Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 18:01 Ástralir eru komnir áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins eftir frækinn sigur á Dönum. Vísir/Getty Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. Ástralir komu mörgum á óvart með því að fara áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar. Liðið vann 1-0 sigur á Dönum fyrr í dag og fara áfram úr D-riðli með jafn mörg stig og heimsmeistarar Frakka sem enduðu í efsta sæti riðilsins. Tímamismunurinn á Katar og Ástralíu er átta klukkustundir og fór leikurinn því fram um miðja nótt fyrsta dags desembermánaðar þar í landi. Stuðningsmenn Ástrala í Melbourne létu það þó ekki stoppa sig því gríðarlegur fjöldi hafði safnast saman í miðborg Melbourne til að fylgjast með leiknum sem hófst klukkan tvö eftir miðnætti að áströlskum tíma. Þegar Matthew Leckie skoraði eina mark leiksins gegn Dönum á 60.mínútu leiksins braust út mikill fögnuður í Melbourne og ekki var fögnuðurinn minni þegar flautað var til leiksloka og ljóst að Ástralir væru komnir áfram. The subsequent scenes in @FedSquare #Socceroos #GiveIt100 #FIFAWorldCup pic.twitter.com/Va3ftQgYVa— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022 Ástralir mæta sigurvegara C-riðils í 16-liða úrslitunum en það kemur í ljós síðar í kvöld hverjir andstæðingar liðsins verða. Pólland og Argentína eiga bæði möguleika á efsta sætinu í C-riðli. Þetta verður í annað sinn sem Ástralir leika í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins en þeir náðu sama árangri árið 2006 þegar keppnin fór fram í Þýskalandi. Þá féllu þeir úr leik gegn verðandi heimsmeisturum Ítala þar sem Francesco Totti skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástrala, óskaði liðinu til hamingju með árangurinn í Katar á Twitter að leik loknum nú áðan. Knattspyrnusamband Ástrala var ekki lengi að svara og spurði hvort landsmönnum yrði gefið frí á morgun, eitthvað sem eflaust margir myndu þiggja eftir að hafa vakað fram eftir nóttu yfir leiknum. Thank you @AlboMP!Public holiday?? https://t.co/00NY8nJ57h— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022 HM 2022 í Katar Ástralía Tengdar fréttir Ástralar sendu Dani heim og jöfnuðu sinn besta árangur Ástralía tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í annað sinn í sögunni með því að vinna Danmörku, 1-0. 30. nóvember 2022 16:54 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Ástralir komu mörgum á óvart með því að fara áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar. Liðið vann 1-0 sigur á Dönum fyrr í dag og fara áfram úr D-riðli með jafn mörg stig og heimsmeistarar Frakka sem enduðu í efsta sæti riðilsins. Tímamismunurinn á Katar og Ástralíu er átta klukkustundir og fór leikurinn því fram um miðja nótt fyrsta dags desembermánaðar þar í landi. Stuðningsmenn Ástrala í Melbourne létu það þó ekki stoppa sig því gríðarlegur fjöldi hafði safnast saman í miðborg Melbourne til að fylgjast með leiknum sem hófst klukkan tvö eftir miðnætti að áströlskum tíma. Þegar Matthew Leckie skoraði eina mark leiksins gegn Dönum á 60.mínútu leiksins braust út mikill fögnuður í Melbourne og ekki var fögnuðurinn minni þegar flautað var til leiksloka og ljóst að Ástralir væru komnir áfram. The subsequent scenes in @FedSquare #Socceroos #GiveIt100 #FIFAWorldCup pic.twitter.com/Va3ftQgYVa— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022 Ástralir mæta sigurvegara C-riðils í 16-liða úrslitunum en það kemur í ljós síðar í kvöld hverjir andstæðingar liðsins verða. Pólland og Argentína eiga bæði möguleika á efsta sætinu í C-riðli. Þetta verður í annað sinn sem Ástralir leika í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins en þeir náðu sama árangri árið 2006 þegar keppnin fór fram í Þýskalandi. Þá féllu þeir úr leik gegn verðandi heimsmeisturum Ítala þar sem Francesco Totti skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástrala, óskaði liðinu til hamingju með árangurinn í Katar á Twitter að leik loknum nú áðan. Knattspyrnusamband Ástrala var ekki lengi að svara og spurði hvort landsmönnum yrði gefið frí á morgun, eitthvað sem eflaust margir myndu þiggja eftir að hafa vakað fram eftir nóttu yfir leiknum. Thank you @AlboMP!Public holiday?? https://t.co/00NY8nJ57h— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022
HM 2022 í Katar Ástralía Tengdar fréttir Ástralar sendu Dani heim og jöfnuðu sinn besta árangur Ástralía tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í annað sinn í sögunni með því að vinna Danmörku, 1-0. 30. nóvember 2022 16:54 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Ástralar sendu Dani heim og jöfnuðu sinn besta árangur Ástralía tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í annað sinn í sögunni með því að vinna Danmörku, 1-0. 30. nóvember 2022 16:54