Tilefni árásarinnar á Club Q liggur ekki fyrir enn Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2022 15:13 Anderson Lee Aldrich var yfirbugað af gestum næturklúbbs þar sem hán skaut fimm til bana. AP/Lögreglan í Colorado Springs Anderson Lee Aldrich, sem grunað er um að hafa skotið fimm manns til bana í næturklúbbi í Colorado í Bandaríkjunum um helgina, verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu. Það kom fram þegar Aldreich var flutt fyrir dómara í gærkvöldi. Gestir á næturklúbbnum Club Q í Colorado Springs, sem gjarnan er sóttur af samkynhneigðu fólki, stöðvuðu árás Aldrich og sneru hán niður eftir að skothríðin hófst á laugardaginn. Eins og áður segir dóu fimm og særðust nítján til viðbótar en Aldrich hefur ekkert gefið upp um tilefni árásarinnar. Aldrich mun hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hán gekk inn í húsnæðið með bæði hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra. Aldrich var þar að auki í skotheldu vesti. Lögmenn Aldrich segja hán kynsegin en Aldrich stendur frammi fyrir mögulegum ákærum fyrir morð og hatursglæp. Aldrich var í dómsal í gær í gegnum fjarfundarbúnað en hán sat í hjólastól og virtist við litla meðvitund. Þegar dómarin spurði Aldrich út í nafn svaraði hán ekki í fyrstu. Þegar Aldrich svaraði var hán þvoglumælt. AP fréttaveitan segir að Aldrich hafi breytt nafni sínu á táningsárunum fyrir um sex árum síðan. Það hafi verið gert í Texas og í dómsskjölum kemur fram að Aldrich vildi vernda sig gegn föður sínum, sem meðal annars beitti móður Aldrich ofbeldi. Þar áður gekk Aldrich undir nafninu Nicholas Franklin Brink. Breytti um nafn vegna föður síns Faðir Aldrich heitir Aaron Brink. Hann hefur lagt stund á blandaðar bardagalistir og klámleik, auk þess að vera með umfangsmikla sakaskrá. Meðal annars hefur hann verið dæmdur fyrir að beita móður Aldrich ofbeldi. Í viðtali við héraðsmiðilinn KFMB-TV sagðist Aaron Brink hafa verið verulega brugðið þegar hann komst að því að barn sitt væri grunað um ódæðið. Brink sagði að hans fyrstu viðbrögð hefðu verið að velta vöngum yfir því af hverju Aldrich hefði verið á næturklúbbi samkynhneigðra. Brink sagðist hafa verið ánægður þegar honum var tilkynnt að Andrich væri ekki samkynhneigt. „Ég er mormóni. Ég er íhaldssamur Repúblikani,“ sagði Brink. „Við erum ekki samkynhneigð.“ Hann lofaði Aldrich einnig fyrir að hafa sýnt ofbeldisfulla hegðun í æsku en sagðist miður sín yfir því að hafa brugðist barni sínu. Það væri þó engin afsökun fyrir því að myrða fólk. Blaðamenn ræddu lengi við Brink í gær en sjá má viðtalið við hann hér að neðan. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja byssumanninn í Koloradó kynsegin Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. 23. nóvember 2022 08:41 Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn. 20. nóvember 2022 17:47 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Gestir á næturklúbbnum Club Q í Colorado Springs, sem gjarnan er sóttur af samkynhneigðu fólki, stöðvuðu árás Aldrich og sneru hán niður eftir að skothríðin hófst á laugardaginn. Eins og áður segir dóu fimm og særðust nítján til viðbótar en Aldrich hefur ekkert gefið upp um tilefni árásarinnar. Aldrich mun hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hán gekk inn í húsnæðið með bæði hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra. Aldrich var þar að auki í skotheldu vesti. Lögmenn Aldrich segja hán kynsegin en Aldrich stendur frammi fyrir mögulegum ákærum fyrir morð og hatursglæp. Aldrich var í dómsal í gær í gegnum fjarfundarbúnað en hán sat í hjólastól og virtist við litla meðvitund. Þegar dómarin spurði Aldrich út í nafn svaraði hán ekki í fyrstu. Þegar Aldrich svaraði var hán þvoglumælt. AP fréttaveitan segir að Aldrich hafi breytt nafni sínu á táningsárunum fyrir um sex árum síðan. Það hafi verið gert í Texas og í dómsskjölum kemur fram að Aldrich vildi vernda sig gegn föður sínum, sem meðal annars beitti móður Aldrich ofbeldi. Þar áður gekk Aldrich undir nafninu Nicholas Franklin Brink. Breytti um nafn vegna föður síns Faðir Aldrich heitir Aaron Brink. Hann hefur lagt stund á blandaðar bardagalistir og klámleik, auk þess að vera með umfangsmikla sakaskrá. Meðal annars hefur hann verið dæmdur fyrir að beita móður Aldrich ofbeldi. Í viðtali við héraðsmiðilinn KFMB-TV sagðist Aaron Brink hafa verið verulega brugðið þegar hann komst að því að barn sitt væri grunað um ódæðið. Brink sagði að hans fyrstu viðbrögð hefðu verið að velta vöngum yfir því af hverju Aldrich hefði verið á næturklúbbi samkynhneigðra. Brink sagðist hafa verið ánægður þegar honum var tilkynnt að Andrich væri ekki samkynhneigt. „Ég er mormóni. Ég er íhaldssamur Repúblikani,“ sagði Brink. „Við erum ekki samkynhneigð.“ Hann lofaði Aldrich einnig fyrir að hafa sýnt ofbeldisfulla hegðun í æsku en sagðist miður sín yfir því að hafa brugðist barni sínu. Það væri þó engin afsökun fyrir því að myrða fólk. Blaðamenn ræddu lengi við Brink í gær en sjá má viðtalið við hann hér að neðan.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja byssumanninn í Koloradó kynsegin Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. 23. nóvember 2022 08:41 Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn. 20. nóvember 2022 17:47 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Segja byssumanninn í Koloradó kynsegin Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. 23. nóvember 2022 08:41
Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn. 20. nóvember 2022 17:47
Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34