Kínverjar minnka losun en toppnum enn ekki náð Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2022 12:13 Kolafarmurinn. Prammar drekkhlaðnir kolum á stóra skipaskurðinum við Yangzhou í Kína. Vísir/EPA Losun gróðurhúsalofttegunda í Kína hefur dregist saman frá því í fyrra en ekki er útlit fyrir að hún hafi enn náð hámarki sínu. Niðurstaða nýrrar rannsóknar er að núverandi stefna kommúnistastjórnarinnar samræmist ekki að fullu loftslagsmarkmiðum hennar. Samdráttur á milli ára nú virðist ætla að vera tímabundinn en hann má rekja til harðrar stefnu stjórnvalda til þess að hemja kórónveirufaraldurinn. Íbúar í Sjanghæ hafa meðal annars búið við strangar samkomutakmarkanir í meira en tvo mánuði á þessu ári. Áætlað hefur verið að losunin dragist saman um 0,9 prósent á milli ára. Kína hefur náð eftirtektarverðum árangri í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa og rafbíla en síðri hvað varðar kolaorkuver og járn- og stálverksmiðjur samkvæmt skýrslu Orku- og loftgæðarannsóknarmiðstöðvarinnar (CREA) í Helsinki. Hún byggir á gögnum um losun og viðtölum við á þriðja tug kínverska orkusérfræðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árangur Kínverja í loftslagsmálum skiptir heimsbyggðina sköpum. Þeir eru stærstu losendur heims um þessar mundir og standa fyrir um þriðjungi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Eftirspurn eftir orku, fyrst og fremst vegna vaxtar í þungaiðnaði, er sögð aukast of mikið til þess að Kínverjar geti náð loftslagsmarkmiðum sínum. Kínversk stjórnvöld stefna að því að losun þar nái hámarki árið 2030 og er búist við því að þau nái því auðveldlega. Losunin gæti hins vegar aukist verulega þangað til. Þannig er enn verið að reisa fjölda kolaorkuvera og aðra orkufreka innviði til þess að renna traustari stoðum undir orkuöryggi og efnahagslegan stöðugleika. Eftir því sem losunartoppurinn hækkar verður erfiðara fyrir Kínverja að ná öðru markmiði sínu um kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. CREA segir það lykilatriði að Kínverjar nái ekki aðeins markmiðum sínum heldur geri töluvert betur ef ætlunin er að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Kína Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Samdráttur á milli ára nú virðist ætla að vera tímabundinn en hann má rekja til harðrar stefnu stjórnvalda til þess að hemja kórónveirufaraldurinn. Íbúar í Sjanghæ hafa meðal annars búið við strangar samkomutakmarkanir í meira en tvo mánuði á þessu ári. Áætlað hefur verið að losunin dragist saman um 0,9 prósent á milli ára. Kína hefur náð eftirtektarverðum árangri í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa og rafbíla en síðri hvað varðar kolaorkuver og járn- og stálverksmiðjur samkvæmt skýrslu Orku- og loftgæðarannsóknarmiðstöðvarinnar (CREA) í Helsinki. Hún byggir á gögnum um losun og viðtölum við á þriðja tug kínverska orkusérfræðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árangur Kínverja í loftslagsmálum skiptir heimsbyggðina sköpum. Þeir eru stærstu losendur heims um þessar mundir og standa fyrir um þriðjungi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Eftirspurn eftir orku, fyrst og fremst vegna vaxtar í þungaiðnaði, er sögð aukast of mikið til þess að Kínverjar geti náð loftslagsmarkmiðum sínum. Kínversk stjórnvöld stefna að því að losun þar nái hámarki árið 2030 og er búist við því að þau nái því auðveldlega. Losunin gæti hins vegar aukist verulega þangað til. Þannig er enn verið að reisa fjölda kolaorkuvera og aðra orkufreka innviði til þess að renna traustari stoðum undir orkuöryggi og efnahagslegan stöðugleika. Eftir því sem losunartoppurinn hækkar verður erfiðara fyrir Kínverja að ná öðru markmiði sínu um kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. CREA segir það lykilatriði að Kínverjar nái ekki aðeins markmiðum sínum heldur geri töluvert betur ef ætlunin er að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga.
Kína Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira