Staðan í kjaraviðræðum brothætt Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2022 10:54 Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, mætir til fundar í stjórnarráðinu í morgun. Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir stöðuna í kjaraviðræðum brothætta þessa stundina og að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi sent kolröng skilaboð inn í þær. Hann fagnar að vilji sé hjá ríkisstjórn að koma inn í málin ef þurfa þykir. Viðræður fulltrúa Starfsgreinasambandsins, VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins fóru í uppnám í gærmorgun eftir að Seðlabankinn tilkynnti um 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði samningsaðila óvænt til fundar í stjórnarráðinu klukkan hálf tíu í morgun. Að fundi loknum sagði hún fréttamönnum að ríkisstjórnin væri reiðubúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga ef kostur væri á því. Engar sérstakar aðgerðir hefðu verið nefndar í þeim efnum á fundinum. Þegar Kristján kom út af fundinum sagði hann að það hjálpaði að finna að það væri skilningur á stöðunni sem komin væri upp í viðræðunum. „Vonandi mun það leiða okkur eitthvað áfram fram á veginn en það er auðvitað bara samningsaðila að vinna með að finna leiðir. Ég vænti þess og skynja að það er vilji til að koma inn í málin ef þörf þykir. Það er auðvitað verulega gott fyrir okkur,“ sagði forseti ASÍ. Klippa: Forseti ASÍ skynjar vilja stjórnvalda til að koma að borðinu Samningafundur er hjá flestum hópum hjá ríkissáttasemjara í dag. Spurður út í hvort slitnað gæti upp úr viðræðunum, meðal annars í ljósi hvassra yfirlýsinga frá Ragnari Þór Ingófssyni, formanni VR, sagði Kristján að það yrði að koma í ljós í dag. „Staðan er auðvitað bara brotthætt, hún er það,“ sagði hann. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Forsætisráðherra boðar samningsaðila í kjaraviðræðum á fund Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað samningaaðila í kjaradeilum á almennum vinnumarkaði á sinn fund í Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu klukkan 9:30. 24. nóvember 2022 09:07 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Viðræður fulltrúa Starfsgreinasambandsins, VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins fóru í uppnám í gærmorgun eftir að Seðlabankinn tilkynnti um 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði samningsaðila óvænt til fundar í stjórnarráðinu klukkan hálf tíu í morgun. Að fundi loknum sagði hún fréttamönnum að ríkisstjórnin væri reiðubúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga ef kostur væri á því. Engar sérstakar aðgerðir hefðu verið nefndar í þeim efnum á fundinum. Þegar Kristján kom út af fundinum sagði hann að það hjálpaði að finna að það væri skilningur á stöðunni sem komin væri upp í viðræðunum. „Vonandi mun það leiða okkur eitthvað áfram fram á veginn en það er auðvitað bara samningsaðila að vinna með að finna leiðir. Ég vænti þess og skynja að það er vilji til að koma inn í málin ef þörf þykir. Það er auðvitað verulega gott fyrir okkur,“ sagði forseti ASÍ. Klippa: Forseti ASÍ skynjar vilja stjórnvalda til að koma að borðinu Samningafundur er hjá flestum hópum hjá ríkissáttasemjara í dag. Spurður út í hvort slitnað gæti upp úr viðræðunum, meðal annars í ljósi hvassra yfirlýsinga frá Ragnari Þór Ingófssyni, formanni VR, sagði Kristján að það yrði að koma í ljós í dag. „Staðan er auðvitað bara brotthætt, hún er það,“ sagði hann.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Forsætisráðherra boðar samningsaðila í kjaraviðræðum á fund Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað samningaaðila í kjaradeilum á almennum vinnumarkaði á sinn fund í Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu klukkan 9:30. 24. nóvember 2022 09:07 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Forsætisráðherra boðar samningsaðila í kjaraviðræðum á fund Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað samningaaðila í kjaradeilum á almennum vinnumarkaði á sinn fund í Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu klukkan 9:30. 24. nóvember 2022 09:07