Neyðarástand í fangelsismálum og umhverfi hættulegt fangavörðum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 22. nóvember 2022 23:30 Björn Leví sagði á Alþingi í dag að fangelsismál væru í ólestri. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir fangelsismálin í algjörum ólestri og lýsir yfir neyðarástandi í málaflokknum. Dómsmálaráðherra segir ástandið alvarlegt. Gríðarlegt álag sé á fangelsin, samanborið við fyrri ár, sem skapi ófyrirséðan kostnað. Rætt var við Björn Leví Gunnarsson þingmann Pírata og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Björn Leví sagði á Alþingi í dag að hann hafi beðið um gögn sem dómsmálaráðuneytið sendi fjármálaráðuneytinu vegna fjármálaáætlunar fyrri ára. Viðbrögðin hafi verið ótrúleg; gögnin væru trúnarðamál að beiðni fjármálaráðuneytisins. „Við fengum mjög alvarlegar ábendingar á fundi fjárlaganefndar í gær frá dómsmálaráðuneytinu og fangelsismálastofnun sem lýsti í raun skerðingu fanga, neyðarástandi í rauninni, eins og það var orðað og hættulegu umhverfi fyrir fangaverði til dæmis. Þetta er í kjölfarið á að það vantar 120 milljónir í fjárauka sem að dómsmálaráðherra hefur verið neitað um, það vantar 200 milljónir í fjárlög fyrir næsta ár og það er bara til að viðhalda sama ástandi og er – ekki byggja upp meira fyrir félagsaðstoð og betrun, sem við myndum vilja sjá í fangelsunum,“ segir Björn Leví. „Ætti ekki að koma Birni á óvart“ Aðspurður segir dómsmálaráðherra að verið sé að grípa til aðgerða í málaflokknum. „Ástandið er alvarlegt og það ætti ekki að koma Birni á óvart frekar en öðrum af því ég hef ávarpað það nokkrum sinnum á þessu ári. Það er ekki rétt að það sé búið að neita mér um 120 milljónir í fjáraukanum núna, það einmitt er tekið mjög vel í þá beiðni mína og ég geri ráð fyrir því að þær breytingartillögur, ásamt öðrum auknum framlögum á fjárlögum næsta árs munu koma til fangelsismála,“ segir Jón. Dómsmálaráðherra bætir við að tillaga hans til fjármálaráðherra komi líklega fram við aðra umferð fjárlagaumræðunnar. Tölur sem aldrei hafa sést Jón bætir við að álagið sé miklu meira á fangelsum nú heldur en í fyrra. Það hafi skapað gríðarlega mikinn kostnað – enda ófyrirséð. „Við höfum séð hér upp í 60 manns í gæsluvarðhaldi í dag. 40 manns er algeng tala á þessu ári og þar af 20 manns á Suðurnesjum um langan tíma. Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, til að mynda í gæsluvarðhaldi. Síðan erum við með lengingu brota, það er að segja dómar eru lengri en þeir voru. Þegar þetta safnast allt saman þá eykur það álagið og við þurfum auðvitað að horfa til framtíðarlausna í fangelsismálum eins og ég hef ítrekað komið fram á og boðað breytingar í því,“ bætir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra við. Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47 Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41 Lögreglan kalli ekki eftir rafbyssum dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Sjá meira
Rætt var við Björn Leví Gunnarsson þingmann Pírata og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Björn Leví sagði á Alþingi í dag að hann hafi beðið um gögn sem dómsmálaráðuneytið sendi fjármálaráðuneytinu vegna fjármálaáætlunar fyrri ára. Viðbrögðin hafi verið ótrúleg; gögnin væru trúnarðamál að beiðni fjármálaráðuneytisins. „Við fengum mjög alvarlegar ábendingar á fundi fjárlaganefndar í gær frá dómsmálaráðuneytinu og fangelsismálastofnun sem lýsti í raun skerðingu fanga, neyðarástandi í rauninni, eins og það var orðað og hættulegu umhverfi fyrir fangaverði til dæmis. Þetta er í kjölfarið á að það vantar 120 milljónir í fjárauka sem að dómsmálaráðherra hefur verið neitað um, það vantar 200 milljónir í fjárlög fyrir næsta ár og það er bara til að viðhalda sama ástandi og er – ekki byggja upp meira fyrir félagsaðstoð og betrun, sem við myndum vilja sjá í fangelsunum,“ segir Björn Leví. „Ætti ekki að koma Birni á óvart“ Aðspurður segir dómsmálaráðherra að verið sé að grípa til aðgerða í málaflokknum. „Ástandið er alvarlegt og það ætti ekki að koma Birni á óvart frekar en öðrum af því ég hef ávarpað það nokkrum sinnum á þessu ári. Það er ekki rétt að það sé búið að neita mér um 120 milljónir í fjáraukanum núna, það einmitt er tekið mjög vel í þá beiðni mína og ég geri ráð fyrir því að þær breytingartillögur, ásamt öðrum auknum framlögum á fjárlögum næsta árs munu koma til fangelsismála,“ segir Jón. Dómsmálaráðherra bætir við að tillaga hans til fjármálaráðherra komi líklega fram við aðra umferð fjárlagaumræðunnar. Tölur sem aldrei hafa sést Jón bætir við að álagið sé miklu meira á fangelsum nú heldur en í fyrra. Það hafi skapað gríðarlega mikinn kostnað – enda ófyrirséð. „Við höfum séð hér upp í 60 manns í gæsluvarðhaldi í dag. 40 manns er algeng tala á þessu ári og þar af 20 manns á Suðurnesjum um langan tíma. Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, til að mynda í gæsluvarðhaldi. Síðan erum við með lengingu brota, það er að segja dómar eru lengri en þeir voru. Þegar þetta safnast allt saman þá eykur það álagið og við þurfum auðvitað að horfa til framtíðarlausna í fangelsismálum eins og ég hef ítrekað komið fram á og boðað breytingar í því,“ bætir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra við.
Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47 Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41 Lögreglan kalli ekki eftir rafbyssum dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Sjá meira
Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47
Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41
Lögreglan kalli ekki eftir rafbyssum dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08