Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2022 18:47 Þingheimur klappaði vel og lengi fyrir Nancy Pelosi eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði að stíga til hliðar úr forystu Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. AP/Carolyn Kaster Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. „Ég sækist ekki eftir endurkjöri í forystu Demókrataflokksins á næsta þingi. Fyrir mér er stundin runnin upp fyrir nýja kynslóð að taka við þingflokki demókrata sem mér er svo annt um,“ sagði Pelosi í ræðu í fulltrúadeildinni í dag og hlaut standandi lófatak. "The hour has come for a new generation to lead the Democratic caucus that I so deeply respect," Speaker Nancy Pelosi, the face of House Democrats for two decades, said on Thursday while announcing that she will step down from leadership. https://t.co/94ifSO0AGP pic.twitter.com/3X8DwhoctV— The New York Times (@nytimes) November 17, 2022 Pelosi, sem er 82 ára gömul, ætlar að sitja áfram sem þingmaður en hún var endurkjörin í þingkosningunum sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Demókratar misstu meirihluta sinn í fulltrúadeildinni en héldu velli í öldungadeildinni. Nýtt þing kemur saman í janúar. Mögulegur arftaki hennar sem leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni hefur verið nefndur Hakeem Jeffries, þingmaður flokksins frá New York. Hann ætti þá möguleika á að verði fyrsti blökkumaðurinn til að verða forseti fulltrúadeildarinnar. Fyrsti kvenleiðtoginn, þingflokksformaðurinn og forsetinn Þingferill Pelosi markaði tímamót á margan hátt. Hún var fyrst kjörin á þing fyrir San Francisco í Kaliforníu árið 1987 og var kjörin þingflokksformaður árið 2002. Ári síðar varð hún leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni. Hún var fyrsta konan til að verða þingflokksformaður og flokksleiðtogi í sögu Bandaríkjaþings. Þegar demókratar unnu sigur í þingkosningum á miðju seinna kjörtímabili repúblikanans Georges W. Bush árið 2006 varð Pelosi fyrsta konan til að verma sæti forseta fulltrúadeildarinnar árið 2007. Demókratar töpuðu meirihlutanum í kosningunum 2010 en þegar þeir endurheimtu hann árið 2018 varð Pelosi aftur forseti deildarinnar. When I think of Nancy Pelosi, I think of dignity. History will note her as the most consequential Speaker of the House of Representatives in history she is first, last, and always for the people. America owes her a debt of gratitude for her service, patriotism, and dignity. pic.twitter.com/U2xvEVC1E5— President Biden (@POTUS) November 17, 2022 Sem forseti fulltrúadeildarinnar kom Pelosi meðal annars í gegn sjúkratryggingarlögum Baracks Obama, þáverandi forseta, sem hafa gjarnan verið kennd við hann. Þá hafði hún umsjón með því þegar Donald Trump, fyrrverandi forseti, var í tvígang kærður fyrir embættisbrot. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í tísti að sagan ætti eftir að minnast Pelosi sem eins áhrifamesta forseta fulltrúadeildarinnar. „Bandaríkin standa í þakkarskuld við hana fyrir þjónustu hennar, föðurlandsást og reisn,“ sagði forsetinn. Nýlega var brotist inn á heimili Pelosi í San Francisco og eiginmaður hennar, Paul, barinn í höfuðið með hamri. Paul Pelosi sagði lögreglu að árásarmaðurinn hefði öskrað „Hvar er Nancy?“. Árásarmaðurinn er sagður hafa aðhyllst ýmis konar samsæriskenningar sem hafa grasserað á hægri væng bandarískra stjórnmála. Fjöldi repúblikana brást við fréttunum með því að hæðast að árásinni eða gera lítið úr henni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
„Ég sækist ekki eftir endurkjöri í forystu Demókrataflokksins á næsta þingi. Fyrir mér er stundin runnin upp fyrir nýja kynslóð að taka við þingflokki demókrata sem mér er svo annt um,“ sagði Pelosi í ræðu í fulltrúadeildinni í dag og hlaut standandi lófatak. "The hour has come for a new generation to lead the Democratic caucus that I so deeply respect," Speaker Nancy Pelosi, the face of House Democrats for two decades, said on Thursday while announcing that she will step down from leadership. https://t.co/94ifSO0AGP pic.twitter.com/3X8DwhoctV— The New York Times (@nytimes) November 17, 2022 Pelosi, sem er 82 ára gömul, ætlar að sitja áfram sem þingmaður en hún var endurkjörin í þingkosningunum sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Demókratar misstu meirihluta sinn í fulltrúadeildinni en héldu velli í öldungadeildinni. Nýtt þing kemur saman í janúar. Mögulegur arftaki hennar sem leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni hefur verið nefndur Hakeem Jeffries, þingmaður flokksins frá New York. Hann ætti þá möguleika á að verði fyrsti blökkumaðurinn til að verða forseti fulltrúadeildarinnar. Fyrsti kvenleiðtoginn, þingflokksformaðurinn og forsetinn Þingferill Pelosi markaði tímamót á margan hátt. Hún var fyrst kjörin á þing fyrir San Francisco í Kaliforníu árið 1987 og var kjörin þingflokksformaður árið 2002. Ári síðar varð hún leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni. Hún var fyrsta konan til að verða þingflokksformaður og flokksleiðtogi í sögu Bandaríkjaþings. Þegar demókratar unnu sigur í þingkosningum á miðju seinna kjörtímabili repúblikanans Georges W. Bush árið 2006 varð Pelosi fyrsta konan til að verma sæti forseta fulltrúadeildarinnar árið 2007. Demókratar töpuðu meirihlutanum í kosningunum 2010 en þegar þeir endurheimtu hann árið 2018 varð Pelosi aftur forseti deildarinnar. When I think of Nancy Pelosi, I think of dignity. History will note her as the most consequential Speaker of the House of Representatives in history she is first, last, and always for the people. America owes her a debt of gratitude for her service, patriotism, and dignity. pic.twitter.com/U2xvEVC1E5— President Biden (@POTUS) November 17, 2022 Sem forseti fulltrúadeildarinnar kom Pelosi meðal annars í gegn sjúkratryggingarlögum Baracks Obama, þáverandi forseta, sem hafa gjarnan verið kennd við hann. Þá hafði hún umsjón með því þegar Donald Trump, fyrrverandi forseti, var í tvígang kærður fyrir embættisbrot. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í tísti að sagan ætti eftir að minnast Pelosi sem eins áhrifamesta forseta fulltrúadeildarinnar. „Bandaríkin standa í þakkarskuld við hana fyrir þjónustu hennar, föðurlandsást og reisn,“ sagði forsetinn. Nýlega var brotist inn á heimili Pelosi í San Francisco og eiginmaður hennar, Paul, barinn í höfuðið með hamri. Paul Pelosi sagði lögreglu að árásarmaðurinn hefði öskrað „Hvar er Nancy?“. Árásarmaðurinn er sagður hafa aðhyllst ýmis konar samsæriskenningar sem hafa grasserað á hægri væng bandarískra stjórnmála. Fjöldi repúblikana brást við fréttunum með því að hæðast að árásinni eða gera lítið úr henni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira