Veiðihornið - traust fjölskyldufyrirtæki í aldarfjórðung Veiðihornið 21. nóvember 2022 09:07 „Við höfum veitt út um allan heim; í öllum heimshöfum og heimsálfum utan Suðurskautslandsins. Allstaðar, jafnt við heiðarvötn á Íslandi sem og í veiðihúsum fjarlægustu landa sameinar tengingin við náttúruna alla veiðimenn." Þau Ólafur Vigfússon og María Anna Clausen reka Veiðihornið. Veiðihornið er fjölskyldufyrirtæki, byggt á gömlum grunni en þau Ólafur Vigfússon og María Anna Clausen festu kaup á elstu veiðibúð landsins, Veiðimanninum, árið 1998. Veiðihornið fagnar því 25 ára starfsafmæli nk. febrúar og er í dag langstærsta veiðibúð landsins. Veiðihornið er vefverslun vikunnar hér á Vísi. Þar fæst gríðarlegt úrval af öllum nauðsynlegum vörum fyrir jafnt stangveiði- og skotveiðifólk. Merki á borð við Sage, Rio, Hardy, Abu, Simms, YETI, Benelli, Remington, Leupold og fleiri, eru fáanleg í 300 fermetra verslun Veiðhornsins í Síðumúla 8 og á veidihornid.is. „Veiðihornið er eitt fárra íslenskra fyrirtækja á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi. Þá er Veiðihornið einnig á lista Viðskiptablaðsinsog Keldunnar yfir Fyrirmyndar fyrirtæki í rekstri frá upphafi. Það eru ekki síst svona heilbrigðisvottorð sem viðskiptavinir ættu að líta á þegar valið er á milli fyrirtækja því traust þarf að ríkja á milli viðskiptavina og vefverslana," segir Óli. Með fyrstu vefverslunum landsins Veiðihornið var með þeim fyrstu til að setja vefverslun á laggirnar en veidihornid.is fór í loftið árið 1999. „Hún var nú nokkuð frumstæð í samanburði við netverslanir í dag og komu viðskiptavinir gjarnan með útprent af netinu niður í búð og sögðust ætla að kaupa hitt eða þetta sem þeir sáu á internetinu,“ rifjar María upp. „Vefverslunin okkar í dag er nokkuð stór en sýnir þó aðeins hluta af öllu því vöruúrvali sem við bjóðum,“ segir Ólafur. „Vefurinn okkar og netverslunin er í mikilli þróun um þessar mundir og margar skemmtilegar nýjungar munu verða sýnilegar næstu vikur og mánuði. Á vefnum erum við meðal annars að byggja upp góðan gagnagrunn af fræðslu, fréttum og fleiru fyrir alla veiðimenn." Veiðihornið og jólin from Veidihornid on Vimeo. „Þeir sem skrá sig á póstlistann okkar fá fréttir um nýjungar og tilboð á undan öðrum. Við búum einnig svo vel að pósthúsið er handan götunnar svo við getum afgreitt allar netpantanir samdægurs eða næsta virka dag frá okkur. Þá viljum við auðvelda viðskiptavinum okkar að vera í sambandi með netspjalli á vefsíðunni.Við tökum á okkur flutningskostnað allra pantana yfir 10.000 kr. á pósthús næst móttakanda og það munar um minna fyrir viðskiptavini sem ekki hafa tök á því að heimsækja okkur í Síðumúla 8." Veiðimenn í bestri tengingu við náttúruna „Við höfum veitt saman í rúm 40 ár. Við stundum bæði skotveiðar sem og stangveiðar en líklega verjum við flestum veiðidögum með flugustöng í hönd” segja Óli og María. Spurð hvað það sé sem heilli fólk svona við veiðimennsku segja þau svarið einfalt, tengingin við náttúruna. „Við höfum veitt út um allan heim; í öllum heimshöfum og heimsálfum utan Suðurskautslandsins. Allstaðar, jafnt við heiðarvötn á Íslandi sem og í veiðihúsum fjarlægustu landa sameinar tengingin við náttúruna alla veiðimenn.” „Við höfum verið svo lánsöm í gegnum árin að eiga stóran og sístækkandi hóp viðskiptavina í Veiðihorninu og það koma margir í kaffispjall til okkar, rifja upp síðasta sumar og hlakka til þess næsta. Það skapast alltaf skemmtilegar umræður og góð stemning. Ég er þeirrar skoðunar að veiðimenn eru þeir sem tengja sig við náttúruna einna mest,“ segir Ólafur og María tekur undir það. Veiði um víða veröld Undanfarin ár hefur flestum sumardögum þeirra hjóna verið varið bak við búðarborðið en þau nota vetrarmánuðina til að ferðast um heiminn og veiða þegar færi gefst. Hvað bítur helst á öngulinn? „Við höfum veitt flest allar tegundir eftirsóttustu sportfiska í sjó og fjölmarga eftrisóknaverða ferskvatnsfiska. Við höfum meðal annars veitt á Peacock Bass í regnskógum Brasilíu, Tigerfish í frumskógum Zambíu, Bonefish og Barracuda á klettaeyju utan við Venezuela, Giant Snakehead í Asíu, Roosterfish við Costa Rica, Permit við Bahamas. Triggerfish, Giant Trevally og fjölmargar aðrar spennandi tegundir á kóralrifjum Seychelleseyja í Indlandshafi og Jólaeyja í Kyrrahafi að ógleymdum hákörlum við strendur Namibíu svo og silung og lax í íslenskum ám og vötnum. Reynsla við veiðar skiptir máli þegar viðskiptavinum eru gefin góð ráð. Við ásamt frábæru starfsfólki okkar búum öll yfir víðtækri veiðireynslu og erum albúin að miðla fróðleik og þekkingu til viðskiptavina okkar. „Við erum akkúrat núna á leið í Indlandshaf við austurströnd Afríku til að hvíla okkur eftir sumarösina og hlaða batteríin fyrir jólatörnina sem fer að hefjast,” Segir María. Netgjafabréf jólagjöf veiðimannsins „Veiðimenn vilja ekkert frekar en að fá eitthvað veiðitengt í pakkann undir tréð og hjá okkur er úrvalið hvergi meira. Ef einhver á erfitt með að velja þá bjarga vinsælu gjafabréfin okkar málinu. Í fyrra brydduðum við uppá nýjung og hófum að bjóða netgjafabréf sem hafa algjörlega slegið í gegn. Auðvelt er að ganga frá kaupum á netgjafabréfum sem ýmist er hægt að prenta út eða senda beint til þess sem á að þiggja og eru bréfin strax virk. Stangveiði Skotveiði Vefverslun vikunnar Jól Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Veiðihornið er vefverslun vikunnar hér á Vísi. Þar fæst gríðarlegt úrval af öllum nauðsynlegum vörum fyrir jafnt stangveiði- og skotveiðifólk. Merki á borð við Sage, Rio, Hardy, Abu, Simms, YETI, Benelli, Remington, Leupold og fleiri, eru fáanleg í 300 fermetra verslun Veiðhornsins í Síðumúla 8 og á veidihornid.is. „Veiðihornið er eitt fárra íslenskra fyrirtækja á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi. Þá er Veiðihornið einnig á lista Viðskiptablaðsinsog Keldunnar yfir Fyrirmyndar fyrirtæki í rekstri frá upphafi. Það eru ekki síst svona heilbrigðisvottorð sem viðskiptavinir ættu að líta á þegar valið er á milli fyrirtækja því traust þarf að ríkja á milli viðskiptavina og vefverslana," segir Óli. Með fyrstu vefverslunum landsins Veiðihornið var með þeim fyrstu til að setja vefverslun á laggirnar en veidihornid.is fór í loftið árið 1999. „Hún var nú nokkuð frumstæð í samanburði við netverslanir í dag og komu viðskiptavinir gjarnan með útprent af netinu niður í búð og sögðust ætla að kaupa hitt eða þetta sem þeir sáu á internetinu,“ rifjar María upp. „Vefverslunin okkar í dag er nokkuð stór en sýnir þó aðeins hluta af öllu því vöruúrvali sem við bjóðum,“ segir Ólafur. „Vefurinn okkar og netverslunin er í mikilli þróun um þessar mundir og margar skemmtilegar nýjungar munu verða sýnilegar næstu vikur og mánuði. Á vefnum erum við meðal annars að byggja upp góðan gagnagrunn af fræðslu, fréttum og fleiru fyrir alla veiðimenn." Veiðihornið og jólin from Veidihornid on Vimeo. „Þeir sem skrá sig á póstlistann okkar fá fréttir um nýjungar og tilboð á undan öðrum. Við búum einnig svo vel að pósthúsið er handan götunnar svo við getum afgreitt allar netpantanir samdægurs eða næsta virka dag frá okkur. Þá viljum við auðvelda viðskiptavinum okkar að vera í sambandi með netspjalli á vefsíðunni.Við tökum á okkur flutningskostnað allra pantana yfir 10.000 kr. á pósthús næst móttakanda og það munar um minna fyrir viðskiptavini sem ekki hafa tök á því að heimsækja okkur í Síðumúla 8." Veiðimenn í bestri tengingu við náttúruna „Við höfum veitt saman í rúm 40 ár. Við stundum bæði skotveiðar sem og stangveiðar en líklega verjum við flestum veiðidögum með flugustöng í hönd” segja Óli og María. Spurð hvað það sé sem heilli fólk svona við veiðimennsku segja þau svarið einfalt, tengingin við náttúruna. „Við höfum veitt út um allan heim; í öllum heimshöfum og heimsálfum utan Suðurskautslandsins. Allstaðar, jafnt við heiðarvötn á Íslandi sem og í veiðihúsum fjarlægustu landa sameinar tengingin við náttúruna alla veiðimenn.” „Við höfum verið svo lánsöm í gegnum árin að eiga stóran og sístækkandi hóp viðskiptavina í Veiðihorninu og það koma margir í kaffispjall til okkar, rifja upp síðasta sumar og hlakka til þess næsta. Það skapast alltaf skemmtilegar umræður og góð stemning. Ég er þeirrar skoðunar að veiðimenn eru þeir sem tengja sig við náttúruna einna mest,“ segir Ólafur og María tekur undir það. Veiði um víða veröld Undanfarin ár hefur flestum sumardögum þeirra hjóna verið varið bak við búðarborðið en þau nota vetrarmánuðina til að ferðast um heiminn og veiða þegar færi gefst. Hvað bítur helst á öngulinn? „Við höfum veitt flest allar tegundir eftirsóttustu sportfiska í sjó og fjölmarga eftrisóknaverða ferskvatnsfiska. Við höfum meðal annars veitt á Peacock Bass í regnskógum Brasilíu, Tigerfish í frumskógum Zambíu, Bonefish og Barracuda á klettaeyju utan við Venezuela, Giant Snakehead í Asíu, Roosterfish við Costa Rica, Permit við Bahamas. Triggerfish, Giant Trevally og fjölmargar aðrar spennandi tegundir á kóralrifjum Seychelleseyja í Indlandshafi og Jólaeyja í Kyrrahafi að ógleymdum hákörlum við strendur Namibíu svo og silung og lax í íslenskum ám og vötnum. Reynsla við veiðar skiptir máli þegar viðskiptavinum eru gefin góð ráð. Við ásamt frábæru starfsfólki okkar búum öll yfir víðtækri veiðireynslu og erum albúin að miðla fróðleik og þekkingu til viðskiptavina okkar. „Við erum akkúrat núna á leið í Indlandshaf við austurströnd Afríku til að hvíla okkur eftir sumarösina og hlaða batteríin fyrir jólatörnina sem fer að hefjast,” Segir María. Netgjafabréf jólagjöf veiðimannsins „Veiðimenn vilja ekkert frekar en að fá eitthvað veiðitengt í pakkann undir tréð og hjá okkur er úrvalið hvergi meira. Ef einhver á erfitt með að velja þá bjarga vinsælu gjafabréfin okkar málinu. Í fyrra brydduðum við uppá nýjung og hófum að bjóða netgjafabréf sem hafa algjörlega slegið í gegn. Auðvelt er að ganga frá kaupum á netgjafabréfum sem ýmist er hægt að prenta út eða senda beint til þess sem á að þiggja og eru bréfin strax virk.
Stangveiði Skotveiði Vefverslun vikunnar Jól Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira