Falin skattheimta í skjóli samningsleysis Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 19. nóvember 2022 07:01 Undanfarin ár hafa samningar Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna annars vegar og hins vegar sjúkraþjálfara ekki verið endurnýjaðir. Í fyrstu mátti ætla að kostnaðarliðir yrðu áfram uppfærðir samkvæmt verðlagsleiðréttingum, en svo hefur þó ekki verið raunin um langa hríð. Á meðan er þessum heilbrigðisstéttum greinilega ætlað að vinna eftir löngu úreltri gjaldskrá og mæta sínum aukna rekstrarkostnaði eftir öðrum leiðum. Það gerist helst með tvennum hætti. Þjónustuaðili getur ákveðið hærra tímagjald vegna vinnu læknis eða sjúkraþjálfara. Sumir reyna að forðast þetta fram í lengstu lög, en komi til slíks ber sjúklingur allan þann kostnað og þá án kostnaðarþáttöku hins opinbera. Hin leiðin er að leggja á komugjald til að dekka annan kostnað, svo sem rekstur húsnæðis, móttöku o.s.frv. Aftur skal ítrekað að komugjöld falla ekki undir kostnaðarþátttöku hins opinbera og er því hreint út sagt um falda skattheimtu að ræða sem hvergi kemur fram sem kostnaður almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Efist einhver um alvarleika málsins má benda á nýlegt dæmi af öryrkja sem fór í ristils- og magaspeglun. Aðgerðin sem slík er ekki gefins, en vegna örorkumats greiddi þessi aðili rétt yfir 3000 krónur. Reikningur fyrir komugjöldum reyndist þó öllu hærri eða 18.000 krónur! Reyndar fékkst afsláttur því verið var að rukka komugjöld fyrir sitt hvora speglunina. Annars hefði upphæðin skriðið yfir í þriðja tugþúsundið. ÖBÍ kynnti í fyrra úttekt fyrir árið 2020 á umfangi komugjalda í heilbrigðiskerfinu. Niðurstaðan var 1,7 milljarður. Þetta er hreint og beint falinn kostnaður sem lendir á landsmönnum óháð fjárhag hvers og eins. Færa má sterk rök fyrir að stór hópur öryrkja, sem þurfi eðli máls samkvæmt að sækja sér og sínum meiri þjónustu en gengur og gerist, beri hér margfalda byrði. Eins gefur augaleið að efnaminna fólk samfélagsins hreinlega veigri sér við að sækja lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Um síðustu áramót hækkuðu svo komugjöld um 40%-50% og þar með nálgast árlegur kostnaður 3,4 milljarða. Til að bæta gráu ofan á svart sáust hækkanir á miðju sumri sem tekur þá tölu yfir 5 milljarða. Segi og skrifa yfir fimm þúsund milljónir krónan af falinni skattheimtu. Þegar málið var borið undir ráðuneyti heilbrigðismála á liðnu sumri var svarið að án gildandi samnings SÍ og þessara fagstétta hefði ráðuneytið enga beina lagalega aðkomu hvað komugjöld varðar. Fyrir skömmu hittum við fulltrúar ÖBÍ forstóra SÍ, sem kvaðst aldeilis reiðubúin til samninga, svo fremi sem slíkt væri á forsendum gildandi fjárlaga. Vandinn væri bara að fagstéttirnar vilji ekki ræða málin. Fulltrúi sérgreinalækna hafði aðra sögu að segja. Læknafélag Reykjavíkur hefði lagt fram ítarlega greinargerð byggða á klínískum forsendum ásamt öðrum gögnum, en þegar kom að fundi með SÍ tók við tveggja tíma einræða sem ekki leiddi til neins. Saga sjúkraþjálfara er á sama veg. Hvar er litla gula hænan þegar allir segja nei, því hér þarf að taka af skarið ekki seinna en strax? Og nei, í þessu tilfelli er strax ekki teygjanlegt hugtak. Málið snýst að mestu um pólitískt val og fjármagn. Til lausnar þarf aðkomu ráherra heilbrigðismála og stjórnvalda ásamt fjárveitingarvaldinu. Til að ýta eftir viðbrögðum stendur Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál til pallborðsumræðu miðvikudaginn 23. nóvember á Grand Hótel kl. 13:00. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mun ávarpa gesti. Næst fylgja stutt erindi frá fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands, Læknafélags Reykjavíkur, Félagi sjúkraþjálfara og ÖBÍ. Seinni hluti felst svo í pallborðsumræðum undir skeleggri stjórn Sigmundar Ernis, fréttamanns með meiru. Verið velkomin. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Heilbrigðismál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa samningar Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna annars vegar og hins vegar sjúkraþjálfara ekki verið endurnýjaðir. Í fyrstu mátti ætla að kostnaðarliðir yrðu áfram uppfærðir samkvæmt verðlagsleiðréttingum, en svo hefur þó ekki verið raunin um langa hríð. Á meðan er þessum heilbrigðisstéttum greinilega ætlað að vinna eftir löngu úreltri gjaldskrá og mæta sínum aukna rekstrarkostnaði eftir öðrum leiðum. Það gerist helst með tvennum hætti. Þjónustuaðili getur ákveðið hærra tímagjald vegna vinnu læknis eða sjúkraþjálfara. Sumir reyna að forðast þetta fram í lengstu lög, en komi til slíks ber sjúklingur allan þann kostnað og þá án kostnaðarþáttöku hins opinbera. Hin leiðin er að leggja á komugjald til að dekka annan kostnað, svo sem rekstur húsnæðis, móttöku o.s.frv. Aftur skal ítrekað að komugjöld falla ekki undir kostnaðarþátttöku hins opinbera og er því hreint út sagt um falda skattheimtu að ræða sem hvergi kemur fram sem kostnaður almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Efist einhver um alvarleika málsins má benda á nýlegt dæmi af öryrkja sem fór í ristils- og magaspeglun. Aðgerðin sem slík er ekki gefins, en vegna örorkumats greiddi þessi aðili rétt yfir 3000 krónur. Reikningur fyrir komugjöldum reyndist þó öllu hærri eða 18.000 krónur! Reyndar fékkst afsláttur því verið var að rukka komugjöld fyrir sitt hvora speglunina. Annars hefði upphæðin skriðið yfir í þriðja tugþúsundið. ÖBÍ kynnti í fyrra úttekt fyrir árið 2020 á umfangi komugjalda í heilbrigðiskerfinu. Niðurstaðan var 1,7 milljarður. Þetta er hreint og beint falinn kostnaður sem lendir á landsmönnum óháð fjárhag hvers og eins. Færa má sterk rök fyrir að stór hópur öryrkja, sem þurfi eðli máls samkvæmt að sækja sér og sínum meiri þjónustu en gengur og gerist, beri hér margfalda byrði. Eins gefur augaleið að efnaminna fólk samfélagsins hreinlega veigri sér við að sækja lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Um síðustu áramót hækkuðu svo komugjöld um 40%-50% og þar með nálgast árlegur kostnaður 3,4 milljarða. Til að bæta gráu ofan á svart sáust hækkanir á miðju sumri sem tekur þá tölu yfir 5 milljarða. Segi og skrifa yfir fimm þúsund milljónir krónan af falinni skattheimtu. Þegar málið var borið undir ráðuneyti heilbrigðismála á liðnu sumri var svarið að án gildandi samnings SÍ og þessara fagstétta hefði ráðuneytið enga beina lagalega aðkomu hvað komugjöld varðar. Fyrir skömmu hittum við fulltrúar ÖBÍ forstóra SÍ, sem kvaðst aldeilis reiðubúin til samninga, svo fremi sem slíkt væri á forsendum gildandi fjárlaga. Vandinn væri bara að fagstéttirnar vilji ekki ræða málin. Fulltrúi sérgreinalækna hafði aðra sögu að segja. Læknafélag Reykjavíkur hefði lagt fram ítarlega greinargerð byggða á klínískum forsendum ásamt öðrum gögnum, en þegar kom að fundi með SÍ tók við tveggja tíma einræða sem ekki leiddi til neins. Saga sjúkraþjálfara er á sama veg. Hvar er litla gula hænan þegar allir segja nei, því hér þarf að taka af skarið ekki seinna en strax? Og nei, í þessu tilfelli er strax ekki teygjanlegt hugtak. Málið snýst að mestu um pólitískt val og fjármagn. Til lausnar þarf aðkomu ráherra heilbrigðismála og stjórnvalda ásamt fjárveitingarvaldinu. Til að ýta eftir viðbrögðum stendur Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál til pallborðsumræðu miðvikudaginn 23. nóvember á Grand Hótel kl. 13:00. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mun ávarpa gesti. Næst fylgja stutt erindi frá fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands, Læknafélags Reykjavíkur, Félagi sjúkraþjálfara og ÖBÍ. Seinni hluti felst svo í pallborðsumræðum undir skeleggri stjórn Sigmundar Ernis, fréttamanns með meiru. Verið velkomin. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun