Tvöfalda þarf framlag Íslands til þróunarsamvinnu Hópur forsvarsmanna í Frjálsum félagasamtökum í þróunarsamvinnu skrifar 7. desember 2022 14:00 Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu, sem mynda fræðsluvettvanginn Þróunarsamvinna ber ávöxt ásamt Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, telja mikilvægt að stjórnvöld finni leiðir til að markmið um að öll iðnríki, þar með talið Ísland, veiti 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu gangi eftir. Íslensk stjórnvöld hafa um áratuga skeið stutt í orði markmið Sameinuðu þjóðanna en hæst hafa framlög Íslands numið 0,35% af vergum þjóðartekjum og það aðeins í fá skipti. Með hliðsjón af markmiði Sameinuðuþjóðanna og stuðningi Íslands við það markmið til margra áratuga, skora neðangreind félög á löggjafann að tryggja að Ísland nái markmiði sínu um að 0,7% af vergum þjóðartekjum fari í þróunarsamvinnu. Slík samvinna styður fátæk og stríðshrjáð ríki til sjálfshjálpar og til að byggja upp betri lífsskilyrði svo fólk þurfi síður að flýja heimalönd sín. Í því skyni þyrfti að tvöfalda framlag Íslands til þróunarsamvinnu fyrir árið 2023 þannig að það næmi rúmum 23 milljörðum. Í heimi þar sem stöðugt fleiri neyðast til að flýja heimili sín vegna vopnaðra átaka, ofsókna, fátæktar og loftslagsbreytinga ber efnameiri þjóðum að leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu öryggi og velferð jarðarbúa. Neðangreind félög telja tilefni til að fagna auknum fjármunum í þróunarsamvinnu á undanförnum árum en betur má ef duga skal. Nái Ísland ofangreindum markmiðum sínum myndi það gefa Íslandi sterkari og trúverðugri rödd á alþjóðavettvangi og tilefni til að hvetja aðrar efnameiri þjóðir til að ná einnig ofangreindu markmiði Sameinuðu þjóðanna. Fyrir hönd FFÞ og fræðsluvettvangsins Þróunarsamvinna ber ávöxt, Birna Þórarinsdóttir, UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, Hjálparstarfi kirkjunnar Ellen Calmon, Barnaheill - Save the Children á Íslandi Kristín Hjálmtýsdóttir, Rauða krossi Íslands Hjalti Skaale Glúmsson, ABC Barnahjálp Ragnar Gunnarsson, Kristniboðssambandinu Ragnar Schram, SOS Barnaþorpum Stella Samúelsdóttir, UN Women á Íslandi Valdís Anna Þrastardóttir, Candle Light Foundation Vala Karen Viðarsdóttir, Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þróunarsamvinna Félagasamtök Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu, sem mynda fræðsluvettvanginn Þróunarsamvinna ber ávöxt ásamt Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, telja mikilvægt að stjórnvöld finni leiðir til að markmið um að öll iðnríki, þar með talið Ísland, veiti 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu gangi eftir. Íslensk stjórnvöld hafa um áratuga skeið stutt í orði markmið Sameinuðu þjóðanna en hæst hafa framlög Íslands numið 0,35% af vergum þjóðartekjum og það aðeins í fá skipti. Með hliðsjón af markmiði Sameinuðuþjóðanna og stuðningi Íslands við það markmið til margra áratuga, skora neðangreind félög á löggjafann að tryggja að Ísland nái markmiði sínu um að 0,7% af vergum þjóðartekjum fari í þróunarsamvinnu. Slík samvinna styður fátæk og stríðshrjáð ríki til sjálfshjálpar og til að byggja upp betri lífsskilyrði svo fólk þurfi síður að flýja heimalönd sín. Í því skyni þyrfti að tvöfalda framlag Íslands til þróunarsamvinnu fyrir árið 2023 þannig að það næmi rúmum 23 milljörðum. Í heimi þar sem stöðugt fleiri neyðast til að flýja heimili sín vegna vopnaðra átaka, ofsókna, fátæktar og loftslagsbreytinga ber efnameiri þjóðum að leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu öryggi og velferð jarðarbúa. Neðangreind félög telja tilefni til að fagna auknum fjármunum í þróunarsamvinnu á undanförnum árum en betur má ef duga skal. Nái Ísland ofangreindum markmiðum sínum myndi það gefa Íslandi sterkari og trúverðugri rödd á alþjóðavettvangi og tilefni til að hvetja aðrar efnameiri þjóðir til að ná einnig ofangreindu markmiði Sameinuðu þjóðanna. Fyrir hönd FFÞ og fræðsluvettvangsins Þróunarsamvinna ber ávöxt, Birna Þórarinsdóttir, UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, Hjálparstarfi kirkjunnar Ellen Calmon, Barnaheill - Save the Children á Íslandi Kristín Hjálmtýsdóttir, Rauða krossi Íslands Hjalti Skaale Glúmsson, ABC Barnahjálp Ragnar Gunnarsson, Kristniboðssambandinu Ragnar Schram, SOS Barnaþorpum Stella Samúelsdóttir, UN Women á Íslandi Valdís Anna Þrastardóttir, Candle Light Foundation Vala Karen Viðarsdóttir, Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun