Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2022 14:04 Mikill kraftur er í skógrækt í landinu enda mikið af trjám plantað á hverju ári og ekkert lát á. Myndin er frá Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. Það hefur verið mikill kraftur í gróðursetningu hjá Skógræktinni síðustu ár og allt stefnir í að í ár verði um 6 milljónir plantna gróðursettar. Á næsta ári, 2023 stefnir hins vegar í Íslandsmet í gróðursetningu því þá er reiknað með að gróðursetja sjö milljónir plantna. Þröstur Eysteinsson er skógræktarstjóri. „Það verður met ef vel tekst til og ef plönturnar komast allar úr gróðrarstöðvum og við komum þeim niður, þá verður það met á næsta ári. Þetta verður um allt land en það er minnst kannski á innanverðu héraði og á nokkrum öðrum stöðum þar sem búið er að gróðursetja svo mikið en það eru vaxtarbroddar á stöðum eins og Norðurlandi Vestra til dæmis og Vesturlandi þar sem mjög mikið er verið að gera,“ segir Þröstur. En hvaða tegundir er aðallega verið að gróðursetja? „Þetta er lang mest birki en síðan eru það stafafura, sitkagreni, rússalerki og alaskaösp.“ Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri en Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu á nýju ári, eða að gróðursetja um 7 milljónir plantna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þröstur segir ástand á gróðri óvenjulega gott núna enda eru búin að vera mikil hlýindi og gott veður. En hvað með bleytuna eins og alla rigninguna á Austurlandi síðustu vikur, hefur hún haft einhver áhrif á trjágróður ? „Rigningin er bara góð en það sem okkur finnst verra í skógrækt ef það fylgir henni mikið hvassviðri, þá fara skógar að falla um koll í bleytu og hvassviðri og það er atriði, sem við þurfum svolítið að aðlagast upp á framtíðina að gera.“ En hvað finnst Þresti um þessi miklu hlýindi og bleytu á þessum árstíma? „Þetta er meira magn heldur en menn eiga að venjast, þetta er meira úrkomumagn, það er akkúrat eitt af því, sem menn spá í sambandi við hnattræn hlýnun, það verður meira úrkomumagn í svona veðrum en að öðru leyti eru þetta bara venjulegar haustrigningar,“ segir Þröstur. Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Það hefur verið mikill kraftur í gróðursetningu hjá Skógræktinni síðustu ár og allt stefnir í að í ár verði um 6 milljónir plantna gróðursettar. Á næsta ári, 2023 stefnir hins vegar í Íslandsmet í gróðursetningu því þá er reiknað með að gróðursetja sjö milljónir plantna. Þröstur Eysteinsson er skógræktarstjóri. „Það verður met ef vel tekst til og ef plönturnar komast allar úr gróðrarstöðvum og við komum þeim niður, þá verður það met á næsta ári. Þetta verður um allt land en það er minnst kannski á innanverðu héraði og á nokkrum öðrum stöðum þar sem búið er að gróðursetja svo mikið en það eru vaxtarbroddar á stöðum eins og Norðurlandi Vestra til dæmis og Vesturlandi þar sem mjög mikið er verið að gera,“ segir Þröstur. En hvaða tegundir er aðallega verið að gróðursetja? „Þetta er lang mest birki en síðan eru það stafafura, sitkagreni, rússalerki og alaskaösp.“ Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri en Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu á nýju ári, eða að gróðursetja um 7 milljónir plantna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þröstur segir ástand á gróðri óvenjulega gott núna enda eru búin að vera mikil hlýindi og gott veður. En hvað með bleytuna eins og alla rigninguna á Austurlandi síðustu vikur, hefur hún haft einhver áhrif á trjágróður ? „Rigningin er bara góð en það sem okkur finnst verra í skógrækt ef það fylgir henni mikið hvassviðri, þá fara skógar að falla um koll í bleytu og hvassviðri og það er atriði, sem við þurfum svolítið að aðlagast upp á framtíðina að gera.“ En hvað finnst Þresti um þessi miklu hlýindi og bleytu á þessum árstíma? „Þetta er meira magn heldur en menn eiga að venjast, þetta er meira úrkomumagn, það er akkúrat eitt af því, sem menn spá í sambandi við hnattræn hlýnun, það verður meira úrkomumagn í svona veðrum en að öðru leyti eru þetta bara venjulegar haustrigningar,“ segir Þröstur.
Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira