Góð og slæm helgi: Sofandi á bekknum í vinnunni sinni í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2022 14:30 Lokasóknin fór yfir þá sem áttu góða og slæma helgi. S2 Sport Lokasóknin fer að venju yfir hverja helgi í NFL-deildinni á þriðjudögum og fastur liður er að fara yfir þá sem áttu góða og slæma helgi. Tíunda vikan bauð að sjálfsögðu upp á fullt að fróðlegum og furðulegum frammistöðum og því var auðvitað af nægu að taka. „Við ætlum að byrja á einu svona óvenjulegu því að Jacksonville Jaguars byrjaði leikinn sinn á því að fara í onside kick. Þetta sér maður ekki á hverjum degi og þeir ná boltanum,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Eina leiðin til að vinna Kansas City Chiefs er með því að hugsa út fyrir kassann og ég elska þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Andy Reid er náttúrulega konungur brellukerfanna og hann er þjálfari Kansas. Doug Pederson, þjálfari Jaguars, var lærisveinn Reid í mörg ár. Þetta var því smá virðingarvottur við gamla karlinn,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Þeir töpuðu samt leiknum,“ skaut Andri inn í. Strákarnir fóru yfir góða helgin hjá Detroit Lions en Ljónin voru létt í lund og átu Birnina í frábærum leik. Ofurstjarnan Justin Fields átti samt annað stjörnuleik í liði Chicago Bears og er algjörlega óstövandi þessa dagana. Þetta var góð helgi fyrir Tua Tagovailoa og félaga í Miami Dolphins sem geta ekki hætt að vinna. „Tua Tagovailoa er taplaus í vetur þegar hann hefur spilað allan leikinn með Miami,“ sagði Andri. „Þetta Miami lið er sjóðheitt. Þeir eru með frábæra útherja í Tyreek Hill og Jaylen Waddle, með mjög traustan hlaupaleik og eru líka með mjög fína vörn. Vörn sem getur skorað stig. Þetta er mjög spennandi lið og þetta er ungt lið. Þeir eiga enn valrétti inni og það eru mjög skemmtilegir hlutir að gerast í Miami,“ sagði Eiríkur Stefán. „Lykilþátturinn í þessu öllu var alltaf Tua. Fyrir tímabilið voru efasemdir um að hann væri lausnin en hann er að sýna það núna að hann er sannarlega lausnin,“ sagði Eiríkur Stefán. „Það sem gerir þennan leik auðvitað sérstakan er að þetta er í fyrsta skiptið síðan 2003 sem Miami þarf ekki að punta einu sinni í leiknum,“ sagði Henry Birgir. „Við erum með myndir því þetta er punterinn hjá Miami,“ sagði Andri. „Þetta er Thomas Morstead sofandi á bekknum í vinnunni,“ sagði Henry en það má sjá þetta og fleiri gott og slæmt frá helginni í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Góð og slæm helgi í tíundu viku NFL Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira
Tíunda vikan bauð að sjálfsögðu upp á fullt að fróðlegum og furðulegum frammistöðum og því var auðvitað af nægu að taka. „Við ætlum að byrja á einu svona óvenjulegu því að Jacksonville Jaguars byrjaði leikinn sinn á því að fara í onside kick. Þetta sér maður ekki á hverjum degi og þeir ná boltanum,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Eina leiðin til að vinna Kansas City Chiefs er með því að hugsa út fyrir kassann og ég elska þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Andy Reid er náttúrulega konungur brellukerfanna og hann er þjálfari Kansas. Doug Pederson, þjálfari Jaguars, var lærisveinn Reid í mörg ár. Þetta var því smá virðingarvottur við gamla karlinn,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Þeir töpuðu samt leiknum,“ skaut Andri inn í. Strákarnir fóru yfir góða helgin hjá Detroit Lions en Ljónin voru létt í lund og átu Birnina í frábærum leik. Ofurstjarnan Justin Fields átti samt annað stjörnuleik í liði Chicago Bears og er algjörlega óstövandi þessa dagana. Þetta var góð helgi fyrir Tua Tagovailoa og félaga í Miami Dolphins sem geta ekki hætt að vinna. „Tua Tagovailoa er taplaus í vetur þegar hann hefur spilað allan leikinn með Miami,“ sagði Andri. „Þetta Miami lið er sjóðheitt. Þeir eru með frábæra útherja í Tyreek Hill og Jaylen Waddle, með mjög traustan hlaupaleik og eru líka með mjög fína vörn. Vörn sem getur skorað stig. Þetta er mjög spennandi lið og þetta er ungt lið. Þeir eiga enn valrétti inni og það eru mjög skemmtilegir hlutir að gerast í Miami,“ sagði Eiríkur Stefán. „Lykilþátturinn í þessu öllu var alltaf Tua. Fyrir tímabilið voru efasemdir um að hann væri lausnin en hann er að sýna það núna að hann er sannarlega lausnin,“ sagði Eiríkur Stefán. „Það sem gerir þennan leik auðvitað sérstakan er að þetta er í fyrsta skiptið síðan 2003 sem Miami þarf ekki að punta einu sinni í leiknum,“ sagði Henry Birgir. „Við erum með myndir því þetta er punterinn hjá Miami,“ sagði Andri. „Þetta er Thomas Morstead sofandi á bekknum í vinnunni,“ sagði Henry en það má sjá þetta og fleiri gott og slæmt frá helginni í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Góð og slæm helgi í tíundu viku
NFL Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira