Skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki: Tveggja daga gamalt barn dó í eldflaugaárás á fæðingardeild Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2022 12:09 Slökkviliðsmenn í rústum fæðingardeildar í Viniansk í nótt. AP Þingmenn Evrópuþingsins samþykktu í dag þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Er það gert með vísan í ítrekaðar árásir Rússa á orkuinnviði Úkraínu, sjúkrahús, skóla og neyðarskýli. Nýfætt barn lést í árás Rússa á fæðingardeild í suðurhluta landsins í nótt. Þessi aðgerð þingsins er þó að mestu táknræn þar sem lagaumgjörð Evrópuþingsins inniheldur ekki neinar aðgerðir gegn hryðjuverkaríkjum og Evrópa er þegar að beita Rússa fordæmalausum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Frá því innrás þeirra hófst þann 24. Febrúar hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á sjúkrahús víðsvegar um Úkraínu. Ein sú frægasta er árásin á barnasjúkrahús í Maríupól í mars. Rússar hafa einnig gert ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu með því markmiði að gera óbreyttum borgurum erfitt með að komast í gegnum veturinn. Frá Evrópuþinginu í gær.AP/Jean-Francois Badias Ráðamenn í Kænugarði hafa lengi kallað eftir því Rússland verði skilgreint sem hryðjuverkaríki og einangrað enn frekar vegna linnulausra árása þeirra á óbreytta borgara.Samhliða slæmu gengi Rússa á víglínum Úkraínu hefur þessum árásum fjölgað og umfang þeirra aukist, þar sem Rússar hafa beitt stýriflaugum sínum og eldflaugum að borgara legum skotmörkum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur neitað því að skilgreina Rússlands sem hryðjuverkaríki. Það vill hann ekki gera þó báðar deildir Bandaríkjaþings hafi samþykkt ályktanir þar að lútandi. Í Evrópu hafa þing Eistlands, Lettlands, Litháens og Póllands skilgreint Rússland sem hryðjuverkaríki. Rústuðu fæðingardeild með eldflaug Í nótt lenti rússnesk eldflaug á fæðingardeild sjúkrahúss í Vilniansk í suðurhluta Úkraínu. Tveggja daga gamalt barn lést í árásinni en björgunarsveitum tókst að bjarga móðurinni og einum lækni úr rústum fæðingardeildarinnar. On the night of November 23, the Russians attacked Vilnyansk, Zaporizhzhia region. A two-story building of the maternity ward was destroyed. A woman in labor with a newborn baby and a doctor were found under the rubble. The woman and the doctor survived, but the baby died SESU pic.twitter.com/6ClELRCbVK— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) November 23, 2022 Blaðamenn AP fréttaveitunnar segja skemmdir á orkuinnviðum Úkraínu hafa gert heilbrigðisstarfsmönnum lífið erfitt. Í Kherson-borg þurfi læknar til að mynda að vinna í myrkri og nota höfuðljós og síma til að skera fólk upp. Rússar hafa verið að gera stórskotaliðsárásir á borgina undanfarna daga en einn viðmælandi fréttaveitunnar sagði frá því að þrjú börn sem særst hefðu í þessum árásum hefði ratað á sjúkrahús hans. Þau hafi verið mikið slösuð og meðal annars með áverka á höfði og innvortis blæðingar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. 23. nóvember 2022 10:28 Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27 Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Sjá meira
Þessi aðgerð þingsins er þó að mestu táknræn þar sem lagaumgjörð Evrópuþingsins inniheldur ekki neinar aðgerðir gegn hryðjuverkaríkjum og Evrópa er þegar að beita Rússa fordæmalausum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Frá því innrás þeirra hófst þann 24. Febrúar hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á sjúkrahús víðsvegar um Úkraínu. Ein sú frægasta er árásin á barnasjúkrahús í Maríupól í mars. Rússar hafa einnig gert ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu með því markmiði að gera óbreyttum borgurum erfitt með að komast í gegnum veturinn. Frá Evrópuþinginu í gær.AP/Jean-Francois Badias Ráðamenn í Kænugarði hafa lengi kallað eftir því Rússland verði skilgreint sem hryðjuverkaríki og einangrað enn frekar vegna linnulausra árása þeirra á óbreytta borgara.Samhliða slæmu gengi Rússa á víglínum Úkraínu hefur þessum árásum fjölgað og umfang þeirra aukist, þar sem Rússar hafa beitt stýriflaugum sínum og eldflaugum að borgara legum skotmörkum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur neitað því að skilgreina Rússlands sem hryðjuverkaríki. Það vill hann ekki gera þó báðar deildir Bandaríkjaþings hafi samþykkt ályktanir þar að lútandi. Í Evrópu hafa þing Eistlands, Lettlands, Litháens og Póllands skilgreint Rússland sem hryðjuverkaríki. Rústuðu fæðingardeild með eldflaug Í nótt lenti rússnesk eldflaug á fæðingardeild sjúkrahúss í Vilniansk í suðurhluta Úkraínu. Tveggja daga gamalt barn lést í árásinni en björgunarsveitum tókst að bjarga móðurinni og einum lækni úr rústum fæðingardeildarinnar. On the night of November 23, the Russians attacked Vilnyansk, Zaporizhzhia region. A two-story building of the maternity ward was destroyed. A woman in labor with a newborn baby and a doctor were found under the rubble. The woman and the doctor survived, but the baby died SESU pic.twitter.com/6ClELRCbVK— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) November 23, 2022 Blaðamenn AP fréttaveitunnar segja skemmdir á orkuinnviðum Úkraínu hafa gert heilbrigðisstarfsmönnum lífið erfitt. Í Kherson-borg þurfi læknar til að mynda að vinna í myrkri og nota höfuðljós og síma til að skera fólk upp. Rússar hafa verið að gera stórskotaliðsárásir á borgina undanfarna daga en einn viðmælandi fréttaveitunnar sagði frá því að þrjú börn sem særst hefðu í þessum árásum hefði ratað á sjúkrahús hans. Þau hafi verið mikið slösuð og meðal annars með áverka á höfði og innvortis blæðingar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. 23. nóvember 2022 10:28 Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27 Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Sjá meira
Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. 23. nóvember 2022 10:28
Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27
Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19