Sjálfsmark Seðlabankans kallar á auknar kröfur verkalýðsfélaga að mati formanns SGS Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2022 19:22 Formaður Starfsgreinasambandsins segir Seðlabankann hafa skorað sjálfsmark með vaxtahækkun sinni í dag. Markmið yfirstandandi kjaraviðræðna væri einmitt að ná niður verðbólgunni en nú þyrfti að bæta í kröfugerð verkalýðsfélaganna. Vísir/Vilhelm Viðræður Starfsgreinasambandsins og samtaka verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins um nýjan skammtíma kjarasamning eru í uppnámi eftir vaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Seðlabankastjóri segir neyslugleði almennings stuðla að mikilli verðbólgu og nauðsynlegt væri að stilla saman veruleika og væntingar. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að hækka meginvexti sína um 0,25 prósentustig í morgun og eru vextirnir þá komnir í sex prósent. Þetta er tíunda vaxtahækkunin á átján mánuðum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólguna nú drifna áfram af mikilli neyslu almennings og áhrif bágrar stöðu efnahagsmála í öðrum löndum hafi einnig vaxandi áhrif.Vísir/Vilhelm Er þetta til marks um að vaxtahækkanirnar séu ekki að virka? „Þær eru alla vega eru ekki að virka nægjanlega vel á neyslu fólks. Einkaneysla er að aukast fremur mikið. Við erum að sjá að vaxtahækkanirnar eru að virka á fasteignamarkaðinn en við erum að sjá ansi mikla neyslu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Neyslan hafi aukist um 13 – 14 prósent á árinu og verðbólga mælist 9,4 prósent. Sameiginlegt markmið allra væri að ná verðbólgunni niður. „Ef verðbólga er mikil er sama hvað samið er um í kjarasamningum. Það er sama hvað er farið fram á mikla launahækkun. Hún kemur ekki fram í kaupmætti hún kemur bara fram í verðbólgu, síðan í lækkun á gengi krónunnar. Þetta bítur í skottið hvort á öðru,“ segir seðlabankastjóri. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir vaxtahækkun Seðlabankans í dag setja kjaraviðræður sem gengu mjög vel í fullkomið uppnám.Stöð 2/Egill Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir þessa vaxtahækkun hafa gríðarleg áhrif og samningafólki hafi verið verulega brugðið. Þegar greint var frá vaxtahækkuninni í morgun hefðu fulltrúar aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og samtaka verslunarmanna verið á samningafundi með Samtökum atvinnulífsins. „Við að reyna að finna flöt á því hvernig við getum náð niður verðbólgu. Hvernig við getum stuðlað að lægri vöxtum. Þá kemur Seðlabankinn og grýtir framan í okkur rennblautri tusku,“ segir Vilhjálmur. Minnstu hefði munað að slitnað hefði upp úr viðræðum en aðilar ákveðið að hittast aftur á morgun. Stilla saman veruleika og væntingar Seðlabankastjóri minnir hins vegar á að kaupmáttur hafi vaxið hraðar á undanförnum árum en nokkru sinni áður og væri enn mjög mikill. Það kæmi fram í mikilli neysu og halla á viðskiptum við útlönd. „Það verður að stilla saman veruleika og væntingar. Hvað við getum gert, hvað við getum fengið og þess sem við teljum okkur þurfa. Þetta þarf að stilla saman,“ segir Ásgeir. Vilhjálmur segir Seðlabankann hafa skorað sjálfsmark með vaxtahækkuninni. „Við í verkalýðshreyfingunni teljum núna afar brýnt er að koma launahækkunum hratt og vel til fólks. Vegna þeirra gríðarlegu kostnaðarhækkana sem hafa dunið á launafólki, neytendum og heimilum að undanförnu,“ segir Vilhjálmur. Nú hafi Seðlabankanum tekist að setja viðræður sem voru langt komnar í fullkomið uppnám. „En þessar vaxtahækkanir gera það að verkum að það þarf að bæta í pakkann. Ekki minka hann heldur bæta í hann. Það er niðurstaðan að Seðlabankinn hefur gert það að verkum að við munum þurfa að fara fram með hærri kröfur en við ella þyrftum,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Gjaldeyrisforðinn verður ekki nýttur til að styðja við Tenerife-ferðir landsmanna Seðlabankastjóri sagði að ef þjóðin haldi áfram að eyða af sama krafti gæti það þýtt að krónan verði að veikjast til að afla frekari útflutningstekna. Hann vakti athygli á í samhengi við veikari krónu, að það væri „gríðarlegur“ vöruskiptahalli vegna mikillar einkaneyslu, sem birtist meðal annars í tíðum ferðum landsmanna til Teneriffe. 23. nóvember 2022 12:17 Neyslugleði almennings heldur uppi verðbólgunni að mati seðlabankastjóra Seðlabankastjóri segir neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentur í morgun sem er tíunda vaxtahækkun bankans á einu og hálfu ári. 23. nóvember 2022 11:51 „Við munum hækka vexti eins og þarf“ Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum. 23. nóvember 2022 11:34 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að hækka meginvexti sína um 0,25 prósentustig í morgun og eru vextirnir þá komnir í sex prósent. Þetta er tíunda vaxtahækkunin á átján mánuðum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólguna nú drifna áfram af mikilli neyslu almennings og áhrif bágrar stöðu efnahagsmála í öðrum löndum hafi einnig vaxandi áhrif.Vísir/Vilhelm Er þetta til marks um að vaxtahækkanirnar séu ekki að virka? „Þær eru alla vega eru ekki að virka nægjanlega vel á neyslu fólks. Einkaneysla er að aukast fremur mikið. Við erum að sjá að vaxtahækkanirnar eru að virka á fasteignamarkaðinn en við erum að sjá ansi mikla neyslu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Neyslan hafi aukist um 13 – 14 prósent á árinu og verðbólga mælist 9,4 prósent. Sameiginlegt markmið allra væri að ná verðbólgunni niður. „Ef verðbólga er mikil er sama hvað samið er um í kjarasamningum. Það er sama hvað er farið fram á mikla launahækkun. Hún kemur ekki fram í kaupmætti hún kemur bara fram í verðbólgu, síðan í lækkun á gengi krónunnar. Þetta bítur í skottið hvort á öðru,“ segir seðlabankastjóri. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir vaxtahækkun Seðlabankans í dag setja kjaraviðræður sem gengu mjög vel í fullkomið uppnám.Stöð 2/Egill Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir þessa vaxtahækkun hafa gríðarleg áhrif og samningafólki hafi verið verulega brugðið. Þegar greint var frá vaxtahækkuninni í morgun hefðu fulltrúar aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og samtaka verslunarmanna verið á samningafundi með Samtökum atvinnulífsins. „Við að reyna að finna flöt á því hvernig við getum náð niður verðbólgu. Hvernig við getum stuðlað að lægri vöxtum. Þá kemur Seðlabankinn og grýtir framan í okkur rennblautri tusku,“ segir Vilhjálmur. Minnstu hefði munað að slitnað hefði upp úr viðræðum en aðilar ákveðið að hittast aftur á morgun. Stilla saman veruleika og væntingar Seðlabankastjóri minnir hins vegar á að kaupmáttur hafi vaxið hraðar á undanförnum árum en nokkru sinni áður og væri enn mjög mikill. Það kæmi fram í mikilli neysu og halla á viðskiptum við útlönd. „Það verður að stilla saman veruleika og væntingar. Hvað við getum gert, hvað við getum fengið og þess sem við teljum okkur þurfa. Þetta þarf að stilla saman,“ segir Ásgeir. Vilhjálmur segir Seðlabankann hafa skorað sjálfsmark með vaxtahækkuninni. „Við í verkalýðshreyfingunni teljum núna afar brýnt er að koma launahækkunum hratt og vel til fólks. Vegna þeirra gríðarlegu kostnaðarhækkana sem hafa dunið á launafólki, neytendum og heimilum að undanförnu,“ segir Vilhjálmur. Nú hafi Seðlabankanum tekist að setja viðræður sem voru langt komnar í fullkomið uppnám. „En þessar vaxtahækkanir gera það að verkum að það þarf að bæta í pakkann. Ekki minka hann heldur bæta í hann. Það er niðurstaðan að Seðlabankinn hefur gert það að verkum að við munum þurfa að fara fram með hærri kröfur en við ella þyrftum,“ segir Vilhjálmur Birgisson.
Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Gjaldeyrisforðinn verður ekki nýttur til að styðja við Tenerife-ferðir landsmanna Seðlabankastjóri sagði að ef þjóðin haldi áfram að eyða af sama krafti gæti það þýtt að krónan verði að veikjast til að afla frekari útflutningstekna. Hann vakti athygli á í samhengi við veikari krónu, að það væri „gríðarlegur“ vöruskiptahalli vegna mikillar einkaneyslu, sem birtist meðal annars í tíðum ferðum landsmanna til Teneriffe. 23. nóvember 2022 12:17 Neyslugleði almennings heldur uppi verðbólgunni að mati seðlabankastjóra Seðlabankastjóri segir neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentur í morgun sem er tíunda vaxtahækkun bankans á einu og hálfu ári. 23. nóvember 2022 11:51 „Við munum hækka vexti eins og þarf“ Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum. 23. nóvember 2022 11:34 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Gjaldeyrisforðinn verður ekki nýttur til að styðja við Tenerife-ferðir landsmanna Seðlabankastjóri sagði að ef þjóðin haldi áfram að eyða af sama krafti gæti það þýtt að krónan verði að veikjast til að afla frekari útflutningstekna. Hann vakti athygli á í samhengi við veikari krónu, að það væri „gríðarlegur“ vöruskiptahalli vegna mikillar einkaneyslu, sem birtist meðal annars í tíðum ferðum landsmanna til Teneriffe. 23. nóvember 2022 12:17
Neyslugleði almennings heldur uppi verðbólgunni að mati seðlabankastjóra Seðlabankastjóri segir neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentur í morgun sem er tíunda vaxtahækkun bankans á einu og hálfu ári. 23. nóvember 2022 11:51
„Við munum hækka vexti eins og þarf“ Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum. 23. nóvember 2022 11:34