Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2022 11:53 Lögreglumenn á ferð við sendiráð Úkraínu í Madrid í gær. Einn særðist þegar blossaði ákafleg upp úr bréfi sem barst sendiráðinu og var stílað á sendiherrann. AP/Paul White Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid slasaðist lítillega þegar öflugur blossi gaus upp þegar hann handfjatlaði bréf sem barst því í gær. Sambærileg bréf voru send vopnaverksmiðju í Zaragoza og flugherstöð nærri Madrid. Þá var eitt bréf til viðbótar stílað á Margarítu Robles, varnarmálaráðherra, í morgun. Nú hefur innanríkisráðuneytið upplýst rannsóknardómstól sem rannsakar bréfasendingarnar að sambærilegt bréf hafi verið sent í La Moncloa, forsetahöllina í Madrid, og að það hafi verið stílað á Sánchez, forsætisráðherra, að sögn spænska dagblaðsins El País. Bréfið til Sánchez er sagt hafa verið handskrifað og tölvupóstfang var skráð sem sendandi. Heimildir blaðsins herma að bréfin fimm hafi öll verið eins. Bréfið sem barst Sánchez var stöðvað þegar það fór í gegnum gegnumlýsingartæki á fimmtudag í síðustu viku. Því var eytt en ekki var greint frá atvikinu til þess að spilla ekki fyrir rannsókn á því, að sögn heimildarmanna blaðsins innan stjórnarráðsins. Öryggiseftirlit við opinberar byggingar var aukið eftir að bréfið fannst. Rannsakendur eru sagðir beina sjónum sínum að tengslum bréfanna og hvort að þau hafi eitthvað með innrás Rússa í Úkraínu að gera. Spænska ríkisstjórnin sendi Úkraínumönnum vopn af sömu gerð og eru framleidd í vopnaverkskmiðjunni sem fékk eitt bréfið. Bréfið sem fannst á herflugvellinum í Torrejón de Ardoz nærri Madrid í nótt var stílað á yfirmann gervihnattamiðstöðvar Evrópusambandsins. Í morgun fannst svo enn eitt bréfið í varnarmálaráðuneytinu í Madrid, stílað á Robles ráðherra. Sprengjusérfræðingar sprengdu það bréf skömmu eftir klukkan ellefu að staðartíma í morgun. Spánn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid slasaðist lítillega þegar öflugur blossi gaus upp þegar hann handfjatlaði bréf sem barst því í gær. Sambærileg bréf voru send vopnaverksmiðju í Zaragoza og flugherstöð nærri Madrid. Þá var eitt bréf til viðbótar stílað á Margarítu Robles, varnarmálaráðherra, í morgun. Nú hefur innanríkisráðuneytið upplýst rannsóknardómstól sem rannsakar bréfasendingarnar að sambærilegt bréf hafi verið sent í La Moncloa, forsetahöllina í Madrid, og að það hafi verið stílað á Sánchez, forsætisráðherra, að sögn spænska dagblaðsins El País. Bréfið til Sánchez er sagt hafa verið handskrifað og tölvupóstfang var skráð sem sendandi. Heimildir blaðsins herma að bréfin fimm hafi öll verið eins. Bréfið sem barst Sánchez var stöðvað þegar það fór í gegnum gegnumlýsingartæki á fimmtudag í síðustu viku. Því var eytt en ekki var greint frá atvikinu til þess að spilla ekki fyrir rannsókn á því, að sögn heimildarmanna blaðsins innan stjórnarráðsins. Öryggiseftirlit við opinberar byggingar var aukið eftir að bréfið fannst. Rannsakendur eru sagðir beina sjónum sínum að tengslum bréfanna og hvort að þau hafi eitthvað með innrás Rússa í Úkraínu að gera. Spænska ríkisstjórnin sendi Úkraínumönnum vopn af sömu gerð og eru framleidd í vopnaverkskmiðjunni sem fékk eitt bréfið. Bréfið sem fannst á herflugvellinum í Torrejón de Ardoz nærri Madrid í nótt var stílað á yfirmann gervihnattamiðstöðvar Evrópusambandsins. Í morgun fannst svo enn eitt bréfið í varnarmálaráðuneytinu í Madrid, stílað á Robles ráðherra. Sprengjusérfræðingar sprengdu það bréf skömmu eftir klukkan ellefu að staðartíma í morgun.
Spánn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55
Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54