Verst ku staðan vera í þorpunum Sumberwuluh og Supiturang þar sem askan er sögð ná upp að þaki húsa. AP fréttaveitan segir að engar tilkynningar um mannfalli hafi borist en búið er að lýsa yfir tveggja vikna neyðarástandi.
Samkvæmt fréttaveitunni hófst eldgosið vegna mikillar rigningar í Indónesíu. Hún leiddi til þess að hraunhvelfing yfir gíg eldfjallsins hrundi. Við það flæddi hrauns og heitt gas niður hlíðar fjallsins og yfir þorp. Brú sem var nýverið nýbyggð eftir að hún eyðilagðist í eldgosi í fyrra, eyðilagðist aftur.
Síðast gaus í Semeru í desember í fyrra og þá dó 51. Margir þeirra voru að vinna í hlíðum fjallsins við að grafa sand og dóu í þorpum sem grófust undir leðju. Þá þurfti að flytja rúmlega tíu þúsund manns af svæðinu við eldfjallið en Austur-Java er mjög þéttbýl og þúsundir búa í hlíðum eldfjallsins og við rætur þess.

Ríkisstjóri héraðsins segir íbúa enn muna vel eftir eldgosinu í fyrra og flestir hafi flúið þegar eldfjallið byrjaði að láta á sér kræla í gær. Margir hafi þó snúið aftur í dag til að huga að heimilum sínum og eigum.
AFP segir um 2.500 manns halda til í neyðarskýlum. Þá sé verið að dreifa grímum til íbúa og setja upp fjöldaeldhús sem fólk geti notað.
Svo virðist sem virkni í eldfjallinu hafi dregist saman en sérfræðingar óttast enn samspil mikillar ösku og rigningar. Það gæti leitt til frekari skriðufalla.
[UPDATE] Pada pukul 12.00 WIB, Gunung Semeru naik status menjadi Level IV (Awas), dari sebelumnya Level III (Siaga).
— Kementerian LHK (@KementerianLHK) December 4, 2022
Dihimbau utk tidak beraktivitas dalam radius 8 km dari puncak, dan sektoral arah tenggara (Besuk Kobokai dan Kali Lanang) sejauh 19 km dari puncak.#KLHK pic.twitter.com/9tLp0HbVUw
