Haukar með tillögu til sátta: „Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2022 12:31 Fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar samtímis, þegar Haukar tóku vítaskot í þriðja leikhluta. Skjáskot/RÚV Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að markmiðið með því að kæra úrslitin í bikarleiknum gegn Tindastóli hafi ekki verið að koma Haukum áfram í keppninni heldur að laga reglur KKÍ um erlenda leikmenn. Aganefnd KKÍ úrskurðaði Haukum í gær 20-0 sigur í leiknum gegn Tindastóli, sem Sauðkrækingar höfðu unnið 88-71, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla. Þar með spila Haukar að óbreyttu við Njarðvíkinga í 16-liða úrslitum en Bragi segist hvetja forráðamenn Tindastóls til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KKÍ, eins og heimild er fyrir. Bragi segist nefnilega helst vilja að reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn, sem málið snýst um, verði breytt. Í reglugerðinni segir að aðeins megi þrír erlendir leikmenn vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, en flestir virðast sammála um að 20-0 tap vegna minni háttar brots á reglunni, eins og í leiknum á Sauðárkróki, sé of strangt. Bragi segist vonast eftir áfrýjun Tindastóls og segir að Haukar séu þá reiðubúnir að draga kæru sína til baka ef að KKÍ samþykki að breyta reglugerðinni og að leikurinn verði spilaður aftur. „Með þessari leið þá vinna allir í rauninni. Tindastóll dettur ekki úr keppninni, við fáum annað tækifæri í ljósi þess að Tindastóll raunverulega braut gildandi reglugerð, og KKÍ fær tækifæri til að laga reglugerðina og hafa hana eins og menn vilja hafa hana. Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi,“ segir Bragi í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur, sem hlusta má á hér að neðan. Klippa: Formaður Hauka um kærumálið „Með þessari kæru okkar var endamarkmiðið ekki að Haukar kæmust áfram á þessu. Markmiðið var frekar það að lagfæra þessa reglugerð, sem ég held að flestum þyki of ströng og hálfgölluð. Í mínum samskiptum við KKÍ kom það fram að til að fá örugglega umfjöllun um þetta í kerfinu væri að setja fram kæruna,“ segir Bragi. „Við erum búin að vera í samstarfi við Tindastól allan þennan tíma til að reyna að leysa úr þessu máli. Það vakti fyrir okkur að ef að KKÍ væri tilbúið til að lagfæra regluna þá hefðum við dregið kæruna til baka, og Tindastóll þar með farið áfram. En það virtist ekki samstaða innan stjórnar KKÍ um að lagfæra regluna á þessum tímapunkti. Þá sitjum við eftir með það að ef að KKÍ vill að þetta sé reglugerðin sem gildir þá verðum við að spila eftir henni. Það er ekki okkar Haukanna að meta hvað sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, eða hvaða reglum eigi að fara eftir og hverjum ekki,“ segir Bragi. Óskaniðurstaðan sé hins vegar sú að reglunum um erlenda leikmenn verði breytt þannig að viðurlögin séu ekki eins ströng og úrskurður aganefndar segir til um. „Óskaniðurstaðan var í byrjun sú að reglugerðin yrði bara lagfærð og viðurlögin sett í það form sem menn vilja hafa, svo að allir séu sammála um hvaða viðurlög eru við því að brjóta reglurnar og hvernig skuli dæmt. Hvort það eigi að vera hægt að kæra eftir leik eða hvort þetta eigi að teljast sem dómaramistök, eða hvernig sem það þróast. Þetta þarf að ákveða. Þessu máli þarf ekki að vera lokið og ég er að klára núna texta sem ég ætla að senda á KKÍ og formenn körfuknattleiksdeilda. Þar fer ég yfir þá lausn sem við viljum leggja fram í málinu, og ég held að Tindastóll bakki okkur upp í því. Við leggjum til að reglan verði lagfærð, og leikurinn verði spilaður aftur. Ef KKÍ getur samþykkt það að fara í að lagfæra regluna, og að leikurinn verði spilaður aftur á grunni þess að dæmt hafi verið eftir gallaðri reglugerð, þá drögum við kæruna til baka úr áfrýjunarferlinu, sem við hvetjum Tindastól til að fara í,“ segir Bragi. Körfubolti Tindastóll Haukar VÍS-bikarinn Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
Aganefnd KKÍ úrskurðaði Haukum í gær 20-0 sigur í leiknum gegn Tindastóli, sem Sauðkrækingar höfðu unnið 88-71, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla. Þar með spila Haukar að óbreyttu við Njarðvíkinga í 16-liða úrslitum en Bragi segist hvetja forráðamenn Tindastóls til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KKÍ, eins og heimild er fyrir. Bragi segist nefnilega helst vilja að reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn, sem málið snýst um, verði breytt. Í reglugerðinni segir að aðeins megi þrír erlendir leikmenn vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, en flestir virðast sammála um að 20-0 tap vegna minni háttar brots á reglunni, eins og í leiknum á Sauðárkróki, sé of strangt. Bragi segist vonast eftir áfrýjun Tindastóls og segir að Haukar séu þá reiðubúnir að draga kæru sína til baka ef að KKÍ samþykki að breyta reglugerðinni og að leikurinn verði spilaður aftur. „Með þessari leið þá vinna allir í rauninni. Tindastóll dettur ekki úr keppninni, við fáum annað tækifæri í ljósi þess að Tindastóll raunverulega braut gildandi reglugerð, og KKÍ fær tækifæri til að laga reglugerðina og hafa hana eins og menn vilja hafa hana. Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi,“ segir Bragi í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur, sem hlusta má á hér að neðan. Klippa: Formaður Hauka um kærumálið „Með þessari kæru okkar var endamarkmiðið ekki að Haukar kæmust áfram á þessu. Markmiðið var frekar það að lagfæra þessa reglugerð, sem ég held að flestum þyki of ströng og hálfgölluð. Í mínum samskiptum við KKÍ kom það fram að til að fá örugglega umfjöllun um þetta í kerfinu væri að setja fram kæruna,“ segir Bragi. „Við erum búin að vera í samstarfi við Tindastól allan þennan tíma til að reyna að leysa úr þessu máli. Það vakti fyrir okkur að ef að KKÍ væri tilbúið til að lagfæra regluna þá hefðum við dregið kæruna til baka, og Tindastóll þar með farið áfram. En það virtist ekki samstaða innan stjórnar KKÍ um að lagfæra regluna á þessum tímapunkti. Þá sitjum við eftir með það að ef að KKÍ vill að þetta sé reglugerðin sem gildir þá verðum við að spila eftir henni. Það er ekki okkar Haukanna að meta hvað sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, eða hvaða reglum eigi að fara eftir og hverjum ekki,“ segir Bragi. Óskaniðurstaðan sé hins vegar sú að reglunum um erlenda leikmenn verði breytt þannig að viðurlögin séu ekki eins ströng og úrskurður aganefndar segir til um. „Óskaniðurstaðan var í byrjun sú að reglugerðin yrði bara lagfærð og viðurlögin sett í það form sem menn vilja hafa, svo að allir séu sammála um hvaða viðurlög eru við því að brjóta reglurnar og hvernig skuli dæmt. Hvort það eigi að vera hægt að kæra eftir leik eða hvort þetta eigi að teljast sem dómaramistök, eða hvernig sem það þróast. Þetta þarf að ákveða. Þessu máli þarf ekki að vera lokið og ég er að klára núna texta sem ég ætla að senda á KKÍ og formenn körfuknattleiksdeilda. Þar fer ég yfir þá lausn sem við viljum leggja fram í málinu, og ég held að Tindastóll bakki okkur upp í því. Við leggjum til að reglan verði lagfærð, og leikurinn verði spilaður aftur. Ef KKÍ getur samþykkt það að fara í að lagfæra regluna, og að leikurinn verði spilaður aftur á grunni þess að dæmt hafi verið eftir gallaðri reglugerð, þá drögum við kæruna til baka úr áfrýjunarferlinu, sem við hvetjum Tindastól til að fara í,“ segir Bragi.
Körfubolti Tindastóll Haukar VÍS-bikarinn Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti