„Maður vonar að vöfflurnar komi hér um helgina“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. desember 2022 21:23 Það fór ágætlega á með þeim Kristjáni Þórði og Halldóri Benjamín fyrr í kvöld. Jafnvel þótt samningar tækjust í kvöld á milli samflots VR og iðnaðarmanna við Samtök atvinnulífsins, þyrfti helgina til að klára þá. Það fór ágætlega á með þeim Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni Rafiðnaðarsambands Íslands og Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins fyrr í kvöld þegar fréttastofa Stöðvar 2 tók þá tali. Atkvæðagreiðsla um SGS-samninginn hófst í dag og stendur til 19. desember. Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 hefur fylgst með málinu í allan dag. „Okkar markmið er það að klára kjarasamninga, við höfum setið hér í húsi í allan dag og erum hér enn. Þetta tekur hins vegar ótrúlega langan tíma og er eitthvað sem við þurfum að vinna með, klára þetta. Vonandi tekst þetta,“ sagði Kristján Þórður aðspurður um hvort samningar myndu takast um helgina. Þá sagði Halldór Benjamín að línan væri skýr varðandi stefnumörkun kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins. „Þeir kjarasamningar sem við gerum við stóra hópa eru stefnumarkandi en það breytir því ekki að við erum að vinna með mismunandi hópa og reynum að finna fullnægjandi lausnir.“ Kristján Þórður tók undir það. „Þetta eru mismunandi hópar og mismunandi lausnir sem þarf fyrir hópana og það er auðvitað það sem við erum að glíma við í dag og þessa dagana, að finna lausnina sem hentar þessum hópum.“ Og fer kannski að berast vöffluilmur um húsnæði ríkissáttasemjara nú um helgina? „Ég var að skoða veðurspána áðan, það á að vera heiðríkja næstu daga og ég hugsa að það viðri vel til kjarasamningsgerðar,“ svaraði Halldór Benjamín og Kristján Þórður tók í sama streng. „Það er vonandi, við erum í húsi til að semja og maður vonar að vöfflurnar komi hér um helgina.“ Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla um umtalaðan samning hafin og hljóðið gott Formenn þriggja félaga innan Starfsgreinasambandsins í ólíkum landshlutum segja jákvætt hljóð í sínu félagsfólki gagnvart kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir samninginn ófullnægjandi en myndi ekki leggjast svo lágt að beita sér fyrir því að einstaka félagsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum. 9. desember 2022 16:18 Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. 9. desember 2022 10:56 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um SGS-samninginn hófst í dag og stendur til 19. desember. Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 hefur fylgst með málinu í allan dag. „Okkar markmið er það að klára kjarasamninga, við höfum setið hér í húsi í allan dag og erum hér enn. Þetta tekur hins vegar ótrúlega langan tíma og er eitthvað sem við þurfum að vinna með, klára þetta. Vonandi tekst þetta,“ sagði Kristján Þórður aðspurður um hvort samningar myndu takast um helgina. Þá sagði Halldór Benjamín að línan væri skýr varðandi stefnumörkun kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins. „Þeir kjarasamningar sem við gerum við stóra hópa eru stefnumarkandi en það breytir því ekki að við erum að vinna með mismunandi hópa og reynum að finna fullnægjandi lausnir.“ Kristján Þórður tók undir það. „Þetta eru mismunandi hópar og mismunandi lausnir sem þarf fyrir hópana og það er auðvitað það sem við erum að glíma við í dag og þessa dagana, að finna lausnina sem hentar þessum hópum.“ Og fer kannski að berast vöffluilmur um húsnæði ríkissáttasemjara nú um helgina? „Ég var að skoða veðurspána áðan, það á að vera heiðríkja næstu daga og ég hugsa að það viðri vel til kjarasamningsgerðar,“ svaraði Halldór Benjamín og Kristján Þórður tók í sama streng. „Það er vonandi, við erum í húsi til að semja og maður vonar að vöfflurnar komi hér um helgina.“
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla um umtalaðan samning hafin og hljóðið gott Formenn þriggja félaga innan Starfsgreinasambandsins í ólíkum landshlutum segja jákvætt hljóð í sínu félagsfólki gagnvart kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir samninginn ófullnægjandi en myndi ekki leggjast svo lágt að beita sér fyrir því að einstaka félagsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum. 9. desember 2022 16:18 Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. 9. desember 2022 10:56 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um umtalaðan samning hafin og hljóðið gott Formenn þriggja félaga innan Starfsgreinasambandsins í ólíkum landshlutum segja jákvætt hljóð í sínu félagsfólki gagnvart kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir samninginn ófullnægjandi en myndi ekki leggjast svo lágt að beita sér fyrir því að einstaka félagsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum. 9. desember 2022 16:18
Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. 9. desember 2022 10:56