Merkel segist hafa skort vald til að hafa áhrif á Pútín Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 25. nóvember 2022 07:43 Það fór vel á með Merkel og Pútín á ráðstefnu í Berlín í janúar 2020, að minnsta kosti fyrir framan myndavélarnar. epa/Hayoung Jeon Angela Merkel fyrrverandi kanslari Þýskalands segist í nýju viðtali hafa skort vald til að hafa áhrif á Vladimír Pútín Rússlandsforseta síðustu ár sín í embætti. Merkel, sem nýlega lét af embætti og er talin einn áhrifamesti stjórnmálamaður síðustu áratuga hefur í framhaldi af innrás Rússa í Úkraínu sætt nokkurri gagnrýni fyrir þjónkun við Pútín síðustu árin. Í viðtali við Spiegel í Þýskalandi segist hún hafa reynt að koma á viðræðum á milli hennar, Pútíns og Macron Frakklandsforseta sumarið 2021 en án árangurs. Merkel segir að eftir að ljóst varð að hún væri á útleið úr stjórrnmálum hafi hún misst allt vald í augum Pútíns. Merkel tilkynnti um það í október 2018 að hún myndi hætta sem kanslari í lok árs 2021. Hún bætir við að vald skipti öllu máli fyrir honum og því hafi geta hennar til að grípa inn í atburðarrásina stórminnkað um leið og ljóst var að hún ætlaði að hætta í stjórnmálum. Til marks um þetta bendir hún á síðasta fundinn sem hún átti með Pútín í Moskvu í ágúst 2021. Þá hafi Pútín mætt til fundar ásamt Sergei Lavrov utanríkisráðherra sínum, en fram að því höfðu allir þeirra fundir verið aðeins verið á milli þeirra tveggja. Þýskaland Vladimír Pútín Rússland Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Merkel, sem nýlega lét af embætti og er talin einn áhrifamesti stjórnmálamaður síðustu áratuga hefur í framhaldi af innrás Rússa í Úkraínu sætt nokkurri gagnrýni fyrir þjónkun við Pútín síðustu árin. Í viðtali við Spiegel í Þýskalandi segist hún hafa reynt að koma á viðræðum á milli hennar, Pútíns og Macron Frakklandsforseta sumarið 2021 en án árangurs. Merkel segir að eftir að ljóst varð að hún væri á útleið úr stjórrnmálum hafi hún misst allt vald í augum Pútíns. Merkel tilkynnti um það í október 2018 að hún myndi hætta sem kanslari í lok árs 2021. Hún bætir við að vald skipti öllu máli fyrir honum og því hafi geta hennar til að grípa inn í atburðarrásina stórminnkað um leið og ljóst var að hún ætlaði að hætta í stjórnmálum. Til marks um þetta bendir hún á síðasta fundinn sem hún átti með Pútín í Moskvu í ágúst 2021. Þá hafi Pútín mætt til fundar ásamt Sergei Lavrov utanríkisráðherra sínum, en fram að því höfðu allir þeirra fundir verið aðeins verið á milli þeirra tveggja.
Þýskaland Vladimír Pútín Rússland Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira