Stjörnutorgsskiltið fer á nýtt Stjörnutorg Bjarki Sigurðsson skrifar 2. desember 2022 13:24 Merki Stjörnutorgs mun flytja í Garðabæinn á næstunni. Kringlan Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. Skilti Stjörnutorgs fór á uppboð eftir að það var tekið niður þegar torginu var lokað í síðasta mánuði. Stjörnutorg hafði verið í Kringlunni í 23 ár en nú hefur mathöllin Kúmen tekið við. Nokkur tilboð bárust í skiltið en að lokum var það fyrirtækið Tæknivörur sem átti hæsta boð, 200 þúsund krónur. Allur peningurinn rennur óskipt í pakkasöfnun Kringlunnar til styrktar Mæðrastyrksnefndar, Fjölskylduhjálpar Íslands og Hjálparstofnunar Kirkjunnar. Tæknivörur ætla að gefa íþróttafélaginu Stjörnunni í Garðabæ merkið. Torg við heimavöll Stjörnunnar er kallað Stjörnutorg af flestum. Því var það skrifað í skýin að merkið færi þangað. „Tæknivörur er einn stærsti styrktaraðili okkar. Við erum með lítið torg hér við Samsung-völlinn sem heitir Stjörnutorg. Þar seljum við hamborgara á fótboltaleikjum og svona. Okkur fannst þetta tilvalið þegar við fengum þessa ábendingu frá einum góðum Stjörnumanni. Við ákváðum að taka slaginn þannig við heyrðum í okkar bestu mönnum sem voru heldur betur klárir í þetta. Þetta fer auðvitað í gott málefni og er skemmtilegt fyrir nærumhverfið okkar,“ segir Dagur Jónsson, samskipta- og markaðsstjóri Stjörnunnar, í samtali við fréttastofu. Til stendur að taka svæðið fyrir framan Samsung-völlinn í gegn og verður merkið hluti af nýrri ásýnd við völlinn. Skiltið verður afhent Tæknivörum í næstu viku og fer síðan í Garðabæ eftir það. Kringlan Garðabær Tímamót Stjarnan Tengdar fréttir Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15 Stjörnutorg verður að Kúmen Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 15. nóvember 2022 10:49 Sá sér leik á borði og selur Stjörnutorg Eigandi lénsins Stjörnutorg.is hefur sett lénið á sölu. Stjörnutorg lokar í dag eftir 23 ára starfsemi en Kringlan hefur engin tengsl við lénið að sögn markaðsstjóra. 23. nóvember 2022 07:31 Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Skilti Stjörnutorgs fór á uppboð eftir að það var tekið niður þegar torginu var lokað í síðasta mánuði. Stjörnutorg hafði verið í Kringlunni í 23 ár en nú hefur mathöllin Kúmen tekið við. Nokkur tilboð bárust í skiltið en að lokum var það fyrirtækið Tæknivörur sem átti hæsta boð, 200 þúsund krónur. Allur peningurinn rennur óskipt í pakkasöfnun Kringlunnar til styrktar Mæðrastyrksnefndar, Fjölskylduhjálpar Íslands og Hjálparstofnunar Kirkjunnar. Tæknivörur ætla að gefa íþróttafélaginu Stjörnunni í Garðabæ merkið. Torg við heimavöll Stjörnunnar er kallað Stjörnutorg af flestum. Því var það skrifað í skýin að merkið færi þangað. „Tæknivörur er einn stærsti styrktaraðili okkar. Við erum með lítið torg hér við Samsung-völlinn sem heitir Stjörnutorg. Þar seljum við hamborgara á fótboltaleikjum og svona. Okkur fannst þetta tilvalið þegar við fengum þessa ábendingu frá einum góðum Stjörnumanni. Við ákváðum að taka slaginn þannig við heyrðum í okkar bestu mönnum sem voru heldur betur klárir í þetta. Þetta fer auðvitað í gott málefni og er skemmtilegt fyrir nærumhverfið okkar,“ segir Dagur Jónsson, samskipta- og markaðsstjóri Stjörnunnar, í samtali við fréttastofu. Til stendur að taka svæðið fyrir framan Samsung-völlinn í gegn og verður merkið hluti af nýrri ásýnd við völlinn. Skiltið verður afhent Tæknivörum í næstu viku og fer síðan í Garðabæ eftir það.
Kringlan Garðabær Tímamót Stjarnan Tengdar fréttir Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15 Stjörnutorg verður að Kúmen Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 15. nóvember 2022 10:49 Sá sér leik á borði og selur Stjörnutorg Eigandi lénsins Stjörnutorg.is hefur sett lénið á sölu. Stjörnutorg lokar í dag eftir 23 ára starfsemi en Kringlan hefur engin tengsl við lénið að sögn markaðsstjóra. 23. nóvember 2022 07:31 Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15
Stjörnutorg verður að Kúmen Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 15. nóvember 2022 10:49
Sá sér leik á borði og selur Stjörnutorg Eigandi lénsins Stjörnutorg.is hefur sett lénið á sölu. Stjörnutorg lokar í dag eftir 23 ára starfsemi en Kringlan hefur engin tengsl við lénið að sögn markaðsstjóra. 23. nóvember 2022 07:31