Gerðu sér vonir um að spila um verðlaun ef allt gengi upp en unnu svo mótið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2022 10:00 Norska liðið fagnar eftir sigurinn á því danska, 27-25, í úrslitaleik EM. epa/ANTONIO BAT Þórir Hergeirsson gerði sér vonir um að norska kvennalandsliðið í handbolta myndi spila um verðlaun á EM í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi enda höfðu fjórir lykilmenn helst úr lestinni frá síðasta stórmóti, HM 2022. Noregur stóð uppi sem sigurvegari á EM sem lauk á sunnudaginn. Þetta var í níunda sinn sem norska liðið verður Evrópumeistari og í fimmta sinn undir stjórn Þóris. Norðmenn urðu heimsmeistarar á Spáni í fyrra en fjórir lykilmenn úr því liði voru ekki með á EM. Veronica Christiansen var meidd og Kari Brattsett Dale, Camilla Herren og Sanna Solberg-Isaksen barnshafandi. Sjö nýliðar voru í norska liðinu sem varð Evrópumeistari.epa/ANTONIO BAT „Óneitanlega fórum við inn í mótið með meira spurningarmerki. En við vorum með mjög mikilvæga leikmenn með okkur, meðal annars tvo bestu markverðina; Katharine Lunde og Silje Solberg. Síðan voru við með okkar bestu sóknarmenn í Noru Mörk, Stine Oftedal og Henny Reistad,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. „Svo þurftum við að endurbyggja varnarleikinn og fá leikmenn sem hafa verið á nokkrum mótum en ekki í stóru hlutverki. Þær þurftu að stíga upp. Svo vorum við með sjö nýliða í hópnum. Og það er alltaf spurning hvernig nýir leikmenn tækla þetta og hversu góðir þeir eldri eru að fá þessa yngri með sér. Við höfðum væntingar um, ef allt gengi upp, að spila um verðlaun. Það var markmið.“ Klippa: Þórir hafði hóflegar væntingar Góður taktur var í norska liðinu frá fyrsta leik og nýju mennirnir komu vel inn í það. „Svo gekk þetta bara nokkuð vel. Þær sem drógu vagninn og þessar reyndu gerðu það mjög vel. Svo voru þessar nýju sem hoppuðu út í djúpu laugina og gerðu það mjög vel.“ Þórir segir hægara sagt en gert að komast í norska liðið. Þó sé reynt að gera allt sem mögulegt er til að undirbúa leikmenn fyrir það. „Það er mjög erfitt að slá sig inn í þetta lið því þar eru leikmenn á heimsmælikvarða. En við erum með gott kerfi í þessu. Okkur finnst við fá mjög mikið út úr vinnunni með yngri landsliðin og þar hugsum við mest um að þróa leikmenn og gera þær sjálfstæðar,“ sagði Þórir. Að hans sögn er það innprentað í unga leikmenn að þeir séu ábyrgir fyrir eigin velgengni. „Þeir þurfa að taka ábyrgð á því ferðalagi sem það er að verða A-landsliðsmaður í norsku liði sem hefur alltaf þá kvöð á sér að vinna til verðlauna.“ Noregur hefur unnið til fjórtán verðlauna á stórmótum undir stjórn Þóris Hergeirssonar.epa/ANTONIO BAT Norðmenn eru líka með „rekrutt“ landslið, eins B-landslið eða þróunarlandslið sem Þórir segir að gegni mikilvægu hlutverki í þróun ungra leikmanna. „Leikmenn fara þangað inn eftir að þeir eru búnir í yngri landsliðunum. Þar erum við að reyna að móta leikmenn þar og undirbúa þá fyrir að koma inn í A-landsliðið. Mér finnst það hafa komið vel út. Þær stelpur sem hafa verið í rekrutt landsliðinu síðustu ár hafa tekið góð skref inn í A-landsliðið,“ sagði Þórir. EM kvenna í handbolta 2022 Norski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira
Noregur stóð uppi sem sigurvegari á EM sem lauk á sunnudaginn. Þetta var í níunda sinn sem norska liðið verður Evrópumeistari og í fimmta sinn undir stjórn Þóris. Norðmenn urðu heimsmeistarar á Spáni í fyrra en fjórir lykilmenn úr því liði voru ekki með á EM. Veronica Christiansen var meidd og Kari Brattsett Dale, Camilla Herren og Sanna Solberg-Isaksen barnshafandi. Sjö nýliðar voru í norska liðinu sem varð Evrópumeistari.epa/ANTONIO BAT „Óneitanlega fórum við inn í mótið með meira spurningarmerki. En við vorum með mjög mikilvæga leikmenn með okkur, meðal annars tvo bestu markverðina; Katharine Lunde og Silje Solberg. Síðan voru við með okkar bestu sóknarmenn í Noru Mörk, Stine Oftedal og Henny Reistad,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. „Svo þurftum við að endurbyggja varnarleikinn og fá leikmenn sem hafa verið á nokkrum mótum en ekki í stóru hlutverki. Þær þurftu að stíga upp. Svo vorum við með sjö nýliða í hópnum. Og það er alltaf spurning hvernig nýir leikmenn tækla þetta og hversu góðir þeir eldri eru að fá þessa yngri með sér. Við höfðum væntingar um, ef allt gengi upp, að spila um verðlaun. Það var markmið.“ Klippa: Þórir hafði hóflegar væntingar Góður taktur var í norska liðinu frá fyrsta leik og nýju mennirnir komu vel inn í það. „Svo gekk þetta bara nokkuð vel. Þær sem drógu vagninn og þessar reyndu gerðu það mjög vel. Svo voru þessar nýju sem hoppuðu út í djúpu laugina og gerðu það mjög vel.“ Þórir segir hægara sagt en gert að komast í norska liðið. Þó sé reynt að gera allt sem mögulegt er til að undirbúa leikmenn fyrir það. „Það er mjög erfitt að slá sig inn í þetta lið því þar eru leikmenn á heimsmælikvarða. En við erum með gott kerfi í þessu. Okkur finnst við fá mjög mikið út úr vinnunni með yngri landsliðin og þar hugsum við mest um að þróa leikmenn og gera þær sjálfstæðar,“ sagði Þórir. Að hans sögn er það innprentað í unga leikmenn að þeir séu ábyrgir fyrir eigin velgengni. „Þeir þurfa að taka ábyrgð á því ferðalagi sem það er að verða A-landsliðsmaður í norsku liði sem hefur alltaf þá kvöð á sér að vinna til verðlauna.“ Noregur hefur unnið til fjórtán verðlauna á stórmótum undir stjórn Þóris Hergeirssonar.epa/ANTONIO BAT Norðmenn eru líka með „rekrutt“ landslið, eins B-landslið eða þróunarlandslið sem Þórir segir að gegni mikilvægu hlutverki í þróun ungra leikmanna. „Leikmenn fara þangað inn eftir að þeir eru búnir í yngri landsliðunum. Þar erum við að reyna að móta leikmenn þar og undirbúa þá fyrir að koma inn í A-landsliðið. Mér finnst það hafa komið vel út. Þær stelpur sem hafa verið í rekrutt landsliðinu síðustu ár hafa tekið góð skref inn í A-landsliðið,“ sagði Þórir.
EM kvenna í handbolta 2022 Norski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira