KSÍ segir ráðuneytið hafa gefið grænt ljós á samning við Sáda Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2022 16:14 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur ekki viljað gefa upp hve mikið Sádar borguðu fyrir vináttulandsleik við Ísland fyrr í þessum mánuði. vísir/Arnar Utanríkisráðuneytið sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf og landsleik á milli Íslands og Sádi-Arabíu í fótbolta, samkvæmt svari við fyrirspurn Knattspyrnusambands Íslands á síðasta ári. Þetta er fullyrt í frétt á vef KSÍ í dag í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar um samkomulag sambandsins við knattspyrnusamband Sádi-Arabíu. KSÍ vitnar í svar ráðuneytisins og segir að í því hafi komið fram að „ráðuneytið sjái ekkert athugavert við gerð slíks samnings, sem hefur það að leiðarljósi að stofna til samstarfs um leiki milli landsliða í knattspyrnu sem um ræðir“. Karlalandslið þjóðanna mættust í vináttulandsleik í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í byrjun þessa mánaðar, þar sem Sádar unnu 1-0 sigur í undirbúningi sínum fyrir HM. Sádar borguðu KSÍ fyrir þann leik en sambandið hefur ekki viljað gefa upp hve há sú upphæð er. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, svaraði gagnrýni á sambandið fyrir að samþykkja leik við Sáda, vegna þeirra mannréttindabrota sem látin eru viðgangast í landinu, og sagðist í viðtali við Vísi í sumar skilja að ekki væru allir sáttir við að leikurinn færi fram. Þar sagði Vanda að KSÍ hefði leitað ráða hjá utanríkisráðuneytinu til að vita hvort eitthvað mælti gegn því að leikurinn yrði spilaður. Sagði hún að svo hefði ekki verið, og að KSÍ vildi frekar reyna að nýta fótboltann og samtöl til að ná fram breytingum til góðs frekar en að hafna tilboði Sáda. Í umfjöllun Stundarinnar í dag segir að KSÍ hafi aftur á móti ekki fengið grænt ljós frá utanríkisráðuneytinu, og er vitnað í svar frá ráðuneytinu sem Stundin segir sýna að fyrirspurn KSÍ hafi snúist um „samstarf“ sem KSÍ hafi ráðgert að eiga við Sádi-Arabíu. Samstarfið hafi snúist um uppbyggingu kvennaknattspyrnu í Sádi-Arabíu. KSÍ hefur nú ítrekað að utanríkisráðuneytið hafi svo sannarlega ekkert athugavert séð við fyrirhugað samstarf eða fyrirhugaðan landsleik Íslands og Sádi-Arabíu. Yfirlýsingu KSÍ má lesa í heild hér að neðan. Vegna umfjöllunar um samskipti KSÍ við Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu Varðandi samskipti KSÍ við utanríkisráðuneytið vill sambandið koma því á framfæri að haustið 2021 hófust samskipti KSÍ við Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu þar sem ræddar voru hugmyndir um samstarf. Hugmyndirnar voru í mörgum liðum og snerust allar um að skiptast á þekkingu og fræðslu um uppbyggingu knattspyrnu, allt frá starfsemi og rekstri knattspyrnusambanda yfir í réttindamál, sem og grasrótarstarf, kvennaknattspyrnu og afreksstarf. Einnig var rætt um mögulegan vináttuleik milli landsliða þjóðanna í janúar 2022. Í kjölfarið hafði KSÍ samband við utanríkisráðuneytið til að afla upplýsinga og ráðgjafar vegna stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu. Utanríkisráðuneytið svaraði og sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf eða fyrirhugaðan landsleik. Ekki varð þó af þessu samstarfi og ekki varð af janúar-leiknum. Í vor barst svo beiðni frá Knattspyrnusambandi Sádi-Arabíu um vináttuleik þjóðanna í nóvember. KSÍ leitaði ekki eftir áliti utanríkisráðuneytisins vegna þess leiks – því svarið lá fyrir þegar halda átti leik í janúar. Í svari formanns KSÍ í viðtali við Vísi frá því í júní á þessu ári, sem vitnað hefur verið til í fréttum fjölmiðla, er formaðurinn að vísa til þeirra gagna sem lágu fyrir. Í svari utanríkisráðuneytisins kom fram að „ráðuneytið sjái ekkert athugavert við gerð slíks samnings, sem hefur það að leiðarljósi að stofna til samstarfs um leiki milli landsliða í knattspyrnu sem um ræðir”. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International auk Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa bent á að mannréttindi séu fótum troðin í Sádi-Arabíu. Síðustu ár hefur til að mynda verið fjallað um mikinn fjölda dauðarefsinga og morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en einnig að pyntingar séu notaðar sem refsing, tjáningarfrelsi sé heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Sádar eru á meðal þátttökuþjóða á HM í Katar og vöktu mikla athygli með fræknum 2-1 sigri sínum gegn Argentínu í fyrsta leik en töpuðu svo 2-0 gegn Póllandi um helgina. Fótbolti KSÍ Utanríkismál Stjórnsýsla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Þetta er fullyrt í frétt á vef KSÍ í dag í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar um samkomulag sambandsins við knattspyrnusamband Sádi-Arabíu. KSÍ vitnar í svar ráðuneytisins og segir að í því hafi komið fram að „ráðuneytið sjái ekkert athugavert við gerð slíks samnings, sem hefur það að leiðarljósi að stofna til samstarfs um leiki milli landsliða í knattspyrnu sem um ræðir“. Karlalandslið þjóðanna mættust í vináttulandsleik í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í byrjun þessa mánaðar, þar sem Sádar unnu 1-0 sigur í undirbúningi sínum fyrir HM. Sádar borguðu KSÍ fyrir þann leik en sambandið hefur ekki viljað gefa upp hve há sú upphæð er. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, svaraði gagnrýni á sambandið fyrir að samþykkja leik við Sáda, vegna þeirra mannréttindabrota sem látin eru viðgangast í landinu, og sagðist í viðtali við Vísi í sumar skilja að ekki væru allir sáttir við að leikurinn færi fram. Þar sagði Vanda að KSÍ hefði leitað ráða hjá utanríkisráðuneytinu til að vita hvort eitthvað mælti gegn því að leikurinn yrði spilaður. Sagði hún að svo hefði ekki verið, og að KSÍ vildi frekar reyna að nýta fótboltann og samtöl til að ná fram breytingum til góðs frekar en að hafna tilboði Sáda. Í umfjöllun Stundarinnar í dag segir að KSÍ hafi aftur á móti ekki fengið grænt ljós frá utanríkisráðuneytinu, og er vitnað í svar frá ráðuneytinu sem Stundin segir sýna að fyrirspurn KSÍ hafi snúist um „samstarf“ sem KSÍ hafi ráðgert að eiga við Sádi-Arabíu. Samstarfið hafi snúist um uppbyggingu kvennaknattspyrnu í Sádi-Arabíu. KSÍ hefur nú ítrekað að utanríkisráðuneytið hafi svo sannarlega ekkert athugavert séð við fyrirhugað samstarf eða fyrirhugaðan landsleik Íslands og Sádi-Arabíu. Yfirlýsingu KSÍ má lesa í heild hér að neðan. Vegna umfjöllunar um samskipti KSÍ við Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu Varðandi samskipti KSÍ við utanríkisráðuneytið vill sambandið koma því á framfæri að haustið 2021 hófust samskipti KSÍ við Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu þar sem ræddar voru hugmyndir um samstarf. Hugmyndirnar voru í mörgum liðum og snerust allar um að skiptast á þekkingu og fræðslu um uppbyggingu knattspyrnu, allt frá starfsemi og rekstri knattspyrnusambanda yfir í réttindamál, sem og grasrótarstarf, kvennaknattspyrnu og afreksstarf. Einnig var rætt um mögulegan vináttuleik milli landsliða þjóðanna í janúar 2022. Í kjölfarið hafði KSÍ samband við utanríkisráðuneytið til að afla upplýsinga og ráðgjafar vegna stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu. Utanríkisráðuneytið svaraði og sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf eða fyrirhugaðan landsleik. Ekki varð þó af þessu samstarfi og ekki varð af janúar-leiknum. Í vor barst svo beiðni frá Knattspyrnusambandi Sádi-Arabíu um vináttuleik þjóðanna í nóvember. KSÍ leitaði ekki eftir áliti utanríkisráðuneytisins vegna þess leiks – því svarið lá fyrir þegar halda átti leik í janúar. Í svari formanns KSÍ í viðtali við Vísi frá því í júní á þessu ári, sem vitnað hefur verið til í fréttum fjölmiðla, er formaðurinn að vísa til þeirra gagna sem lágu fyrir. Í svari utanríkisráðuneytisins kom fram að „ráðuneytið sjái ekkert athugavert við gerð slíks samnings, sem hefur það að leiðarljósi að stofna til samstarfs um leiki milli landsliða í knattspyrnu sem um ræðir”. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International auk Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa bent á að mannréttindi séu fótum troðin í Sádi-Arabíu. Síðustu ár hefur til að mynda verið fjallað um mikinn fjölda dauðarefsinga og morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en einnig að pyntingar séu notaðar sem refsing, tjáningarfrelsi sé heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Sádar eru á meðal þátttökuþjóða á HM í Katar og vöktu mikla athygli með fræknum 2-1 sigri sínum gegn Argentínu í fyrsta leik en töpuðu svo 2-0 gegn Póllandi um helgina.
Vegna umfjöllunar um samskipti KSÍ við Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu Varðandi samskipti KSÍ við utanríkisráðuneytið vill sambandið koma því á framfæri að haustið 2021 hófust samskipti KSÍ við Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu þar sem ræddar voru hugmyndir um samstarf. Hugmyndirnar voru í mörgum liðum og snerust allar um að skiptast á þekkingu og fræðslu um uppbyggingu knattspyrnu, allt frá starfsemi og rekstri knattspyrnusambanda yfir í réttindamál, sem og grasrótarstarf, kvennaknattspyrnu og afreksstarf. Einnig var rætt um mögulegan vináttuleik milli landsliða þjóðanna í janúar 2022. Í kjölfarið hafði KSÍ samband við utanríkisráðuneytið til að afla upplýsinga og ráðgjafar vegna stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu. Utanríkisráðuneytið svaraði og sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf eða fyrirhugaðan landsleik. Ekki varð þó af þessu samstarfi og ekki varð af janúar-leiknum. Í vor barst svo beiðni frá Knattspyrnusambandi Sádi-Arabíu um vináttuleik þjóðanna í nóvember. KSÍ leitaði ekki eftir áliti utanríkisráðuneytisins vegna þess leiks – því svarið lá fyrir þegar halda átti leik í janúar. Í svari formanns KSÍ í viðtali við Vísi frá því í júní á þessu ári, sem vitnað hefur verið til í fréttum fjölmiðla, er formaðurinn að vísa til þeirra gagna sem lágu fyrir. Í svari utanríkisráðuneytisins kom fram að „ráðuneytið sjái ekkert athugavert við gerð slíks samnings, sem hefur það að leiðarljósi að stofna til samstarfs um leiki milli landsliða í knattspyrnu sem um ræðir”.
Fótbolti KSÍ Utanríkismál Stjórnsýsla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira