Ráðleggja HM-gestum að nota einnota síma Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2022 21:31 Maður heldur bolta á lofti í Doha í Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem hefst þar í næstu viku. Vísir/EPA Frönsk persónuverndaryfirvöld ráðleggja þeim sem ætla að sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Katar að nota einnota eða tóma síma til þess að forðast að lenda upp á kant við þarlend yfirvöld. Sérfræðingar hafa varað við því að yfirvöld í Katar geti njósnað um fólk með tveimur forritum sem gestir þurfa að ná í. Heimsmeistaramótið í Katar hefst á sunnudag. Ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) um að fá Persaflóasmáríkinu mótið var afar umdeild en fulltrúum í framkvæmdastjórn sambandsins var mútað í stórum stíl. Þá hafa þúsundir verkamanna sem reistu leikvangana í Katar látið lífið og mannréttindi eru fótum troðin, þar á meðal réttindi hinsegin fólks og fjölmiðlafrelsi. Nú segir franska persónuverndarstofnunin CNIL að hún ráðleggi þeim sem ætla að ferðast til Katar að hafa aðeins með sér einnota snjallsíma eða gamlan síma sem er búið að hreinsa af gögnum. Þá ættu ferðalangar ekki að taka neinar myndir á síma sína sem gætu strítt gegn ströngum siðgæðislögum sem gilda í Katar. Sérstaklega ættu ferðalangar að passa upp á myndir, myndbönd eða annað sem gæti komið þeim í klandur. Netöryggissérfræðingar hafa bent á að tvö snjallforrit sem katörsk yfirvöld skylda HM-gesti til þess að ná sér í, eitt opinbert forrit mótsins og annað rakningarapp vegna kórónuveirufaraldursins, virki í raun sem njósnaforrit, að sögn Politico. CNIL segir að þeir sem eigi ekki kost á að dauðhreinsa síma sína fyrir ferðalagið ættu aðeins að ná í forritin rétt fyrir brottför og eyða þeim um leið og þeir snúa aftur heim. Þeir ættu einnig að forðast að nota þjónustu sem krefst þess að þeir auðkenni sig, hafa sterk lykilorð og hafa síma alltaf á sér. Fleiri hafa lýst áhyggjum af öryggi katörsku snjallforritanna, þar á meðal þýska utanríkisráðuneytið. Það segist nú kanna forritin ásamt persónuverndaryfirvöldum þar í landi. HM 2022 í Katar Frakkland Persónuvernd Tækni Katar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Katar hefst á sunnudag. Ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) um að fá Persaflóasmáríkinu mótið var afar umdeild en fulltrúum í framkvæmdastjórn sambandsins var mútað í stórum stíl. Þá hafa þúsundir verkamanna sem reistu leikvangana í Katar látið lífið og mannréttindi eru fótum troðin, þar á meðal réttindi hinsegin fólks og fjölmiðlafrelsi. Nú segir franska persónuverndarstofnunin CNIL að hún ráðleggi þeim sem ætla að ferðast til Katar að hafa aðeins með sér einnota snjallsíma eða gamlan síma sem er búið að hreinsa af gögnum. Þá ættu ferðalangar ekki að taka neinar myndir á síma sína sem gætu strítt gegn ströngum siðgæðislögum sem gilda í Katar. Sérstaklega ættu ferðalangar að passa upp á myndir, myndbönd eða annað sem gæti komið þeim í klandur. Netöryggissérfræðingar hafa bent á að tvö snjallforrit sem katörsk yfirvöld skylda HM-gesti til þess að ná sér í, eitt opinbert forrit mótsins og annað rakningarapp vegna kórónuveirufaraldursins, virki í raun sem njósnaforrit, að sögn Politico. CNIL segir að þeir sem eigi ekki kost á að dauðhreinsa síma sína fyrir ferðalagið ættu aðeins að ná í forritin rétt fyrir brottför og eyða þeim um leið og þeir snúa aftur heim. Þeir ættu einnig að forðast að nota þjónustu sem krefst þess að þeir auðkenni sig, hafa sterk lykilorð og hafa síma alltaf á sér. Fleiri hafa lýst áhyggjum af öryggi katörsku snjallforritanna, þar á meðal þýska utanríkisráðuneytið. Það segist nú kanna forritin ásamt persónuverndaryfirvöldum þar í landi.
HM 2022 í Katar Frakkland Persónuvernd Tækni Katar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira