Ábyrgð Seðlabanka eða ríkisstjórnar? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 24. nóvember 2022 18:00 Vaxtahækkun Seðlabankans á miðvikudag er enn einn vitnisburðurinn um að ríkisstjórninni hefur mistekist að beita tækjum ríkisfjármálanna til að sporna gegn þenslu. En það sem er kannski alvarlegra er algjört sinnuleysi stjórnarmeirihlutans gagnvart því verkefni að verja viðkvæma hópa fyrir verðbólgu og hækkandi húsnæðiskostnaði, tryggja að auknar byrðar dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið. Þetta er ekki hlutverk embættismanna í Seðlabankanum heldur stjórnmálamanna, og það er skelfilega billegt af fjármálaráðherra, manninum sem hefur farið með æðsta vald við stjórn efnahagsmála og ríkisfjármála á Íslandi um árabil, að kenna „vinnumarkaðnum“ (verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum) um þá efnahagslegu stöðu sem komin er upp. Helstu fórnarlömb vaxtahækkana eru heimili með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Í þessum hópi er að finna tiltölulega tekjulágt fólk sem skreið gegnum greiðslumat á tímum sögulega lágra vaxta í heimsfaraldri en horfir nú upp á greiðslubyrði sína rjúka upp úr öllu valdi. Samkvæmt minnisblaði sem Seðlabanki Íslands vann fyrir fjárlaganefnd Alþingis hefur greiðslubyrði íbúðalána hjá nýjum lántakendum aukist að meðaltali um 13 til 14 þúsund krónur á mánuði frá ársbyrjun 2020 fram í ágúst 2022 eða um rúmlega 160 þúsund krónur á ári. Dreifingin er misjöfn og hjá fjölda heimila hleypur aukin greiðslubyrði á mörgum tugum þúsunda á mánuði. Þetta er kostnaður sem bætist ofan á aðrar verðhækkanir en verðlagseftirlit ASÍ hefur áætlað að mánaðarleg útgjöld fjölskyldu, með tvö börn sem býr í eigin húsnæði og er með 50 milljóna króna lán, hafi hækkað um 128.607 krónur á síðastliðnu ári. 2.800 heimili detta út úr vaxtabótakerfinu Vaxtabótakerfið var hannað til að dempa höggið og létta undir með heimilum þegar snarpar breytingar verða á vaxtakostnaði. Vandinn er að ríkisstjórnarflokkarnir hafa brotið þetta kerfi niður á undanförnum árum með því að láta eignaskerðingarmörk þess standa í stað á tímum gríðarlega fasteignaverðshækkana. Samkvæmt greinargerð með fjárlagabandormi næsta árs er gert ráð fyrir að áframhald verði á þeirri þróun, en þar segir: „Mikil hækkun fasteignamats ásamt hærri tekjum mun leiða til aukinna skerðinga á árinu 2023 og mun hækkun vaxta hafa takmörkuð áhrif vegna mikilla skerðinga.“ Með hækkun heildarmats fasteigna samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir að vaxtabætur skerðist um samtals 400 m.kr., hátt í 90% þeirra sem fá vaxtabætur verði fyrir auknum skerðingum, framteljendum sem fá óskertar vaxtabætur fækki um 170 og framteljendum sem verða fyrir fullum skerðingum fjölgi um tæplega 2.800. Þetta er sú húsnæðisstefna sem er rekin á vakt Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Leiðrétting skerðinga fyrir Covid-eignabólu Síðan heimsfaraldur skall á snemma árs 2020 hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 50 prósent. Ég óskaði eftir því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þann 29. september síðastliðinn að fjármála- og efnahagsráðuneytið legði mat á kostnaðinn af því að hækka eignaskerðingarmörk vaxtabótakerfisins um 50 prósent og reiknaði út hvernig ábatinn myndi dreifast eftir tekjutíundum. Niðurstaðan er sú að slíkur stuðningur myndi kosta ríkissjóð 700 til 800 milljónir króna og renna helst til 4., 5. og 6. tekjutíundanna, þeirra heimila sem hafa fundið mest fyrir skörpum vaxtahækkunum undanfarna mánuði. Tekjutíundirnar fyrir neðan eru í ríkara mæli á leigumarkaði og eðlilegast væri að styðja þær með hærri húsnæðisbótum og/eða bremsu á hækkun leiguverðs eins og hefur verið gert í Danmörku. Kallar á sanngjarna tekjuöflun Þessa aðgerð þyrfti að fjármagna með réttlátri skattheimtu. Ein leið væri hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts úr 22 prósentum upp í 25 prósent sem myndi skila á bilinu 4 til 5 milljörðum í ríkissjóð. Það eru umtalsvert meiri tekjur en nemur kostnaði af hækkun vaxtabótanna sem gætu þannig staðið undir frekari velferðarumbótum og/eða nýst til að minnka hallarekstur ríkissjóðs og vinna þannig gegn þenslu (og draga úr líkum á frekari vaxtahækkunum). Vegna þeirra breytinga sem hafa verið gerðar á frítekjumörkum fjármagnstekjuskattkerfisins myndi slík hækkun lenda nær einvörðungu á tekjuhæstu 10 prósentum skattgreiðenda: Á tímum mikillar verðbólgu og hárra vaxta er það frumskylda ríkisstjórnar að annars vegar kæla hagkerfið með aðhaldsráðstöfunum, til dæmis skattahækkunum á tekjuhæstu og eignamestu hópana, og að verja tekjulægri heimili af fullum þunga gegnum velferðarkerfið. Nýleg vaxtaákvörðun Seðlabankans verður vonandi ríkisstjórninni hvatning til að taka þetta hlutverk sitt alvarlega og hverfa af þeirri braut sem birtist í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Húsnæðismál Seðlabankinn Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Vaxtahækkun Seðlabankans á miðvikudag er enn einn vitnisburðurinn um að ríkisstjórninni hefur mistekist að beita tækjum ríkisfjármálanna til að sporna gegn þenslu. En það sem er kannski alvarlegra er algjört sinnuleysi stjórnarmeirihlutans gagnvart því verkefni að verja viðkvæma hópa fyrir verðbólgu og hækkandi húsnæðiskostnaði, tryggja að auknar byrðar dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið. Þetta er ekki hlutverk embættismanna í Seðlabankanum heldur stjórnmálamanna, og það er skelfilega billegt af fjármálaráðherra, manninum sem hefur farið með æðsta vald við stjórn efnahagsmála og ríkisfjármála á Íslandi um árabil, að kenna „vinnumarkaðnum“ (verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum) um þá efnahagslegu stöðu sem komin er upp. Helstu fórnarlömb vaxtahækkana eru heimili með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Í þessum hópi er að finna tiltölulega tekjulágt fólk sem skreið gegnum greiðslumat á tímum sögulega lágra vaxta í heimsfaraldri en horfir nú upp á greiðslubyrði sína rjúka upp úr öllu valdi. Samkvæmt minnisblaði sem Seðlabanki Íslands vann fyrir fjárlaganefnd Alþingis hefur greiðslubyrði íbúðalána hjá nýjum lántakendum aukist að meðaltali um 13 til 14 þúsund krónur á mánuði frá ársbyrjun 2020 fram í ágúst 2022 eða um rúmlega 160 þúsund krónur á ári. Dreifingin er misjöfn og hjá fjölda heimila hleypur aukin greiðslubyrði á mörgum tugum þúsunda á mánuði. Þetta er kostnaður sem bætist ofan á aðrar verðhækkanir en verðlagseftirlit ASÍ hefur áætlað að mánaðarleg útgjöld fjölskyldu, með tvö börn sem býr í eigin húsnæði og er með 50 milljóna króna lán, hafi hækkað um 128.607 krónur á síðastliðnu ári. 2.800 heimili detta út úr vaxtabótakerfinu Vaxtabótakerfið var hannað til að dempa höggið og létta undir með heimilum þegar snarpar breytingar verða á vaxtakostnaði. Vandinn er að ríkisstjórnarflokkarnir hafa brotið þetta kerfi niður á undanförnum árum með því að láta eignaskerðingarmörk þess standa í stað á tímum gríðarlega fasteignaverðshækkana. Samkvæmt greinargerð með fjárlagabandormi næsta árs er gert ráð fyrir að áframhald verði á þeirri þróun, en þar segir: „Mikil hækkun fasteignamats ásamt hærri tekjum mun leiða til aukinna skerðinga á árinu 2023 og mun hækkun vaxta hafa takmörkuð áhrif vegna mikilla skerðinga.“ Með hækkun heildarmats fasteigna samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir að vaxtabætur skerðist um samtals 400 m.kr., hátt í 90% þeirra sem fá vaxtabætur verði fyrir auknum skerðingum, framteljendum sem fá óskertar vaxtabætur fækki um 170 og framteljendum sem verða fyrir fullum skerðingum fjölgi um tæplega 2.800. Þetta er sú húsnæðisstefna sem er rekin á vakt Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Leiðrétting skerðinga fyrir Covid-eignabólu Síðan heimsfaraldur skall á snemma árs 2020 hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 50 prósent. Ég óskaði eftir því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þann 29. september síðastliðinn að fjármála- og efnahagsráðuneytið legði mat á kostnaðinn af því að hækka eignaskerðingarmörk vaxtabótakerfisins um 50 prósent og reiknaði út hvernig ábatinn myndi dreifast eftir tekjutíundum. Niðurstaðan er sú að slíkur stuðningur myndi kosta ríkissjóð 700 til 800 milljónir króna og renna helst til 4., 5. og 6. tekjutíundanna, þeirra heimila sem hafa fundið mest fyrir skörpum vaxtahækkunum undanfarna mánuði. Tekjutíundirnar fyrir neðan eru í ríkara mæli á leigumarkaði og eðlilegast væri að styðja þær með hærri húsnæðisbótum og/eða bremsu á hækkun leiguverðs eins og hefur verið gert í Danmörku. Kallar á sanngjarna tekjuöflun Þessa aðgerð þyrfti að fjármagna með réttlátri skattheimtu. Ein leið væri hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts úr 22 prósentum upp í 25 prósent sem myndi skila á bilinu 4 til 5 milljörðum í ríkissjóð. Það eru umtalsvert meiri tekjur en nemur kostnaði af hækkun vaxtabótanna sem gætu þannig staðið undir frekari velferðarumbótum og/eða nýst til að minnka hallarekstur ríkissjóðs og vinna þannig gegn þenslu (og draga úr líkum á frekari vaxtahækkunum). Vegna þeirra breytinga sem hafa verið gerðar á frítekjumörkum fjármagnstekjuskattkerfisins myndi slík hækkun lenda nær einvörðungu á tekjuhæstu 10 prósentum skattgreiðenda: Á tímum mikillar verðbólgu og hárra vaxta er það frumskylda ríkisstjórnar að annars vegar kæla hagkerfið með aðhaldsráðstöfunum, til dæmis skattahækkunum á tekjuhæstu og eignamestu hópana, og að verja tekjulægri heimili af fullum þunga gegnum velferðarkerfið. Nýleg vaxtaákvörðun Seðlabankans verður vonandi ríkisstjórninni hvatning til að taka þetta hlutverk sitt alvarlega og hverfa af þeirri braut sem birtist í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun