Gestirnir frá Frakklandi voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu og allt þangað til flautað var til leiksloka. Nantes leiddi með þremur mörkum í hálfleik, staðan þá 17-20, og sú forysta hélst út síðari hálfleik.
Lokatölur 32-35 og góður sigur Nantes staðreynd. Aron skoraði tvö mörk í liði Álaborgar á meðan Viktor Gísli varði heilan helling af skotum í marki Nantes.
All paths seem to be blocked for Aalborg tonight @maqueda5 and a quality defensive action to keep @HBCNantes safe in the #MOTW #HandmadeHistory #ehfcl pic.twitter.com/4vsdIAk6qe
— EHF Champions League (@ehfcl) November 23, 2022
Liðin leika í B-riðli Meistaradeildarinnar og eftir sigurinn er Nantes í 3. sæti með 8 stig að loknum 6 leikjum á meðan Álaborg er sæti neðar með 7 stig.
Fréttin hefur verið uppfærð.