Svartsýnni nú en fyrir helgi Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 10. desember 2022 12:10 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir enn svartsýnni á árangur í kjaraviðræðum í dag en hann var í gær. Viðræður virðast hreinlega ekkert þokast. Samflot VR og iðnaðarmanna fundar nú áfram með samtökum atvinnulífsins, fundur stóð fram eftir kvöldi í gær, en helgin mun ráða úrslitum um það hvort skammtímasamningur sé mögulegur. Fundarhöld halda áfram í karphúsinu í dag og hófst fundurinn núna klukkan ellefu þegar VR og samflot iðn- og tæknifólks mættu til áframhaldandi viðræðna við samtök atvinnulífsins. Fréttastofa náði tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR nú í morgun. Hann segist ekki endilega búast við miklum árangri í dag. „Ég myndi segja að ég væri töluvert svartsýnni en í gær. Við virðumst ekkert komast áfram í þessu. Einhver mál sem mjakast eitthvað áfram en önnur aftur og við einhvern veginn endum alltaf í sama farinu svo ég er frekar svartsýnni heldur en hitt. Þó svo ég hafi farið inn í þetta nokkuð hlutlaus.“ Starfsgreinasambandið samdi við SA um síðustu helgi og hafa þeir samningar verið gagnrýndir af öðrum verkalýðsfélögum. „Það er alveg ljóst að samningarnir sem er búið að undirrita eru að trufla okkar vinnu það er ekkert hægt að segja annað. Þeir trufla mig persónulega ekki en þeir virðast gera það já, trufla Samtök atvinnulífsins í þessari vinnu.“ Ef skammtímasamningar nást ekki um helgina eru allar líkur á því að sú lausn sé útaf borðinu. „Við erum að gera atlögu að þessu núna en ef það nær ekki saman að þa augljóslega þurfum við að hugsa þetta út frá öðrum vinkli og það er þá langtímasamning sem við förum að hugsa útfrá og munum nálgast vinnuna þannig. Aðspurður segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins, hlutina vera að þokast áfram. „Það gerði það, en það er hins vegar talsvert eftir enn þá og við þurfum að nýta þessa helgi vel ef þetta á að nást.“ En hvað með daginn í dag? „Ég held að dagurinn í dag snúist um að við verðum ráðagóð á raunastund“, sagði Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu nú fyrir skömmu. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Fundarhöld halda áfram í karphúsinu í dag og hófst fundurinn núna klukkan ellefu þegar VR og samflot iðn- og tæknifólks mættu til áframhaldandi viðræðna við samtök atvinnulífsins. Fréttastofa náði tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR nú í morgun. Hann segist ekki endilega búast við miklum árangri í dag. „Ég myndi segja að ég væri töluvert svartsýnni en í gær. Við virðumst ekkert komast áfram í þessu. Einhver mál sem mjakast eitthvað áfram en önnur aftur og við einhvern veginn endum alltaf í sama farinu svo ég er frekar svartsýnni heldur en hitt. Þó svo ég hafi farið inn í þetta nokkuð hlutlaus.“ Starfsgreinasambandið samdi við SA um síðustu helgi og hafa þeir samningar verið gagnrýndir af öðrum verkalýðsfélögum. „Það er alveg ljóst að samningarnir sem er búið að undirrita eru að trufla okkar vinnu það er ekkert hægt að segja annað. Þeir trufla mig persónulega ekki en þeir virðast gera það já, trufla Samtök atvinnulífsins í þessari vinnu.“ Ef skammtímasamningar nást ekki um helgina eru allar líkur á því að sú lausn sé útaf borðinu. „Við erum að gera atlögu að þessu núna en ef það nær ekki saman að þa augljóslega þurfum við að hugsa þetta út frá öðrum vinkli og það er þá langtímasamning sem við förum að hugsa útfrá og munum nálgast vinnuna þannig. Aðspurður segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins, hlutina vera að þokast áfram. „Það gerði það, en það er hins vegar talsvert eftir enn þá og við þurfum að nýta þessa helgi vel ef þetta á að nást.“ En hvað með daginn í dag? „Ég held að dagurinn í dag snúist um að við verðum ráðagóð á raunastund“, sagði Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu nú fyrir skömmu.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira