Gluggasmið sem sagði verkið í „algjörum forgangi“ gert að endurgreiða innborgun að fullu Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2022 15:29 Viðskiptavinur ákvað að rifta samningi þrettán mánuði eftir að tilboð fyrirtækisins var samþykkt. Þá var enn ekkert að frétta. Getty Fyrirtæki sem smíðar glugga hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini staðfestingargjald pöntunar að fullu eftir að viðskiptavinur ákvað að rifta samningi, þrettán mánuðum eftir að hann hafði samþykkt tilboð fyrirtækisins í smíði þriggja glugga og hurðar vegna lekavandamála í fasteign. Framkvæmdir voru þá ekki hafnar og ekki vitað til þess að fyrirtækið hefði hafið smíði glugganna. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem féll í byrjun mánaðar. Í úrskurðinum er málið rakið en viðskiptavinurinn hafði óskað eftir tilboði frá fyrirtækinu vegna smíði glugganna þriggja og hurðarinnar, sem og uppsetningar. Fyrirtækið gerði tilboð í verkið í júlí 2021 upp á rétt rúma milljón að meðtöldum virðisaukaskatti. Í tilboðinu var kveðið á um að 35 prósenta staðfestingargjald skyldi greitt við samþykki þess. Viðskiptavinurinn samþykkti það og greiddi staðfestingargjaldið, eða innborgunina, inn á reikning fyrirtækisins, um 360 þúsund krónur. „Í algjörum forgangi“ Gluggasmiðurinn og viðskiptavinurinn áttu svo í reglulegum samskiptum í gegnum tölvupóst þar sem viðskiptavinurinn ítrekaði margsinnis ósk sína um að gluggasmiðurinn myndi hefja verkið eins fljótt og kostur væri enda lægi fasteignin undir skemmdum vegna leka. Gluggasmiðurinn mætti svo loks til viðskiptavinarins í maí síðastliðinn til að mæla fyrir gluggunum og hurðinni. Tilkynnti smiðurinn þá að smíðin myndi hafa „algjöran forgang“ hjá honum og tæki hún um þrjár til fjórar vikur. Í gögnum kemur svo fram að ítrekaðar tafir hafi orðið á smíðinni. Viðskiptavinurinn tilkynnti svo með tölvupósti í ágúst síðastliðinn að hann sætti sig ekki við frekari drátt á því að verkið myndi hefjast, en þrettán mánuðir voru þá liðnir frá því viðskiptavinurinn hafði samþykkt tilboð smiðsins. Var þá óskað eftir ljósmyndum af framgangi gluggasmíðinnar til að færa sönnur á að gluggarnir væru tilbúnir eða smíði hafin. Smiðurinn varð ekki við beiðninni og sendi engar myndir. Fyrirtækið hafði í engu efnt samning Viðskiptavinurinn óskaði þá eftir endurgreiðslu á innborguninni – beiðni sem var ítrekuð viku síðar. Um miðjan október endurgreiddi smiðurinn hluta innborgunarinnar, 200 þúsund krónur. Viðskiptavinurinn leitaði svo til kærunefndarinnar og krafðist þess að smiðurinn myndi endurgreiða honum það sem eftir stóð, það er rúma 161 þúsund krónur. Kærunefndin taldi ljóst að verulegur dráttur hefði orðið á viðskiptunum með vísun í lög um þjónustukaup og því hafi viðskiptavininum verið heimilt að rifta samningi og óska eftir endurgreiðslu. „Við mat á endurgreiðslukröfu sóknaraðila verður að líta til þess, með hliðsjón af framlögðum gögnum, að varnaraðili hefur í engu efnt samning aðila,“ segir í úrskurðinum. Ber honum því að endurgreiða eftirstöðvar innborgunarinnar, 161.481 krónu, auk dráttarvaxta. Tengd skjöl ÚrskurðurPDF98KBSækja skjal Neytendur Málefni fjölbýlishúsa Byggingariðnaður Mest lesið Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem féll í byrjun mánaðar. Í úrskurðinum er málið rakið en viðskiptavinurinn hafði óskað eftir tilboði frá fyrirtækinu vegna smíði glugganna þriggja og hurðarinnar, sem og uppsetningar. Fyrirtækið gerði tilboð í verkið í júlí 2021 upp á rétt rúma milljón að meðtöldum virðisaukaskatti. Í tilboðinu var kveðið á um að 35 prósenta staðfestingargjald skyldi greitt við samþykki þess. Viðskiptavinurinn samþykkti það og greiddi staðfestingargjaldið, eða innborgunina, inn á reikning fyrirtækisins, um 360 þúsund krónur. „Í algjörum forgangi“ Gluggasmiðurinn og viðskiptavinurinn áttu svo í reglulegum samskiptum í gegnum tölvupóst þar sem viðskiptavinurinn ítrekaði margsinnis ósk sína um að gluggasmiðurinn myndi hefja verkið eins fljótt og kostur væri enda lægi fasteignin undir skemmdum vegna leka. Gluggasmiðurinn mætti svo loks til viðskiptavinarins í maí síðastliðinn til að mæla fyrir gluggunum og hurðinni. Tilkynnti smiðurinn þá að smíðin myndi hafa „algjöran forgang“ hjá honum og tæki hún um þrjár til fjórar vikur. Í gögnum kemur svo fram að ítrekaðar tafir hafi orðið á smíðinni. Viðskiptavinurinn tilkynnti svo með tölvupósti í ágúst síðastliðinn að hann sætti sig ekki við frekari drátt á því að verkið myndi hefjast, en þrettán mánuðir voru þá liðnir frá því viðskiptavinurinn hafði samþykkt tilboð smiðsins. Var þá óskað eftir ljósmyndum af framgangi gluggasmíðinnar til að færa sönnur á að gluggarnir væru tilbúnir eða smíði hafin. Smiðurinn varð ekki við beiðninni og sendi engar myndir. Fyrirtækið hafði í engu efnt samning Viðskiptavinurinn óskaði þá eftir endurgreiðslu á innborguninni – beiðni sem var ítrekuð viku síðar. Um miðjan október endurgreiddi smiðurinn hluta innborgunarinnar, 200 þúsund krónur. Viðskiptavinurinn leitaði svo til kærunefndarinnar og krafðist þess að smiðurinn myndi endurgreiða honum það sem eftir stóð, það er rúma 161 þúsund krónur. Kærunefndin taldi ljóst að verulegur dráttur hefði orðið á viðskiptunum með vísun í lög um þjónustukaup og því hafi viðskiptavininum verið heimilt að rifta samningi og óska eftir endurgreiðslu. „Við mat á endurgreiðslukröfu sóknaraðila verður að líta til þess, með hliðsjón af framlögðum gögnum, að varnaraðili hefur í engu efnt samning aðila,“ segir í úrskurðinum. Ber honum því að endurgreiða eftirstöðvar innborgunarinnar, 161.481 krónu, auk dráttarvaxta. Tengd skjöl ÚrskurðurPDF98KBSækja skjal
Neytendur Málefni fjölbýlishúsa Byggingariðnaður Mest lesið Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent