Brynja fær íbúð en óttast einangrun á Ásbrú Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2022 15:45 Brynja Bjarnadóttir segist vera á götunni eftir að Íbúðarfélag hækkaði við hana leigu um fjórðung. Það gefur henni tvo mánuði til að endurnýja eða flytja ella. Vísir/Ívar Brynja Hrönn Bjarnadóttir, 65 ára öryrki sem fékk 30 prósenta hækkun á leiguverði í hausinn frá leigufélaginu Ölmu, flytur eftir tvær vikur úr Reykjavík á Ásbrú. Hún er þakklát að vera komin með nýja íbúð en kvíðir einangrun á Suðurnesjum enda geti hún ekki ekið bíl sjálf. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti athygli á örlögum Brynju. Hún hefur leigt íbúð hjá Ölmu á Hverfisgötu í Reykjavík undanfarin ár og var leigan um 250 þúsund krónur á mánuði. Leigusamningurinn rennur út 31. janúar og barst Brynju tölvupóstur um mánaðamótin. „Við getum boðið þér endurnýjun á leigusamningi með grunnleiguverð kr. 325.000,“ sagði meðal annars í tölvupóstinum. Var hún beðin um að láta vita sem fyrst hvort hún vildi framlengja. Það kom ekki til greina hjá Brynju enda sagðist hún eiga í nægum vandræðum með að standa undir núverandi húsaleigu. Forsvarsmenn Ölmu hafa ekkert tjáð sig um málið. Ingólfur Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri neitaði að ræða við fréttamann fyrr í dag. Gunnar Þór Gíslason, einn fjögurra systkina sem eiga Ölmu í gegnum félag sitt Langasjó, tjáði fréttastofu í dag að félagið væri að skoða hvort það vildi taka þátt í umræðunni. Gunnar er faðir Ingólfs Árna. Nú er Brynja Hrönn komin með aðra íbúð. Ekki beint á næstu grösum en fyrir dyrum standa flutningar frá Hverfisgötu í Reykjavík, hvaðan hún hefur getað sótt sér þjónustu gangandi, á Ásbrú í Reykjanesbæ. „Ég fæ íbúð sem ég sótti um hjá Ásbrú 20. desember,“ segir Brynja sem átti ekki von á viðbrögðunum við færslu sinni í hópi öryrkja á Facebook. Umfjöllunin sé í það mesta fyrir hana en hún hafi þó líklega hjálpað til. „Það hringdi allavega einhver í mig í stað þess að senda mér tölvupóst,“ segir Brynja og vísar til starfsmanns hjá leigufélaginu Heimstaden. Brynja flytur úr um 80 fermetra íbúð á Hverfisgötu yfir í aðeins stærri íbúð að Ásbrú. Leigan verður 195 þúsund krónur á mánuði. Henni líst vel á íbúðina, hún fær að halda dýrin sín en hún hefur áhyggjur af því að einangrast. Hún er ekki ókunn Suðurnesjunum en hún bjó í Garði og Keflavík í um 25 ár áður en hún flutti aftur heim í Reykjavík þar sem hún hefur verið í á fjórða ár. Frá Ásbrú þar sem Brynja hefur nú fengið úthlutað íbúð til eins árs. Hún óttast að einangrast á svæðinu enda verði erfitt fyrir hana að sækja þjónustu og félagsskap þar sem hún geti ekki keyrt sjálf.vísir/vilhelm „Kostnirnir við að búa í Reykjavík er nálægðin við læknana mína og svo get ég farið svo mikið,“ segir Brynja. Það geti hún bíllaus en sjálf ekur hún ekki bíl. „Ég verð örugglega innilokuð á Ásbrú, eins og ég var í Keflavík. Því ég get ekki keyrt ein,“ segir Brynja. Hún bíður þess að dóttir hennar komi til landsins frá Bandaríkjunum en þau tengdasonurinn ætla að hjálpa henni við flutninga. Þá hringdi frænka hennar í leigufélagið Ölmu sem samþykkti að Brynja mætti yfirgefa íbúðina um áramótin án þess að greiða leigu fyrir janúar. „Það er svolítið erfitt að flytja. Ég var að vona að ég gæti verið hérna þangað til ég hrykki upp af.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um fjórðungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um fjórðung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14 Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50 Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. 7. desember 2022 13:27 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti athygli á örlögum Brynju. Hún hefur leigt íbúð hjá Ölmu á Hverfisgötu í Reykjavík undanfarin ár og var leigan um 250 þúsund krónur á mánuði. Leigusamningurinn rennur út 31. janúar og barst Brynju tölvupóstur um mánaðamótin. „Við getum boðið þér endurnýjun á leigusamningi með grunnleiguverð kr. 325.000,“ sagði meðal annars í tölvupóstinum. Var hún beðin um að láta vita sem fyrst hvort hún vildi framlengja. Það kom ekki til greina hjá Brynju enda sagðist hún eiga í nægum vandræðum með að standa undir núverandi húsaleigu. Forsvarsmenn Ölmu hafa ekkert tjáð sig um málið. Ingólfur Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri neitaði að ræða við fréttamann fyrr í dag. Gunnar Þór Gíslason, einn fjögurra systkina sem eiga Ölmu í gegnum félag sitt Langasjó, tjáði fréttastofu í dag að félagið væri að skoða hvort það vildi taka þátt í umræðunni. Gunnar er faðir Ingólfs Árna. Nú er Brynja Hrönn komin með aðra íbúð. Ekki beint á næstu grösum en fyrir dyrum standa flutningar frá Hverfisgötu í Reykjavík, hvaðan hún hefur getað sótt sér þjónustu gangandi, á Ásbrú í Reykjanesbæ. „Ég fæ íbúð sem ég sótti um hjá Ásbrú 20. desember,“ segir Brynja sem átti ekki von á viðbrögðunum við færslu sinni í hópi öryrkja á Facebook. Umfjöllunin sé í það mesta fyrir hana en hún hafi þó líklega hjálpað til. „Það hringdi allavega einhver í mig í stað þess að senda mér tölvupóst,“ segir Brynja og vísar til starfsmanns hjá leigufélaginu Heimstaden. Brynja flytur úr um 80 fermetra íbúð á Hverfisgötu yfir í aðeins stærri íbúð að Ásbrú. Leigan verður 195 þúsund krónur á mánuði. Henni líst vel á íbúðina, hún fær að halda dýrin sín en hún hefur áhyggjur af því að einangrast. Hún er ekki ókunn Suðurnesjunum en hún bjó í Garði og Keflavík í um 25 ár áður en hún flutti aftur heim í Reykjavík þar sem hún hefur verið í á fjórða ár. Frá Ásbrú þar sem Brynja hefur nú fengið úthlutað íbúð til eins árs. Hún óttast að einangrast á svæðinu enda verði erfitt fyrir hana að sækja þjónustu og félagsskap þar sem hún geti ekki keyrt sjálf.vísir/vilhelm „Kostnirnir við að búa í Reykjavík er nálægðin við læknana mína og svo get ég farið svo mikið,“ segir Brynja. Það geti hún bíllaus en sjálf ekur hún ekki bíl. „Ég verð örugglega innilokuð á Ásbrú, eins og ég var í Keflavík. Því ég get ekki keyrt ein,“ segir Brynja. Hún bíður þess að dóttir hennar komi til landsins frá Bandaríkjunum en þau tengdasonurinn ætla að hjálpa henni við flutninga. Þá hringdi frænka hennar í leigufélagið Ölmu sem samþykkti að Brynja mætti yfirgefa íbúðina um áramótin án þess að greiða leigu fyrir janúar. „Það er svolítið erfitt að flytja. Ég var að vona að ég gæti verið hérna þangað til ég hrykki upp af.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um fjórðungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um fjórðung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14 Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50 Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. 7. desember 2022 13:27 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um fjórðungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um fjórðung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00
Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14
Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50
Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. 7. desember 2022 13:27