Fréttastofa ABC greinir frá því að ökumaðurinn sé rétt rúmlega tvítugur að aldri og hafi verið handtekinn. Hann er lítillega slasaður en hafði verið að aka á röngum vegarhelming áður en hann keyrði á hópinn.
Nemarnir voru alls fjörutíu saman að hlaupa og eru 22 þeirra slasaðir eftir atvikið, fimm þeirra alvarlega. Klukkan var tæplega hálf sjö að morgni til á staðartíma og því enn dimmt úti þegar ökumaðurinn keyrði á hópinn.