Musk segist ætla í stríð við Apple Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2022 09:12 Twitter í snjallforritaverslun Apple. Samfélagsmiðillinn gæti verið fjarlægður þaðan ef Apple telur hann brjóta notendaskilmála sína, þar á meðal um ofbeldi og hatursorðræðu. Vísir/Getty Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. Fjöldi stórra auglýsenda hefur flúið Twitter eftir að Musk tók yfir fyrirtækið og ákvað að hleypa notendum sem höfðu verið bannaðir af alls kyns ástæðum aftur á miðilinn. Musk hleypti meðal annars Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og ýmis konar hægrijaðarfígúrum og samtökum eins og Jordan Peterson, Marjorie Taylor Greene og Project Veritas aftur á Twitter. Orðrómar hafa verið á kreiki um að Apple og Google gætu gripið til aðgerða og jafnvel úthýst Twitter úr forritaverslunum sínum ef hatursorðræða og annað vafasamt efni fær að vaða uppi þar. Musk gaf þeim orðrómum byr undir báða vængi þegar hann tísti í gær um að Apple hefði hótað því að fjarlægja Twitter úr forritaverslun sinni, App store, án skýringa. „Apple er að mestu hætt að auglýsa á Twitter. Hata þeir tjáningarfrelsi í Bandaríkjunum,“ tíst Musk. Síðar tísti Musk mynd sem benti til þess að hann ætlaði í stríð við Apple. Ef Twitter yrði fjarlægt úr verslun Apple gætu nýir notendur ekki náð í snjallforritið fyrir síma sína og spjaldtölvur og notendur sem eru þegar með það gætu ekki uppfært það. Eigendur Apple-tækja gætu þó farið inn á Twitter í gegnum vefvafra. Washington Post segir að Apple hafi verið stærsti auglýsandinn á Twitter á fyrsta fjórðungi þessa árs. Twitter hafði meira en fjögur prósent af tekjum sínum frá Apple. Fordæmi eru fyrir því að Apple og Google banni samfélagsmiðlaforrit úr verslunum sínum. Þannig var Parler, samfélagsmiðli sem var vinsæll á meðal stuðningsmanna Trump, úthýst þaðan í fyrra. Töldu fyrirtækin að Parler hefði brotið notendaskilmála verslananna ítrekað með því að leyfa ofbeldishótanir að líðast á miðlinum. Apple Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjöldi stórra auglýsenda hefur flúið Twitter eftir að Musk tók yfir fyrirtækið og ákvað að hleypa notendum sem höfðu verið bannaðir af alls kyns ástæðum aftur á miðilinn. Musk hleypti meðal annars Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og ýmis konar hægrijaðarfígúrum og samtökum eins og Jordan Peterson, Marjorie Taylor Greene og Project Veritas aftur á Twitter. Orðrómar hafa verið á kreiki um að Apple og Google gætu gripið til aðgerða og jafnvel úthýst Twitter úr forritaverslunum sínum ef hatursorðræða og annað vafasamt efni fær að vaða uppi þar. Musk gaf þeim orðrómum byr undir báða vængi þegar hann tísti í gær um að Apple hefði hótað því að fjarlægja Twitter úr forritaverslun sinni, App store, án skýringa. „Apple er að mestu hætt að auglýsa á Twitter. Hata þeir tjáningarfrelsi í Bandaríkjunum,“ tíst Musk. Síðar tísti Musk mynd sem benti til þess að hann ætlaði í stríð við Apple. Ef Twitter yrði fjarlægt úr verslun Apple gætu nýir notendur ekki náð í snjallforritið fyrir síma sína og spjaldtölvur og notendur sem eru þegar með það gætu ekki uppfært það. Eigendur Apple-tækja gætu þó farið inn á Twitter í gegnum vefvafra. Washington Post segir að Apple hafi verið stærsti auglýsandinn á Twitter á fyrsta fjórðungi þessa árs. Twitter hafði meira en fjögur prósent af tekjum sínum frá Apple. Fordæmi eru fyrir því að Apple og Google banni samfélagsmiðlaforrit úr verslunum sínum. Þannig var Parler, samfélagsmiðli sem var vinsæll á meðal stuðningsmanna Trump, úthýst þaðan í fyrra. Töldu fyrirtækin að Parler hefði brotið notendaskilmála verslananna ítrekað með því að leyfa ofbeldishótanir að líðast á miðlinum.
Apple Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira