Lögreglan í Tampa situr um hús Antonio Brown sem neitar að koma út Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 22:05 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Antonio Brown kemur sér í vandræði. Vísir/Getty Lögreglan í Tampa hefur gefið út handtökuskipun á hendur Antonio Brown eftir að hann hótaði barnsmóður sinni með skotvopni. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að lögreglan sitji nú um hús Brown sem neiti að koma út. Antonio Brown er fyrrverandi útherji í NFL deildinni en handtökuskipunin var gefin út í kjölfar átaka á milli Brown og barnsmóður hans og fyrrum sambýliskonu. Hann er sagður hafa ógnað henni með skotvopni auk þess að kasta eigum hennar út á götu og læsa hana úti. ABC fréttastofan í Tampa greinir frá því að lögreglan sitji nú um hús Brown sem neitar að gefa sig fram. Í frétt ABC kemur fram að lögreglan noti gjallarhorn til að eiga samskipti við Brown og lögreglan tilkynnti honum meðal annars að hún hafi nú þegar rætt við lögfræðing hans. Lögreglan hefur einnig barið að dyrum og kallað inn í húsið án árangurs. „Við erum ekki að fara neitt,“ heyrðist lögreglan kalla og ljóst að þeir ætla sér ekki að yfirgefa svæðið nema með Brown í handjárnum. BREAKING NEWS | Tampa Police are currently attempting to arrest former Tampa Bay Buccaneers receiver Antonio Brown https://t.co/XhQIaxNgtH— ABC Action News (@abcactionnews) December 1, 2022 Handtökuskipunin var gefin út eftir að lögreglunni var neitað um heimild til að banna Brown að nálgast skotvopn vegna hættu að hann myndi valda sjálfum sér eða öðrum skaða. Í greinargerð lögreglu kom fram að Brown væri með aðgang að tveimur skotvopnum. Lögreglan óskaði eftir umræddri heimild eftir atvik á mánudag þar sem Brown henti eigum barnsmóður sinnar út úr húsi sínu. Þegar lögreglan mætti á svæðið kastaði Brown skó í konuna og hæfði hana í höfuðið. Þá hafði Brown læst öllum hurðum og gluggum og neitað að koma út. Tjáði barnsmóðir Brown lögreglunni að hann væri með skotvopn í húsinu. Lögreglan greindi frá því að Brown hefði boðist til að hleypa börnum þeirra inn í húsið en að börnin hafi ekki viljað fara inn þar sem þau voru hrædd við föður sinn. Lögreglan reyndi í kjölfarið að fá Brown til að opna dyrnar en hann neitaði. NEWS UPDATE Investigators said Brown, 34, and a woman were involved in a verbal altercation Monday afternoon at a home in Tampa. Brown threw a shoe at the victim, attempted to evict her from the home and locked her out, according to the report. https://t.co/Ga6BeuLQBi— ABC7 News (@ABC7SWFL) December 1, 2022 Barnsmóðir hans yfirgaf á endanum svæðið með börnin með sér og sagði lögreglan henni að eyða nóttinni á hóteli eða hjá vinum og bíða þar til Brown myndi róa sig niður. Samningi Brown hjá Tampa Bay Buccaneers var sagt upp í janúar, nokkrum dögum eftir að hann kastaði af sér keppnisbúnaði sínum og gekk af velli í miðjum leik. Brown sagði að hann hefði verið neyddur til að spila meiddur. Brown hefur áður komist í kast við lögin og var meðal annars sakaður um kynferðisbrot af tveimur konum og sagði önnur konan að Brown hefði nauðgað sér. NFL Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Antonio Brown er fyrrverandi útherji í NFL deildinni en handtökuskipunin var gefin út í kjölfar átaka á milli Brown og barnsmóður hans og fyrrum sambýliskonu. Hann er sagður hafa ógnað henni með skotvopni auk þess að kasta eigum hennar út á götu og læsa hana úti. ABC fréttastofan í Tampa greinir frá því að lögreglan sitji nú um hús Brown sem neitar að gefa sig fram. Í frétt ABC kemur fram að lögreglan noti gjallarhorn til að eiga samskipti við Brown og lögreglan tilkynnti honum meðal annars að hún hafi nú þegar rætt við lögfræðing hans. Lögreglan hefur einnig barið að dyrum og kallað inn í húsið án árangurs. „Við erum ekki að fara neitt,“ heyrðist lögreglan kalla og ljóst að þeir ætla sér ekki að yfirgefa svæðið nema með Brown í handjárnum. BREAKING NEWS | Tampa Police are currently attempting to arrest former Tampa Bay Buccaneers receiver Antonio Brown https://t.co/XhQIaxNgtH— ABC Action News (@abcactionnews) December 1, 2022 Handtökuskipunin var gefin út eftir að lögreglunni var neitað um heimild til að banna Brown að nálgast skotvopn vegna hættu að hann myndi valda sjálfum sér eða öðrum skaða. Í greinargerð lögreglu kom fram að Brown væri með aðgang að tveimur skotvopnum. Lögreglan óskaði eftir umræddri heimild eftir atvik á mánudag þar sem Brown henti eigum barnsmóður sinnar út úr húsi sínu. Þegar lögreglan mætti á svæðið kastaði Brown skó í konuna og hæfði hana í höfuðið. Þá hafði Brown læst öllum hurðum og gluggum og neitað að koma út. Tjáði barnsmóðir Brown lögreglunni að hann væri með skotvopn í húsinu. Lögreglan greindi frá því að Brown hefði boðist til að hleypa börnum þeirra inn í húsið en að börnin hafi ekki viljað fara inn þar sem þau voru hrædd við föður sinn. Lögreglan reyndi í kjölfarið að fá Brown til að opna dyrnar en hann neitaði. NEWS UPDATE Investigators said Brown, 34, and a woman were involved in a verbal altercation Monday afternoon at a home in Tampa. Brown threw a shoe at the victim, attempted to evict her from the home and locked her out, according to the report. https://t.co/Ga6BeuLQBi— ABC7 News (@ABC7SWFL) December 1, 2022 Barnsmóðir hans yfirgaf á endanum svæðið með börnin með sér og sagði lögreglan henni að eyða nóttinni á hóteli eða hjá vinum og bíða þar til Brown myndi róa sig niður. Samningi Brown hjá Tampa Bay Buccaneers var sagt upp í janúar, nokkrum dögum eftir að hann kastaði af sér keppnisbúnaði sínum og gekk af velli í miðjum leik. Brown sagði að hann hefði verið neyddur til að spila meiddur. Brown hefur áður komist í kast við lögin og var meðal annars sakaður um kynferðisbrot af tveimur konum og sagði önnur konan að Brown hefði nauðgað sér.
NFL Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira