Veitingamenn óttast að launakröfur ríði bransanum á slig Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2022 11:19 Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir að í veitingageiranum séu menn milli vonar og ótta, í raun skelfingu lostnir því ef kröfur stéttarfélaganna gangi eftir muni margir þeirra verða að snúa sér að öðru. vísir/vilhelm/aðsend Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT), segir ískyggilegar horfur í greininni ef kröfur verkalýðshreyfinganna Eflingar og Matvís gangi eftir. Jafnvel svo að þær muni ríða geiranum á slig verði sú niðurstaðan að þær gangi eftir. „Já, það má segja það. Í það minnsta fyrirtækin að öllum líkindum til að draga úr opnunartíma og framboði auk þess leitast eftir enn frekari sjálfvirknivæðingu, veitingageirinn mun taka miklum breytingum ef kröfur stéttafélaganna fá fram að ganga,“ segir Aðalgeir í samtali við Vísi. Krefjast þess að fá sæti við samningaborðið Framkvæmdastjórinn rekur að sú þróun geti leitt til fákeppni á markaði, færri störf og skert framboð. „Sem mun hafa mikil árif á aðdráttarafl, menningu og samkeppnishæfni Íslands. Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál og aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum er óumflýjanleg, það er hægt að bæta kjör á ýmsa aðra vegu en hækka að laun.“ SVEIT hljóti því að kalla eftir sæti við samningsborðið og sérsaumuðum kjarasamningi fyrir fyrirtæki á veitingamarkaði. Aðalgeir vill halda því til haga að hagsmunasamtök atvinnurekanda og verkalýðsfélög eigi mun meira sameiginlegt en sú umræða sem skapast í kringum kjaraviðræður gefur til kynna þegar þessum aðilum er þá iðulega stillt upp í andstæðar fylkingar. En vinnumarkaðurinn sjái sér sannarlega engan hag í því af því að ráðstöfunartekjur láglaunafólks séu undir framfærsluviðmiðum. Sérstaða greinarinnar Aðalgeir segir jafnframt að SVEIT hafi unnið að, ítrekað hvatt til og í raun talið nauðsynlegt að jaðargreinar, hvað varðar vinnutíma eins og veitingaþjónusta, fái sérkjarasamninga sem taka mið af sérstöðu greinarinnar. Hann hefur tekið saman lista yfir það sem telst sérstaða greinarinnar: 65% launa fyrir utan dagvinnu, þar af eru 41% launa greidd með 45% álagi 75-80% starfsfólks er í hlutastörfum samanborið 22% á almennum markaði 65% starfsfólks er undir 25 ára samanborið við 18% á almennum markaði 50% starfsfólks hefur minna en eins árs starfsreynslu Aðalgeir segir lífskjarasamninginn síðasta hafa verið tímamótasamning. Í honum fólust háar krónutöluhækkanir, minni vinnuskylda, meiri frítími og sveigjanleiki fyrir launþega auk hagvaxtarauka sem eru kannski þau atriði sem standa þar upp úr. „Sá samningur hefur skilað góðum árangri til launafólks en, því miður, hefur þróun markaðsumhverfis nýverið haft neikvæð áhrif á kaupátt launa en hækkun launa síðastliðna 12 mánaða í veitinga- og gististaði er töluvert hærri en áhrif verðbólgu, sem hæðst náði 9,9% í júlí á þessu ári og hefur farið lækkandi á meðan laun í greininni hafa hækkað um 13% á síðustu 12 mánuðum.“ Margir muni óhjákvæmilega leggja upp laupana Aðalgeir og þau hjá SVEIT segja vert að vernda þurfi þann góða árangur lífskjarasamningsins en óraunhæfar kröfur geta grafið undan honum. „Einkum og sér í lagi ef ekki er tekið mið af rekstarafyrirkomulagi mismunandi atvinnugreina. Það eru reyndar rétt tæplega 200 kjarasamningar á hinum almenna markaði hér á landi en hvers vegna ekki fyrir veitingaþjónustu?“ spyr Aðalgeir. Hann segir að samkvæmt Hagstofu Íslands og Hagfræðideild Landsbankans, ef litið er til síðustu 12 mánaða, hafi laun hækkað langmest hjá þeim sem starfa í gisti- og veitingarekstri, um 13 prósent. Að sögn Aðalgeirs hafa laun hækkað mest í veitingageiranum sé horft til síðustu 12 mánaða.hagstofan Aðalgeir segir að ef kröfur stéttarfélaganna í núverandi samningalotu gangi eftir og ekki sé horft til þeirra sem starfa megnið af sínum vinnutíma utan hefðbundinnar dagvinnu í komandi kjarasamningum verði það þungbært fyrir marga í greininni og gæti hreinlega leitt til þess að þeir leggi upp laupana. Greinin skapar 12 þúsund störf á ári „Veitingaþjónusta á Íslandi er fjölbreytt, skapar allt að 12.000 störf á ári, er hornsteinn menningar og aðdráttarafls og eykur samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Grein sem enn er að ná vopnum sínum eftir heimsfaraldur. Í þeirri enduruppbyggingu taka við gegndarlausar verðhækkanir hrávöru, hækkanir opinberra gjalda, „stuðningslána“ og allt stefnir í óhagstæða kjarasamninga. Að sögn Aðalgeirs liggja fyrir kröfur frá Marvís og Eflingu, sem eru þau stéttarfélög sem greinin reiðir sig á. Krónutöluhækkanir hafi reynst vel til að auka kaupmátt lægstu launa, opinber kjaratölfræði og niðurstöður lífskjarasamnings renna stoðum þar undir. „Þetta er jákvætt og þróun sem SVEIT vill heilshugar vera hluti af, það er að segja að hækka lægstu launin. Efling fer fram á þrjár árlegar hækkanir mánaðarlauna á samningstímanum auk sérstakrar framfærsluuppbótar. Horfum fram á veginn og tökum saman áhrif krónutöluhækkana úr körfugerð Eflingar fyrir störf í veitingaþjónustu. Ég hef sett upp töfluna (sem sjá má hér að neðar). Miðað er við byrjunarlaun, lágmarksreynslu og opinber gjöld séu 35%: Veitingamenn eru búnir að reikna sig niður á að þessi verði niðurstaðan ef fram fer sem horfir. Það sem gleymist iðulega í umræðunni um annars hina ágætu krónutöluhækkun eru áhrif hennar á vaktaálag en eins og fram hefur komið eru 65% launa í veitingaþjónustu greidd með slíku álagi sem er prósentuhlutfall af dagvinnu,“ segir Aðalgeir jafnframt. Næturlíf Veitingastaðir Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Segir millitekjufólk í vandræðum Formaður Starfsgreinasambandsins segir kröfugerð Eflingar raunhæfa og vel unna. Nauðsynlegt væri að ná fram krónutöluhækkun enda hafi framfærslukostnaður launafólks hækkað svo gríðarlega að nú væri millitekjufólk að berjast í bökkum. 1. nóvember 2022 13:16 Engin ástæða til gífuryrða strax Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir leitt að heyra ummæli formanns VR um að hugmyndir vinnuveitenda við kjarasamningsborðið séu allt að því niðurlægjandi. Engin ástæða sé til gífuryrða strax. 14. nóvember 2022 19:31 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Jafnvel svo að þær muni ríða geiranum á slig verði sú niðurstaðan að þær gangi eftir. „Já, það má segja það. Í það minnsta fyrirtækin að öllum líkindum til að draga úr opnunartíma og framboði auk þess leitast eftir enn frekari sjálfvirknivæðingu, veitingageirinn mun taka miklum breytingum ef kröfur stéttafélaganna fá fram að ganga,“ segir Aðalgeir í samtali við Vísi. Krefjast þess að fá sæti við samningaborðið Framkvæmdastjórinn rekur að sú þróun geti leitt til fákeppni á markaði, færri störf og skert framboð. „Sem mun hafa mikil árif á aðdráttarafl, menningu og samkeppnishæfni Íslands. Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál og aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum er óumflýjanleg, það er hægt að bæta kjör á ýmsa aðra vegu en hækka að laun.“ SVEIT hljóti því að kalla eftir sæti við samningsborðið og sérsaumuðum kjarasamningi fyrir fyrirtæki á veitingamarkaði. Aðalgeir vill halda því til haga að hagsmunasamtök atvinnurekanda og verkalýðsfélög eigi mun meira sameiginlegt en sú umræða sem skapast í kringum kjaraviðræður gefur til kynna þegar þessum aðilum er þá iðulega stillt upp í andstæðar fylkingar. En vinnumarkaðurinn sjái sér sannarlega engan hag í því af því að ráðstöfunartekjur láglaunafólks séu undir framfærsluviðmiðum. Sérstaða greinarinnar Aðalgeir segir jafnframt að SVEIT hafi unnið að, ítrekað hvatt til og í raun talið nauðsynlegt að jaðargreinar, hvað varðar vinnutíma eins og veitingaþjónusta, fái sérkjarasamninga sem taka mið af sérstöðu greinarinnar. Hann hefur tekið saman lista yfir það sem telst sérstaða greinarinnar: 65% launa fyrir utan dagvinnu, þar af eru 41% launa greidd með 45% álagi 75-80% starfsfólks er í hlutastörfum samanborið 22% á almennum markaði 65% starfsfólks er undir 25 ára samanborið við 18% á almennum markaði 50% starfsfólks hefur minna en eins árs starfsreynslu Aðalgeir segir lífskjarasamninginn síðasta hafa verið tímamótasamning. Í honum fólust háar krónutöluhækkanir, minni vinnuskylda, meiri frítími og sveigjanleiki fyrir launþega auk hagvaxtarauka sem eru kannski þau atriði sem standa þar upp úr. „Sá samningur hefur skilað góðum árangri til launafólks en, því miður, hefur þróun markaðsumhverfis nýverið haft neikvæð áhrif á kaupátt launa en hækkun launa síðastliðna 12 mánaða í veitinga- og gististaði er töluvert hærri en áhrif verðbólgu, sem hæðst náði 9,9% í júlí á þessu ári og hefur farið lækkandi á meðan laun í greininni hafa hækkað um 13% á síðustu 12 mánuðum.“ Margir muni óhjákvæmilega leggja upp laupana Aðalgeir og þau hjá SVEIT segja vert að vernda þurfi þann góða árangur lífskjarasamningsins en óraunhæfar kröfur geta grafið undan honum. „Einkum og sér í lagi ef ekki er tekið mið af rekstarafyrirkomulagi mismunandi atvinnugreina. Það eru reyndar rétt tæplega 200 kjarasamningar á hinum almenna markaði hér á landi en hvers vegna ekki fyrir veitingaþjónustu?“ spyr Aðalgeir. Hann segir að samkvæmt Hagstofu Íslands og Hagfræðideild Landsbankans, ef litið er til síðustu 12 mánaða, hafi laun hækkað langmest hjá þeim sem starfa í gisti- og veitingarekstri, um 13 prósent. Að sögn Aðalgeirs hafa laun hækkað mest í veitingageiranum sé horft til síðustu 12 mánaða.hagstofan Aðalgeir segir að ef kröfur stéttarfélaganna í núverandi samningalotu gangi eftir og ekki sé horft til þeirra sem starfa megnið af sínum vinnutíma utan hefðbundinnar dagvinnu í komandi kjarasamningum verði það þungbært fyrir marga í greininni og gæti hreinlega leitt til þess að þeir leggi upp laupana. Greinin skapar 12 þúsund störf á ári „Veitingaþjónusta á Íslandi er fjölbreytt, skapar allt að 12.000 störf á ári, er hornsteinn menningar og aðdráttarafls og eykur samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Grein sem enn er að ná vopnum sínum eftir heimsfaraldur. Í þeirri enduruppbyggingu taka við gegndarlausar verðhækkanir hrávöru, hækkanir opinberra gjalda, „stuðningslána“ og allt stefnir í óhagstæða kjarasamninga. Að sögn Aðalgeirs liggja fyrir kröfur frá Marvís og Eflingu, sem eru þau stéttarfélög sem greinin reiðir sig á. Krónutöluhækkanir hafi reynst vel til að auka kaupmátt lægstu launa, opinber kjaratölfræði og niðurstöður lífskjarasamnings renna stoðum þar undir. „Þetta er jákvætt og þróun sem SVEIT vill heilshugar vera hluti af, það er að segja að hækka lægstu launin. Efling fer fram á þrjár árlegar hækkanir mánaðarlauna á samningstímanum auk sérstakrar framfærsluuppbótar. Horfum fram á veginn og tökum saman áhrif krónutöluhækkana úr körfugerð Eflingar fyrir störf í veitingaþjónustu. Ég hef sett upp töfluna (sem sjá má hér að neðar). Miðað er við byrjunarlaun, lágmarksreynslu og opinber gjöld séu 35%: Veitingamenn eru búnir að reikna sig niður á að þessi verði niðurstaðan ef fram fer sem horfir. Það sem gleymist iðulega í umræðunni um annars hina ágætu krónutöluhækkun eru áhrif hennar á vaktaálag en eins og fram hefur komið eru 65% launa í veitingaþjónustu greidd með slíku álagi sem er prósentuhlutfall af dagvinnu,“ segir Aðalgeir jafnframt.
Næturlíf Veitingastaðir Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Segir millitekjufólk í vandræðum Formaður Starfsgreinasambandsins segir kröfugerð Eflingar raunhæfa og vel unna. Nauðsynlegt væri að ná fram krónutöluhækkun enda hafi framfærslukostnaður launafólks hækkað svo gríðarlega að nú væri millitekjufólk að berjast í bökkum. 1. nóvember 2022 13:16 Engin ástæða til gífuryrða strax Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir leitt að heyra ummæli formanns VR um að hugmyndir vinnuveitenda við kjarasamningsborðið séu allt að því niðurlægjandi. Engin ástæða sé til gífuryrða strax. 14. nóvember 2022 19:31 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Segir millitekjufólk í vandræðum Formaður Starfsgreinasambandsins segir kröfugerð Eflingar raunhæfa og vel unna. Nauðsynlegt væri að ná fram krónutöluhækkun enda hafi framfærslukostnaður launafólks hækkað svo gríðarlega að nú væri millitekjufólk að berjast í bökkum. 1. nóvember 2022 13:16
Engin ástæða til gífuryrða strax Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir leitt að heyra ummæli formanns VR um að hugmyndir vinnuveitenda við kjarasamningsborðið séu allt að því niðurlægjandi. Engin ástæða sé til gífuryrða strax. 14. nóvember 2022 19:31