Lengri vinnudagar hjá „harðara“ Twitter 2,0 Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2022 15:13 Elon Musk, nýr eigendi Twitter. Getty/Michael Gonzalez Auðjöfurinn Elon Musk hefur gefið þeim starfsmönnum Twitter sem enn vinna hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu frest út daginn á morgun til að sverja þess heit að skuldbinda sig til að vinna lengri vinnudaga hjá „harðara“ Twitter. Geri þau það ekki verði þeim sagt upp. Allir starfsmenn fyrirtækisins fengu tölvupóst þess efnis nú í morgun, um miðnætti í San Francisco, þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru. Samkvæmt frétt Washington Post munu þeir sem skrifa ekki rafrænt undir, fá uppsagnarfrest þeirra greiddan og gert að yfirgefa fyrirtækið. Í bréfinu frá Musk stóð að starfsfólk Twitter þyrfti að verða „harðara“ héðan í frá. Breytingar hefðu í för með sér lengri og erfiðari vinnudaga. Auðjöfurinn sagði að ekkert minna en frábær frammistaða starfsmanna myndi duga til. Musk hefur þegar sagt upp um helmingi starfsmanna Twitter og helstu stjórnendur fyrirtækisins hafa einnig sagt skilið við það. Í bréfinu sagði hann einnig að héðan í frá yrði meiri áhersla lögð á kóðun og verkfræði innan veggja Twitter. Þeir sem skrifi kóða verði í meirihluta starfsmanna og muni hafa mikil áhrif á starfsemina. Musk tók einnig fram að þeir starfsmenn sem koma að hönnun og vöruþróun væru enn mikilvægir. Yfirtaka Musks á Twitter hefur haft miklar breytingar í för með sér og sömuleiðis mikla óreiðu. Auglýsendur hafa fjarlægst samfélagsmiðilinn vegna óreiðunnar þar. Musk hefur lagt mikla áherslu á að bæta tekjutapið upp með því að taka upp áskriftarþjónustu. Í grein Washington Post segir að blaðamenn miðilsins hafi séð minnisblað sem samið var af starfsmönnum fyrirtækisins þar sem fjallað hafi verið um auglýsingar og áskriftargjald. Þar segir að svokallaðir ofurnotendur séu líklegastir til að gerast áskrifendur en þeir séu sömuleiðis þeir notendur sem sjái flestar auglýsingar og keyri þannig auglýsingatekjur Twitter upp. Til að borga upp fyrir skaðann sem það að draga úr auglýsingum fyrir áskrifendur þyrfti gjaldið að vera 44 dalir á mánuði, samkvæmt áðurnefndu minnisblaði. Þessi nýja áskriftarþjónusta hefur valdið miklum usla þar sem hún gerir hverjum sem er kleift að þykjast vera einhver annar, fyrirtæki eða stofnun og fá blátt hak við nafnið, sem hingað til hefur táknað að Twitter ábyrgist að viðkomandi aðili sé raunverulegur. Sjá einnig: Kaup á bláu haki Twitter valda usla í raunheimum Mikið undir Mikið eru undir hjá Musk og er ljóst að hann þarf að auka tekjur Twitter verulega og draga úr kostnaði. Við yfirtöku hans tók fyrirtækið á sig um þrettán milljarða dala í skuldir. Vegna þessa er búist við því að vaxtagreiðslur Twitter fari úr um fimmtíu milljónum dala í fyrra, í rúman milljarð dala á næsta ári. Sjá einnig: Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Eins og frægt er orðið skrifaði Musk undir kaupsamning á Twitter í apríl en reyndi að komast undan því að kaupa fyrirtækið. Eftir margra mánaða deilur og dómsmál stóð Musk við samninginn og keypti fyrirtækið á 44 milljarða dala. Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Veðurstofan nýjasta fórnarlamb eftirherma á Twitter Veðurstofa Íslands biðlar til eftirhermu að hætta að nota nafn, merki og myndnotkun stofnunarinnar á Twitter. 12. nóvember 2022 20:16 Musk segir horfur Twitter alvarlegar Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, sendi í nótt bréf á þá starfsmenn fyrirtækisins sem vinna þar enn eftir uppsagnir síðustu viku. Í bréfinu sagði hann að allir um fjögur þúsund starfsmenn Twitter þurfi að verja öllum sínum vinnudögum í höfuðstöðvum fyrirtækisins og að ástandið á fyrirtækinu væri „alvarlegt“. 10. nóvember 2022 17:10 Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Elon Musk, ríkasti maður jarðar, seldi á dögunum hlutabréf í rafbílaframleiðandanum Tesla fyrir tæpa fjóra milljarða Bandaríkjadala. 9. nóvember 2022 06:45 Ný áskriftarleið á Twitter í loftið Twitter kynnir formlega nýja áskriftarleið þar sem notendum miðilsins býðst að kaupa vottun á aðgangi sínum fyrir 8 bandaríkjadali, eða tæpar tólf hundruð krónur, á mánuði. 5. nóvember 2022 21:35 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Allir starfsmenn fyrirtækisins fengu tölvupóst þess efnis nú í morgun, um miðnætti í San Francisco, þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru. Samkvæmt frétt Washington Post munu þeir sem skrifa ekki rafrænt undir, fá uppsagnarfrest þeirra greiddan og gert að yfirgefa fyrirtækið. Í bréfinu frá Musk stóð að starfsfólk Twitter þyrfti að verða „harðara“ héðan í frá. Breytingar hefðu í för með sér lengri og erfiðari vinnudaga. Auðjöfurinn sagði að ekkert minna en frábær frammistaða starfsmanna myndi duga til. Musk hefur þegar sagt upp um helmingi starfsmanna Twitter og helstu stjórnendur fyrirtækisins hafa einnig sagt skilið við það. Í bréfinu sagði hann einnig að héðan í frá yrði meiri áhersla lögð á kóðun og verkfræði innan veggja Twitter. Þeir sem skrifi kóða verði í meirihluta starfsmanna og muni hafa mikil áhrif á starfsemina. Musk tók einnig fram að þeir starfsmenn sem koma að hönnun og vöruþróun væru enn mikilvægir. Yfirtaka Musks á Twitter hefur haft miklar breytingar í för með sér og sömuleiðis mikla óreiðu. Auglýsendur hafa fjarlægst samfélagsmiðilinn vegna óreiðunnar þar. Musk hefur lagt mikla áherslu á að bæta tekjutapið upp með því að taka upp áskriftarþjónustu. Í grein Washington Post segir að blaðamenn miðilsins hafi séð minnisblað sem samið var af starfsmönnum fyrirtækisins þar sem fjallað hafi verið um auglýsingar og áskriftargjald. Þar segir að svokallaðir ofurnotendur séu líklegastir til að gerast áskrifendur en þeir séu sömuleiðis þeir notendur sem sjái flestar auglýsingar og keyri þannig auglýsingatekjur Twitter upp. Til að borga upp fyrir skaðann sem það að draga úr auglýsingum fyrir áskrifendur þyrfti gjaldið að vera 44 dalir á mánuði, samkvæmt áðurnefndu minnisblaði. Þessi nýja áskriftarþjónusta hefur valdið miklum usla þar sem hún gerir hverjum sem er kleift að þykjast vera einhver annar, fyrirtæki eða stofnun og fá blátt hak við nafnið, sem hingað til hefur táknað að Twitter ábyrgist að viðkomandi aðili sé raunverulegur. Sjá einnig: Kaup á bláu haki Twitter valda usla í raunheimum Mikið undir Mikið eru undir hjá Musk og er ljóst að hann þarf að auka tekjur Twitter verulega og draga úr kostnaði. Við yfirtöku hans tók fyrirtækið á sig um þrettán milljarða dala í skuldir. Vegna þessa er búist við því að vaxtagreiðslur Twitter fari úr um fimmtíu milljónum dala í fyrra, í rúman milljarð dala á næsta ári. Sjá einnig: Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Eins og frægt er orðið skrifaði Musk undir kaupsamning á Twitter í apríl en reyndi að komast undan því að kaupa fyrirtækið. Eftir margra mánaða deilur og dómsmál stóð Musk við samninginn og keypti fyrirtækið á 44 milljarða dala.
Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Veðurstofan nýjasta fórnarlamb eftirherma á Twitter Veðurstofa Íslands biðlar til eftirhermu að hætta að nota nafn, merki og myndnotkun stofnunarinnar á Twitter. 12. nóvember 2022 20:16 Musk segir horfur Twitter alvarlegar Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, sendi í nótt bréf á þá starfsmenn fyrirtækisins sem vinna þar enn eftir uppsagnir síðustu viku. Í bréfinu sagði hann að allir um fjögur þúsund starfsmenn Twitter þurfi að verja öllum sínum vinnudögum í höfuðstöðvum fyrirtækisins og að ástandið á fyrirtækinu væri „alvarlegt“. 10. nóvember 2022 17:10 Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Elon Musk, ríkasti maður jarðar, seldi á dögunum hlutabréf í rafbílaframleiðandanum Tesla fyrir tæpa fjóra milljarða Bandaríkjadala. 9. nóvember 2022 06:45 Ný áskriftarleið á Twitter í loftið Twitter kynnir formlega nýja áskriftarleið þar sem notendum miðilsins býðst að kaupa vottun á aðgangi sínum fyrir 8 bandaríkjadali, eða tæpar tólf hundruð krónur, á mánuði. 5. nóvember 2022 21:35 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Veðurstofan nýjasta fórnarlamb eftirherma á Twitter Veðurstofa Íslands biðlar til eftirhermu að hætta að nota nafn, merki og myndnotkun stofnunarinnar á Twitter. 12. nóvember 2022 20:16
Musk segir horfur Twitter alvarlegar Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, sendi í nótt bréf á þá starfsmenn fyrirtækisins sem vinna þar enn eftir uppsagnir síðustu viku. Í bréfinu sagði hann að allir um fjögur þúsund starfsmenn Twitter þurfi að verja öllum sínum vinnudögum í höfuðstöðvum fyrirtækisins og að ástandið á fyrirtækinu væri „alvarlegt“. 10. nóvember 2022 17:10
Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Elon Musk, ríkasti maður jarðar, seldi á dögunum hlutabréf í rafbílaframleiðandanum Tesla fyrir tæpa fjóra milljarða Bandaríkjadala. 9. nóvember 2022 06:45
Ný áskriftarleið á Twitter í loftið Twitter kynnir formlega nýja áskriftarleið þar sem notendum miðilsins býðst að kaupa vottun á aðgangi sínum fyrir 8 bandaríkjadali, eða tæpar tólf hundruð krónur, á mánuði. 5. nóvember 2022 21:35