Lífið

Ómögulegt að keppa við Sylvíu Nótt: „Vorum eiginlega bara að keppa um annað sætið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Regína Ósk er mikið Eurovision-nörd. 
Regína Ósk er mikið Eurovision-nörd.  vísir/vilhelm

Hún hefur verið ein vinsælasta söngkona landsins í að verða tuttugu ár. Hún er mikið Eurovision-nörd og tekið þátt fyrir Íslands hönd í keppninni sjálfri. Mikið fyrir hreyfingu, er trúuð og mikil fjölskyldukona. Regína Ósk Óskarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Regína Ósk tók þátt í Söngvakeppninni árið 2006 og var ein af þeim sem keppti gegn Ágústu Evu sem Sylvía Nótt. Sylvía slátraði í raun undankeppninni og var langsigurstranglegust allt ferlið.

Regína segir að það hafi verið nokkuð erfitt að taka þátt í keppninni þarna en hún hafi samt þarna fyrst vakið athygli hér á landi. Hún flutti þá lagið Þér við hlið.

„Ég tapaði þarna fyrir Sylvíu Nótt og það var svolítið áberandi keppni,“ segir Regína og heldur áfram.

„Fólk hafði mjög sterkar skoðanir á þessu. Þeir sem elskuðu Sylvíu Nótt voru auðvitað ofboðslega glaðir. En þeir sem vildu fá mig voru alveg brjálaðir. Ég segi alltaf þegar fólk segir við mig að ég hefði komist miklu lengra að ég mun allavega alltaf njóta vafans. Þetta var samt enginn keppni og við vissum það öll sem vorum í þessari keppni, að við vorum eiginlega bara að keppa um annað sætið.“

Hér að neðan má sjá þáttinn en umræðan um þátttöku Regínu í Söngvakeppninni 2006 hefst þegar þrjár mínútur eru liðnar af þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.