Rússar ábyrgir vegna stöðugra árása á Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2022 19:21 Börn í bænum Solonka í Lviv héraði skammt frá landamærunum að Póllandi skoðuðu í dag sprengjugíg eftir rússneska eldflaug í gær. AP/Mykola Tys Forseti Póllands og aðalframkvæmdastjóri NATO segja Rússa bera ábyrgð á því með umfangsmiklum árásum sínum á borgir og bæi í Úkraínu að ein af loftvarnaeldflaugum Úkraínumanna sprakk innan landamæra Póllands í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu á innviðum Úkraínu í árásum Rússa. Umheiminum var brugðið í gærkvöldi þegar eldflaug varð tveimur að bana skammt frá bænum Przewodów rétt innan landamæra Póllands og Úkraínu. Pólska stjórnin boðaði þjóðaröryggisráð sitt saman og NATO-leiðtogar á leiðtogafundi tuttugu helstu iðnríkja heims á Balí réðu ráðum sínum. Leiðtogar NATO ríkja og G7 komu saman til neyðarfundar á ráðstefnu G20 ríkjanna á Balí í Indónesíu í morgun vegna Úkraínu og Póllands.AP/Doug Mills Í fyrstu var sterkur grunur um að rússneska eldflaug hefði verið að ræða, enda skutu þeir um hundrað eldflaugum á borgir og bæi í Úkraínu í gær og ollu miklu tjóni á innviðum landsins. Það hefði getað þýtt árás Rússa á NATO ríki og þar með kallað á viðbrögð þeirra. Úkraínumenn sögðust þó hafa náð að skjóta um 70 af eldflaugum Rússa niður. Í dag varð svo ljóst að það var ein loftvarnaflauga þeirra sem hafnaði í Póllandi. Andrzej Duda forseti Póllands segir Úkraínumenn hafa verið í fullum rétti til að verja sig fyrir umfangsmiklum eldflaugaárásum Rússa.AP/Peter Dejong Andrzej Duda forseti Póllands segir því ekkert benda til að um skipulega árás á Pólland hafi verið að ræða. Rússar hefðu hins vegar skotið fjölda eldflauga á borgir eins Lviv nærri landamærum Póllands. „Úkraína var að verja sig sem kallaði á eldflaugaskot til að granda rússneskum eldflaugum. Þetta var mjög alvarleg ögrun sem í þetta skiptið eins og í gegnum allt stríðið var algerlega á ábyrgð Rússa. Þannig að Rússar eru einir ábyrgir fyrir bardaganum í gær,“ sagði Duda í dag. Stór hluti Úkraínu var rafmagnslaus eftir árásir gærdagsins. Hús voru víða án húshitunar og vatns. Þá blasir við mikil eyðilegging þaðan sem Rússar hafa flúið í Kherson héraði. „Það er ekkert vatn. Sem betur fer höfum við aðgang að brunni. Án hans væri ástandið enn verra. Við kaupum vatn. Þeir bera það frá Mykolayiv. Þannig er líf okkar núna,“ segir Olha Ismailova innan um rústirnar af heimili hennar í bænum Posad-Pokrovske. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Rússa bera alla ábyrgð á því að loftvarnaskeyti Úkraínumanna hafnaði í Póllandi.AP/Olivier Matthys Leiðtogar NATO ríkja á G20 fundinum ítrekuðu allir áframhaldandi stuðning sinn við Úkraínu og það gerði forystufólk Evrópusambandsins einnig. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir ekkert benda til að Rússar undirbúi árás á NATO-ríki. „En ég undristrika að þetta er ekki Úkraínu að kenna. Rússar bera alla ábyrgð með stöðugum og ólöglegum stríðsrekstri sínum gegn Úkraínumönnum,“ segir Stoltenberg. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Pólland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segir ekkert benda til árásar Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. 16. nóvember 2022 11:54 Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. 16. nóvember 2022 09:33 Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Umheiminum var brugðið í gærkvöldi þegar eldflaug varð tveimur að bana skammt frá bænum Przewodów rétt innan landamæra Póllands og Úkraínu. Pólska stjórnin boðaði þjóðaröryggisráð sitt saman og NATO-leiðtogar á leiðtogafundi tuttugu helstu iðnríkja heims á Balí réðu ráðum sínum. Leiðtogar NATO ríkja og G7 komu saman til neyðarfundar á ráðstefnu G20 ríkjanna á Balí í Indónesíu í morgun vegna Úkraínu og Póllands.AP/Doug Mills Í fyrstu var sterkur grunur um að rússneska eldflaug hefði verið að ræða, enda skutu þeir um hundrað eldflaugum á borgir og bæi í Úkraínu í gær og ollu miklu tjóni á innviðum landsins. Það hefði getað þýtt árás Rússa á NATO ríki og þar með kallað á viðbrögð þeirra. Úkraínumenn sögðust þó hafa náð að skjóta um 70 af eldflaugum Rússa niður. Í dag varð svo ljóst að það var ein loftvarnaflauga þeirra sem hafnaði í Póllandi. Andrzej Duda forseti Póllands segir Úkraínumenn hafa verið í fullum rétti til að verja sig fyrir umfangsmiklum eldflaugaárásum Rússa.AP/Peter Dejong Andrzej Duda forseti Póllands segir því ekkert benda til að um skipulega árás á Pólland hafi verið að ræða. Rússar hefðu hins vegar skotið fjölda eldflauga á borgir eins Lviv nærri landamærum Póllands. „Úkraína var að verja sig sem kallaði á eldflaugaskot til að granda rússneskum eldflaugum. Þetta var mjög alvarleg ögrun sem í þetta skiptið eins og í gegnum allt stríðið var algerlega á ábyrgð Rússa. Þannig að Rússar eru einir ábyrgir fyrir bardaganum í gær,“ sagði Duda í dag. Stór hluti Úkraínu var rafmagnslaus eftir árásir gærdagsins. Hús voru víða án húshitunar og vatns. Þá blasir við mikil eyðilegging þaðan sem Rússar hafa flúið í Kherson héraði. „Það er ekkert vatn. Sem betur fer höfum við aðgang að brunni. Án hans væri ástandið enn verra. Við kaupum vatn. Þeir bera það frá Mykolayiv. Þannig er líf okkar núna,“ segir Olha Ismailova innan um rústirnar af heimili hennar í bænum Posad-Pokrovske. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Rússa bera alla ábyrgð á því að loftvarnaskeyti Úkraínumanna hafnaði í Póllandi.AP/Olivier Matthys Leiðtogar NATO ríkja á G20 fundinum ítrekuðu allir áframhaldandi stuðning sinn við Úkraínu og það gerði forystufólk Evrópusambandsins einnig. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir ekkert benda til að Rússar undirbúi árás á NATO-ríki. „En ég undristrika að þetta er ekki Úkraínu að kenna. Rússar bera alla ábyrgð með stöðugum og ólöglegum stríðsrekstri sínum gegn Úkraínumönnum,“ segir Stoltenberg.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Pólland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segir ekkert benda til árásar Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. 16. nóvember 2022 11:54 Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. 16. nóvember 2022 09:33 Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Segir ekkert benda til árásar Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. 16. nóvember 2022 11:54
Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. 16. nóvember 2022 09:33
Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43