Hilmar og Thelma Íþróttafólk ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2022 15:45 Thelma Björg Björnsdóttir og Hilmar Snær Örvarsson með verðlaunagripina. vísir/vilhelm Hilmar Snær Örvarsson, skíðamaður úr Víkingi, og Thelma Björg Björnsdóttir, sundkona hjá ÍFR, eru Íþróttafólk ársins 2022 úr röðum fatlaðra. Þetta er í annað sinn sem Hilmar hlýtur þessa nafnbót en hann var einnig valinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðum fyrir tveimur árum. Thelma hefur aftur á móti hlotið þessa nafnbót fimm sinnum. Þá fékk Karl Þorsteinsson Hvataverðlaunin 2022. Hann hefur unnið fyrir Íþróttafélag fatlaðra í fjóra áratugi og á hvað stærstan þátt í uppgangi botsíaþróttarinnar. Umsögn Íþróttasambands fatlaðra um Hilmar Víkingurinn Hilmar náði frábærum árangri á HM og á Ólympíumóti fatlaðra í vetraríþróttum.vísir/vilhelm Í annað sinn hlýtur skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson nafnbótina Íþróttamaður ársins. Hilmar var fyrst kjörinn árið 2020 en hlýtur nú titilinn fyrir sögulegan árangur fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í vetraríþróttum og á vetrarólympíumótinu. Á báðum mótum hafnaði Hilmar í 5. sæti í svigkeppni sem er besti árangur Íslands á báðum mótum. Á HM keppti hann líka í stórsvigi þar sem hann hafnaði í 21. sæti en á vetrarólympíumótinu féll hann úr leik í stórsvigskeppninni. Umsögn Íþróttasambands fatlaðra um Thelmu Aðeins Kristín Rós Hákonardóttir hefur verið valin Íþróttakona ársins oftar en Thelma Björg.vísir/vilhelm Í fimmta sinn á ferlinum hlýtur sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir nafnbótina Íþróttakona ársins. Þar með er Thelma orðin sú íþróttakona sem næstoftast hefur hlotið nafnbótina á eftir sundkonunni Kristínu Rós Hákonardóttur sem varð tólf sinnum kjörin íþróttakona ársins. Thelma náði mögnuðum árangri í sumar þegar hún vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti IPC í Portúgal. Thelma varð þá önnur í 100m bringusundi SB5 á tímanum 1:58.23 mín. Hvataverðlaunin 2022 – Karl Þorsteinsson Síðustu fjóra áratugi hefur Karl sinnt störfum hjá sambandinu og átt veigamikinn þátt í uppgangi og vinsældum bocciaíþróttarinnar hér á landi. Karl hefur auk stjórnarsetu í íþróttafélaginu Ösp verið formaður boccianefndar ÍF og sem slíkur tekið þátt í undirbúningi og þátttöku Íslands í hinum ýmsu verkefnum sem tengjast bocciaíþróttinni á innlendum og erlendum vettvangi. Þannig hefur hann verið fararstjóri vegna þátttöku Íslands á Norðurlandamótum fatlaðra í boccia, auk annarra móta á erlendum vettvangi, gengt formennsku undirbúningsnefndar vegna Norðurlandamóta í boccia sem haldin hafa verið hér á landi, setið sem fulltrúi Íslands í norrænum nefndum um framþróun bocciaíþróttarinnar, auk þess sem sannur sjálfboðaliði að vera boðinn og búinn til að leggja allri starfsemi ÍF lið. Framlag hans til íþrótta fatlaðra í landinu verður aldrei kallað annað en ómetanlegt. Skíðaíþróttir Sund Fréttir ársins 2022 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Þetta er í annað sinn sem Hilmar hlýtur þessa nafnbót en hann var einnig valinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðum fyrir tveimur árum. Thelma hefur aftur á móti hlotið þessa nafnbót fimm sinnum. Þá fékk Karl Þorsteinsson Hvataverðlaunin 2022. Hann hefur unnið fyrir Íþróttafélag fatlaðra í fjóra áratugi og á hvað stærstan þátt í uppgangi botsíaþróttarinnar. Umsögn Íþróttasambands fatlaðra um Hilmar Víkingurinn Hilmar náði frábærum árangri á HM og á Ólympíumóti fatlaðra í vetraríþróttum.vísir/vilhelm Í annað sinn hlýtur skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson nafnbótina Íþróttamaður ársins. Hilmar var fyrst kjörinn árið 2020 en hlýtur nú titilinn fyrir sögulegan árangur fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í vetraríþróttum og á vetrarólympíumótinu. Á báðum mótum hafnaði Hilmar í 5. sæti í svigkeppni sem er besti árangur Íslands á báðum mótum. Á HM keppti hann líka í stórsvigi þar sem hann hafnaði í 21. sæti en á vetrarólympíumótinu féll hann úr leik í stórsvigskeppninni. Umsögn Íþróttasambands fatlaðra um Thelmu Aðeins Kristín Rós Hákonardóttir hefur verið valin Íþróttakona ársins oftar en Thelma Björg.vísir/vilhelm Í fimmta sinn á ferlinum hlýtur sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir nafnbótina Íþróttakona ársins. Þar með er Thelma orðin sú íþróttakona sem næstoftast hefur hlotið nafnbótina á eftir sundkonunni Kristínu Rós Hákonardóttur sem varð tólf sinnum kjörin íþróttakona ársins. Thelma náði mögnuðum árangri í sumar þegar hún vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti IPC í Portúgal. Thelma varð þá önnur í 100m bringusundi SB5 á tímanum 1:58.23 mín. Hvataverðlaunin 2022 – Karl Þorsteinsson Síðustu fjóra áratugi hefur Karl sinnt störfum hjá sambandinu og átt veigamikinn þátt í uppgangi og vinsældum bocciaíþróttarinnar hér á landi. Karl hefur auk stjórnarsetu í íþróttafélaginu Ösp verið formaður boccianefndar ÍF og sem slíkur tekið þátt í undirbúningi og þátttöku Íslands í hinum ýmsu verkefnum sem tengjast bocciaíþróttinni á innlendum og erlendum vettvangi. Þannig hefur hann verið fararstjóri vegna þátttöku Íslands á Norðurlandamótum fatlaðra í boccia, auk annarra móta á erlendum vettvangi, gengt formennsku undirbúningsnefndar vegna Norðurlandamóta í boccia sem haldin hafa verið hér á landi, setið sem fulltrúi Íslands í norrænum nefndum um framþróun bocciaíþróttarinnar, auk þess sem sannur sjálfboðaliði að vera boðinn og búinn til að leggja allri starfsemi ÍF lið. Framlag hans til íþrótta fatlaðra í landinu verður aldrei kallað annað en ómetanlegt.
Skíðaíþróttir Sund Fréttir ársins 2022 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira