin verða í Hörpu í desember. Rætt var við leikstjórann Baltasar Kormák og Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradísar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hrönn segir að á næstu dögum verði boðið upp á allar bestu evrópsku kvikmyndir síðasta árs í kvikmyndahúsinu. Um sé að ræða fjölbreytta flóru. „Fólk heldur að þetta séu bara listrænar, dramatískar myndir. En á miðvikudaginn erum við til dæmis að opna spænska gamanmynd sem er tilnefnd sem besta spænska myndin. Þá er frítt inn fyrir alla og við bjóðum upp á Evu Ruzu, spænskt rauðvín, og besta spænska karlpeninginn sem til er,“ sagði Hrönn og átti þar við leikarann Javier Bardem. „Við ætlum að sýna allar þessar myndir og allt sem er tilnefnt og þetta nær svo hápunkti þegar verðlaunin verða afhent í Hörpu,“ sagði Hrönn. Baltasar Kormákur var mikill talsmaður þess að hátíðin yrði haldin hér á landi. Hann segir bæði um heiður og tækifæri að ræða. „Til þess að fá evrópska kvikmyndagerðarmenn, kynnast þeim og vera hluti af evrópska kúltúrnum. Ég er í stjórn evrópsku kvikmyndaakademíunnar og það var mitt helsta markmið. Þetta átti að gerast fyrir tveimur árum en þá var auðvitað Covid. En núna verður þetta geggjað, Harpa verður undirlögð og ég er að vona að allir, bæði kvikmyndagerðarmenn og almenningur, fái að njóta. Hluti af því er að koma hér í Bíó Paradís, sjá þessar myndir, vera hluti af þessari umræðu og taka þátt í hátíðarhöldunum.“ Stjörnufans meðal tilnefndra Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru haldin árlega, þar af annað hvert ár í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Þess á milli er hátíðin haldin í hinum ýmsu borgum Evrópu og nú er komið að Reykjavík. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að hátíðin hefjist raunar í kvöld, þar sem opnunarmynd hennar verður sýnd í Bíó Paradís. Í aðdraganda verðlaunanna, sem verða veitt í Hörpu 10. desember næstkomandi, verða sýndar myndir sem tilnefndar eru á hátíðinni í kvikmyndahúsinu. „Það má eiga von á því að margir þekktir leikstjórar og leikarar muni sækja landið heim þegar verðlaunaafhendingin fer fram í desember,“ segir í tilkynningunni. Þar er sérstaklega nefndur til sögunnar breski leikarinn Kenneth Branagh, sem tilnefndur er fyrir besta handritið fyrir myndina BELFAST. Auk hans er spænska ofurstjarnan Penélope Cruz tilnefnd fyrir leik sinn í myndinni Parallel Mothers. Þá hefur sænski leikstjórinn Ruben Östlund sópað að sér tilnefningum fyrir myndina Triangle of Sadness, sem er tilnefnd sem besta evrópska myndin, auk tilnefndinga fyrir leikstjórn og handrit. Eins er leikarinn Elliott Crosset Hove tilnefndur sem besti evrópski leikarinn fyrir leik sinn í kvikmyndinni GODLAND, eftir leikstjórann Hlyn Pálmason. Í samtali við fréttastofu sögðu Baltasar og Hrönn ekki enn ljóst hver úr hópi hinna tilnefndu stjarna muni leggja land undir fót og láta sjá sig á Íslandi. Bæði vonast þau þó til þess að sjá sem flesta úr hópi tilnefndra á hátíðinni. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Fleiri fréttir Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Rætt var við leikstjórann Baltasar Kormák og Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradísar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hrönn segir að á næstu dögum verði boðið upp á allar bestu evrópsku kvikmyndir síðasta árs í kvikmyndahúsinu. Um sé að ræða fjölbreytta flóru. „Fólk heldur að þetta séu bara listrænar, dramatískar myndir. En á miðvikudaginn erum við til dæmis að opna spænska gamanmynd sem er tilnefnd sem besta spænska myndin. Þá er frítt inn fyrir alla og við bjóðum upp á Evu Ruzu, spænskt rauðvín, og besta spænska karlpeninginn sem til er,“ sagði Hrönn og átti þar við leikarann Javier Bardem. „Við ætlum að sýna allar þessar myndir og allt sem er tilnefnt og þetta nær svo hápunkti þegar verðlaunin verða afhent í Hörpu,“ sagði Hrönn. Baltasar Kormákur var mikill talsmaður þess að hátíðin yrði haldin hér á landi. Hann segir bæði um heiður og tækifæri að ræða. „Til þess að fá evrópska kvikmyndagerðarmenn, kynnast þeim og vera hluti af evrópska kúltúrnum. Ég er í stjórn evrópsku kvikmyndaakademíunnar og það var mitt helsta markmið. Þetta átti að gerast fyrir tveimur árum en þá var auðvitað Covid. En núna verður þetta geggjað, Harpa verður undirlögð og ég er að vona að allir, bæði kvikmyndagerðarmenn og almenningur, fái að njóta. Hluti af því er að koma hér í Bíó Paradís, sjá þessar myndir, vera hluti af þessari umræðu og taka þátt í hátíðarhöldunum.“ Stjörnufans meðal tilnefndra Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru haldin árlega, þar af annað hvert ár í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Þess á milli er hátíðin haldin í hinum ýmsu borgum Evrópu og nú er komið að Reykjavík. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að hátíðin hefjist raunar í kvöld, þar sem opnunarmynd hennar verður sýnd í Bíó Paradís. Í aðdraganda verðlaunanna, sem verða veitt í Hörpu 10. desember næstkomandi, verða sýndar myndir sem tilnefndar eru á hátíðinni í kvikmyndahúsinu. „Það má eiga von á því að margir þekktir leikstjórar og leikarar muni sækja landið heim þegar verðlaunaafhendingin fer fram í desember,“ segir í tilkynningunni. Þar er sérstaklega nefndur til sögunnar breski leikarinn Kenneth Branagh, sem tilnefndur er fyrir besta handritið fyrir myndina BELFAST. Auk hans er spænska ofurstjarnan Penélope Cruz tilnefnd fyrir leik sinn í myndinni Parallel Mothers. Þá hefur sænski leikstjórinn Ruben Östlund sópað að sér tilnefningum fyrir myndina Triangle of Sadness, sem er tilnefnd sem besta evrópska myndin, auk tilnefndinga fyrir leikstjórn og handrit. Eins er leikarinn Elliott Crosset Hove tilnefndur sem besti evrópski leikarinn fyrir leik sinn í kvikmyndinni GODLAND, eftir leikstjórann Hlyn Pálmason. Í samtali við fréttastofu sögðu Baltasar og Hrönn ekki enn ljóst hver úr hópi hinna tilnefndu stjarna muni leggja land undir fót og láta sjá sig á Íslandi. Bæði vonast þau þó til þess að sjá sem flesta úr hópi tilnefndra á hátíðinni.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Fleiri fréttir Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira