25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2022 07:37 Frá aðgerðum lögrelgu í Karlsruhe í Þýskalandi í morgun þar sem húsleit var gerð. Getty Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. Lögregla greinir frá handtökunum í morgun og að gögn hafi fundist sem bendi til að liðsmenn hreyfingarinnar hafi haft valdarán í hyggju. Hafi ætlunin verið að ráðast inn í þinghúsið í Berlín, „kollsteypa kerfinu“ og koma sitjandi ríkisstjórn frá. Fjöldi þýskra fjölmiðla greina frá málinu í morgun, meðal annars Zeit, Spiegel og Bild. Þar segir að 71 árs maður af aðalsætt, Hinrik XIII, hafi verið aðalskipuleggjandinn, en í hópi hinna handteknu er einnig fyrrverandi þingmaður. Fram kemur að rúmlega þrjú þúsund lögreglumenn hafi tekið þátt í samræmdum aðgerðum og gert húsleit í rúmlega 130 stöðum – heimilum og skrifstofum – í ellefu af sextán löndum Þýskalands snemma í morgun. Þá var einn handtekinn í Austurríki og annar í Ítalíu vegna málsins í morgun. Frá aðgerðum lögreglu í Hessen í morgun.Getty Fram kemur að það sé embætti ríkissaksóknara og alríkislögreglan sem hafi staðið að aðgerðunum í morgun. Nokkurt magn vopna hefur fundist. Zeit segir frá því að lögregla hafi beint sjónum sínum að 52 einstaklingum og hafi 25 þeirra verið handteknir í morgun. Reichsbürger er hægriöfgahreyfing sem viðurkennir ekki lögmæti Þýskaland dagsins í dag. Ennfremur kemur fram í þýskum fjölmiðlum að í hópi hinna handteknu meðal annars aðilar með tengsl við þýska herinn og Birgit Malsack-Winkemann, fyrrverandi þingkona frá Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Húsleit var meðal annars gerð í Wannsee-hverfinu í Berlín og í fjallakofa í Bad Lobenstein. Þá var gerð húsleit á bílaverkstæði í Saxlandi og á fleiri stöðum í Bæjaralandi, Hessen, Neðra-Saxlandi og víðar. Þýskaland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Lögregla greinir frá handtökunum í morgun og að gögn hafi fundist sem bendi til að liðsmenn hreyfingarinnar hafi haft valdarán í hyggju. Hafi ætlunin verið að ráðast inn í þinghúsið í Berlín, „kollsteypa kerfinu“ og koma sitjandi ríkisstjórn frá. Fjöldi þýskra fjölmiðla greina frá málinu í morgun, meðal annars Zeit, Spiegel og Bild. Þar segir að 71 árs maður af aðalsætt, Hinrik XIII, hafi verið aðalskipuleggjandinn, en í hópi hinna handteknu er einnig fyrrverandi þingmaður. Fram kemur að rúmlega þrjú þúsund lögreglumenn hafi tekið þátt í samræmdum aðgerðum og gert húsleit í rúmlega 130 stöðum – heimilum og skrifstofum – í ellefu af sextán löndum Þýskalands snemma í morgun. Þá var einn handtekinn í Austurríki og annar í Ítalíu vegna málsins í morgun. Frá aðgerðum lögreglu í Hessen í morgun.Getty Fram kemur að það sé embætti ríkissaksóknara og alríkislögreglan sem hafi staðið að aðgerðunum í morgun. Nokkurt magn vopna hefur fundist. Zeit segir frá því að lögregla hafi beint sjónum sínum að 52 einstaklingum og hafi 25 þeirra verið handteknir í morgun. Reichsbürger er hægriöfgahreyfing sem viðurkennir ekki lögmæti Þýskaland dagsins í dag. Ennfremur kemur fram í þýskum fjölmiðlum að í hópi hinna handteknu meðal annars aðilar með tengsl við þýska herinn og Birgit Malsack-Winkemann, fyrrverandi þingkona frá Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Húsleit var meðal annars gerð í Wannsee-hverfinu í Berlín og í fjallakofa í Bad Lobenstein. Þá var gerð húsleit á bílaverkstæði í Saxlandi og á fleiri stöðum í Bæjaralandi, Hessen, Neðra-Saxlandi og víðar.
Þýskaland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira