Að æfa þakklæti í vinnunni getur margborgað sig Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 07:01 Rannsóknir hafa sýnt að það að vera þakklát fyrir það sem við eigum og höfum og hamingja helst í hendur. Það sama á við um árangur í starfi eða starfsframa: Fólk sem lifir í þakklæti nær árangri. Að æfa sig í þakklæti í vinnunni getur því margborgað sig. Vísir/Vilhelm Rannsóknir til fjölda ára hafa sýnt mjög sterkt samband á milli þess að vera þakklát fyrir það sem við eigum og höfum og hamingju. Skiptir þá engu máli hvar eða hver við erum. Að lifa í þakklæti hefur hreinlega mjög jákvæð áhrif á það hvernig okkur líður. Og hvernig okkur gengur. Að lifa í þakklæti er eflaust eitthvað sem flestir tengja við að vera almennt markmið og ekkert endilega eitthvað sem kemur starfinu okkar eða starfsframa við. En hér er ágætt að staldra við. Það sem rannsóknir hafa nefnilega líka sýnt er að fólk sem lifir í þakklæti nær árangri í lífi og starfi. Þakklæti hefur þannig bein áhrif á það hvernig okkur vegnar í vinnu og starfsframa. Bandaríski prófessorinn í sálfræði og þakklætisfræðingur, Robert Emmons er einn sem hefur rannsakað mikið áhrif þess að lifa í þakklæti. Samkvæmt honum er þakklæti áhrifaríkasta leiðin okkar til að ná hármarksárangri í frammistöðu í hverju svo sem við viljum ná árangri í. Enda þakklát fyrir hvert skref og hvern áfanga sem við náum. Sem síðan leiðir okkur til enn frekari árangurs. Hér eru nokkur ráð til að þjálfa okkur í þakklæti og þá sérstaklega með vinnuna okkar í huga. 1. Þrjú atriði á dag Eftir hvern vinnudag er gott að skrifa niður, eða nefna í huganum, þrjú atriði í vinnunni dag sem gengu vel og þú ert þakklát/ur fyrir. Þessi æfing er til dæmis tilvalin í bílnum á leiðinni heim, í strætó eða hreinlega þegar við erum að elda heima fyrir eða kaupa út í búð. Þessi þrjú atriði geta verið hvaða atriði sem er og það skemmtilega við þessa æfingu er að þótt dagurinn hafi verið erfiður, langur eða við kannski ekki upp á okkar besta, er alltaf hægt að finna eitthvað þrennt. Til dæmis ánægði viðskiptavinurinn sem við töluðum við í dag, að hafa náð að mæta á réttum tíma í morgun þótt það hafi mátt litlu muna eða skemmtilega spjallið við samstarfsfélaga við kaffivélina í dag. Ef þú skrifar niður þessi atriði á miða, er mælt með því að þú hengir miðan upp á tölvuna þína eða búir þér til rafrænt form til að nota í vinnunni, til minnis um þakklætið þitt. 2. Að gefa hrós í vinnunni Önnur mjög skemmtileg æfing er að gefa einhverjum vinnufélaga, viðskiptavini eða birgja hrós. Því hrós er ókeypis gjöf sem gefur alltaf. Bæði þeim sem fær hrósið og okkur sjálfum. Það fylgir ákveðin vellíðunartilfinning að gefa hrós. Að gefa hrós getur verið mjög einfalt. Til dæmis að hrósa með því að segja „já, mjög góður punktur hjá þér, frábært,“ í einhverju samtali við viðskiptavin, að hrósa vinnufélaga fyrir verkefni, frammistöðu eða jafnvel klæðaburð, nýja klippingu og svo framvegis. Allt sem hjálpar okkur að virkja jákvæðu orkuna okkar, eflir okkur í að verða þakklát fyrir það sem við eigum og höfum. 3. Þakkarmappan þín/eða bókin Loks er það að halda utan um þakkir og hrós sem þér berast í vinnunni. Til dæmis þegar að við fáum tölvupóst frá ánægðum samstarfsaðila eða viðskiptavini sem hrósar okkur sérstaklega fyrir eitthvað. Í staðinn fyrir að verða ánægð um stund en gleyma síðan umræddum tölvupósti, er um að gera að færa hann í Þakkarmöppu sem hægt er að búa til í tölvupóstinum. Því fleiri póstar, því meira eflumst við. Því auðvitað fylgir því mikil ánægjutilfinning fyrir okkur að sjá hversu vel okkur gengur og að stundum sé eftir því tekið sérstaklega. Ef þetta er leið sem virkar fyrir þig, en þér finnst vanta að skrá þakkir eða hrós sem þú færð til dæmis munnlega í vinnunni, er auðvelt að safna þeim hrósum líka með því að senda okkur sjálfum þakkarpóst þar sem við erum búin að skrá tiltekið hrós eða þakkir, frá hverjum það er og fyrir hvað. Eða hreinlega að búa til okkar eigin þakkarbók. Hún gæti verið lítil stílabók eða vasabók sem við höfum alltaf meðferðis. Eða eitthvert rafrænt form þar sem við höldum utan um þakkirnar til okkar í símanum. Að æfa sig í þakklæti er æfing sem skilar sér mjög fljótt. Og er samkvæmt rannsóknum eitthvað sem augljóslega getur margborgað sig. Góðu ráðin Geðheilbrigði Starfsframi Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir „Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“ „Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku. 19. september 2022 07:01 „Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. 16. september 2022 07:01 Leið til að gjörsamlega elska starfið okkar Að starfa við það sem við elskum að gera og erum rosalega góð í hlýtur að vera draumur margra. Og þótt ætlunin sé hjá flestum að starfsferillinn verði akkúrat þannig, er ekki þar með sagt að við séum að ná þessu alveg 100%. 17. ágúst 2022 07:00 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Ekki hrifinn af „jafnvægi heimilis og vinnu“ hugtakinu Það hljómar ekkert sérstaklega vel að heyra að eiganda eins stærsta fyrirtækis í heimi, Jeff Bezos, segja að hann sé ekki hrifinn af hugtakinu „jafnvægi heimilis og vinnu.“ En hvað á hann við? 27. desember 2021 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Og hvernig okkur gengur. Að lifa í þakklæti er eflaust eitthvað sem flestir tengja við að vera almennt markmið og ekkert endilega eitthvað sem kemur starfinu okkar eða starfsframa við. En hér er ágætt að staldra við. Það sem rannsóknir hafa nefnilega líka sýnt er að fólk sem lifir í þakklæti nær árangri í lífi og starfi. Þakklæti hefur þannig bein áhrif á það hvernig okkur vegnar í vinnu og starfsframa. Bandaríski prófessorinn í sálfræði og þakklætisfræðingur, Robert Emmons er einn sem hefur rannsakað mikið áhrif þess að lifa í þakklæti. Samkvæmt honum er þakklæti áhrifaríkasta leiðin okkar til að ná hármarksárangri í frammistöðu í hverju svo sem við viljum ná árangri í. Enda þakklát fyrir hvert skref og hvern áfanga sem við náum. Sem síðan leiðir okkur til enn frekari árangurs. Hér eru nokkur ráð til að þjálfa okkur í þakklæti og þá sérstaklega með vinnuna okkar í huga. 1. Þrjú atriði á dag Eftir hvern vinnudag er gott að skrifa niður, eða nefna í huganum, þrjú atriði í vinnunni dag sem gengu vel og þú ert þakklát/ur fyrir. Þessi æfing er til dæmis tilvalin í bílnum á leiðinni heim, í strætó eða hreinlega þegar við erum að elda heima fyrir eða kaupa út í búð. Þessi þrjú atriði geta verið hvaða atriði sem er og það skemmtilega við þessa æfingu er að þótt dagurinn hafi verið erfiður, langur eða við kannski ekki upp á okkar besta, er alltaf hægt að finna eitthvað þrennt. Til dæmis ánægði viðskiptavinurinn sem við töluðum við í dag, að hafa náð að mæta á réttum tíma í morgun þótt það hafi mátt litlu muna eða skemmtilega spjallið við samstarfsfélaga við kaffivélina í dag. Ef þú skrifar niður þessi atriði á miða, er mælt með því að þú hengir miðan upp á tölvuna þína eða búir þér til rafrænt form til að nota í vinnunni, til minnis um þakklætið þitt. 2. Að gefa hrós í vinnunni Önnur mjög skemmtileg æfing er að gefa einhverjum vinnufélaga, viðskiptavini eða birgja hrós. Því hrós er ókeypis gjöf sem gefur alltaf. Bæði þeim sem fær hrósið og okkur sjálfum. Það fylgir ákveðin vellíðunartilfinning að gefa hrós. Að gefa hrós getur verið mjög einfalt. Til dæmis að hrósa með því að segja „já, mjög góður punktur hjá þér, frábært,“ í einhverju samtali við viðskiptavin, að hrósa vinnufélaga fyrir verkefni, frammistöðu eða jafnvel klæðaburð, nýja klippingu og svo framvegis. Allt sem hjálpar okkur að virkja jákvæðu orkuna okkar, eflir okkur í að verða þakklát fyrir það sem við eigum og höfum. 3. Þakkarmappan þín/eða bókin Loks er það að halda utan um þakkir og hrós sem þér berast í vinnunni. Til dæmis þegar að við fáum tölvupóst frá ánægðum samstarfsaðila eða viðskiptavini sem hrósar okkur sérstaklega fyrir eitthvað. Í staðinn fyrir að verða ánægð um stund en gleyma síðan umræddum tölvupósti, er um að gera að færa hann í Þakkarmöppu sem hægt er að búa til í tölvupóstinum. Því fleiri póstar, því meira eflumst við. Því auðvitað fylgir því mikil ánægjutilfinning fyrir okkur að sjá hversu vel okkur gengur og að stundum sé eftir því tekið sérstaklega. Ef þetta er leið sem virkar fyrir þig, en þér finnst vanta að skrá þakkir eða hrós sem þú færð til dæmis munnlega í vinnunni, er auðvelt að safna þeim hrósum líka með því að senda okkur sjálfum þakkarpóst þar sem við erum búin að skrá tiltekið hrós eða þakkir, frá hverjum það er og fyrir hvað. Eða hreinlega að búa til okkar eigin þakkarbók. Hún gæti verið lítil stílabók eða vasabók sem við höfum alltaf meðferðis. Eða eitthvert rafrænt form þar sem við höldum utan um þakkirnar til okkar í símanum. Að æfa sig í þakklæti er æfing sem skilar sér mjög fljótt. Og er samkvæmt rannsóknum eitthvað sem augljóslega getur margborgað sig.
Góðu ráðin Geðheilbrigði Starfsframi Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir „Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“ „Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku. 19. september 2022 07:01 „Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. 16. september 2022 07:01 Leið til að gjörsamlega elska starfið okkar Að starfa við það sem við elskum að gera og erum rosalega góð í hlýtur að vera draumur margra. Og þótt ætlunin sé hjá flestum að starfsferillinn verði akkúrat þannig, er ekki þar með sagt að við séum að ná þessu alveg 100%. 17. ágúst 2022 07:00 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Ekki hrifinn af „jafnvægi heimilis og vinnu“ hugtakinu Það hljómar ekkert sérstaklega vel að heyra að eiganda eins stærsta fyrirtækis í heimi, Jeff Bezos, segja að hann sé ekki hrifinn af hugtakinu „jafnvægi heimilis og vinnu.“ En hvað á hann við? 27. desember 2021 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“ „Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku. 19. september 2022 07:01
„Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. 16. september 2022 07:01
Leið til að gjörsamlega elska starfið okkar Að starfa við það sem við elskum að gera og erum rosalega góð í hlýtur að vera draumur margra. Og þótt ætlunin sé hjá flestum að starfsferillinn verði akkúrat þannig, er ekki þar með sagt að við séum að ná þessu alveg 100%. 17. ágúst 2022 07:00
Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32
Ekki hrifinn af „jafnvægi heimilis og vinnu“ hugtakinu Það hljómar ekkert sérstaklega vel að heyra að eiganda eins stærsta fyrirtækis í heimi, Jeff Bezos, segja að hann sé ekki hrifinn af hugtakinu „jafnvægi heimilis og vinnu.“ En hvað á hann við? 27. desember 2021 07:00