Tillögum frá starfshópi lekið: Lagði til að rekið yrði spilavíti á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2022 13:31 Spilakassar í Vídeómarkaðnum í Hamraborg. Vísir/Vilhelm Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) hefur óskað eftir því að fá að reka spilavíti hér á landi og bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. Heimspekingur líkir notkun háskólans á fjármunum úr spilakassarekstri við notkun á fjármunum frá Jeffrey Epstein. Miðillinn Times Higher Education (THE) kveður sig hafa gögn sem starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sendi ráðuneytinu þar sem rætt er um að fá að reka spilavíti hér á landi. Gögnin hafa ekki verið gerð opinber en í grein THE segir að fjöldi sérfræðinga sem hópurinn ræddi við hafi mælt gegn rekstri spilavítis. Rétt er að taka fram að fréttastofa hefur gögnin ekki undir höndunum og þessi grein því byggð á skrifum THE. Skoða að víkka löggjöfina Starfshópurinn skilaði tillögunum til ráðuneytisins í síðustu viku. Í þeim er meðal annars sá vandi skoðaður að fleiri og fleiri eru að stunda veðmál í spilakössum á erlendum vefsíðum. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, er sögð hafa velt því fyrir sér hvort lausnin sé að víkka spilavítislöggjöfina hér á landi og mögulega hefja rekstur spilavítis. „Íslensk stjórnvöld hafa verið andvaralaus með því að berjast ekki gegn þessum vefsíðum og hægt væri að færa rök fyrir því að aðgerðarleysi þeirra sé helst ógnin við íslenskan fjárhættuspila- og happdrættismarkað,“ hefur blaðamaður THE eftir Bryndísi í grein sinni. Spilarakort í vinnslu Þá kemur fram að HHÍ hafi byrjað vinnu við að innleiða svokölluð spilarakort í staðinn fyrir að fólk setji seðla í spilakassana líkt og eini möguleikinn er í dag. Með því sé auðveldara fyrir spilara að takmarka fjárhæðirnar sem þeir eyða í kössunum. Fjallað var ítarlega um spilakassa í Kompási fyrir tveimur árum síðan. Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kompás - Spilafíkn í samkomubanni Fleiri starfshópar hafa starfað í kringum rekstur spilakassa, þar á meðal einn á vegum Háskóla Íslands sem skilaði tillögum sínum í fyrrasumar. Einn meðlimur þess hóps var heimspekinginn Henry Alexander Henrysson. Að hans mati er það eina í stöðunni að háskólinn takmarki og að lokum hætti allri starfsemi spilakassa hér á landi. Mikið af því fjármagni sem HHÍ fær í gegnum spilakassana fer í uppbyggingu og viðhald bygginga Háskóla Íslands. Henry líkti þeirri fjármögnun við það ef Jeffrey Epstein hefði greitt fyrir byggingarnar. „Það skiptir máli hvaðan peningarnir koma. Kröfur samfélagsins hafa breyst í gegnum árin. Það vill enginn vera á háskólasvæði þar sem rannsóknarstöð fjármögnuð af Jeffrey Epstein er staðsett,“ er haft eftir Henry. Hann vill meina að siðfræðilega finnist fólki það svipað að vera í byggingu fjármagnaðri af barnaníðingi og byggingu fjármagnaðri af stofnun sem græðir á spilafíklum. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og jafnframt formaður, án tilnefningar Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu réttinda einstaklinga, án tilnefningar Sveinn M. Bragason, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar, án tilnefningar Auður Cela Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila, tilnefnd af Íslandsspilum Lárus Blöndal, lögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Guðni Bergsson, lögmaður og formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Höfn, tilnefnd af sýslumanninum á Suðurlandi Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, tilnefndur af happdrætti SÍBS Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri, tilnefnd af happdrætti HHÍ Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri, tilnefndur af happdrætti DAS Alma Björk Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, tilnefnd af Samtökum áhugafólks um spilafíkn Fíkn Heilbrigðismál Fjárhættuspil Stjórnsýsla Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Miðillinn Times Higher Education (THE) kveður sig hafa gögn sem starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sendi ráðuneytinu þar sem rætt er um að fá að reka spilavíti hér á landi. Gögnin hafa ekki verið gerð opinber en í grein THE segir að fjöldi sérfræðinga sem hópurinn ræddi við hafi mælt gegn rekstri spilavítis. Rétt er að taka fram að fréttastofa hefur gögnin ekki undir höndunum og þessi grein því byggð á skrifum THE. Skoða að víkka löggjöfina Starfshópurinn skilaði tillögunum til ráðuneytisins í síðustu viku. Í þeim er meðal annars sá vandi skoðaður að fleiri og fleiri eru að stunda veðmál í spilakössum á erlendum vefsíðum. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, er sögð hafa velt því fyrir sér hvort lausnin sé að víkka spilavítislöggjöfina hér á landi og mögulega hefja rekstur spilavítis. „Íslensk stjórnvöld hafa verið andvaralaus með því að berjast ekki gegn þessum vefsíðum og hægt væri að færa rök fyrir því að aðgerðarleysi þeirra sé helst ógnin við íslenskan fjárhættuspila- og happdrættismarkað,“ hefur blaðamaður THE eftir Bryndísi í grein sinni. Spilarakort í vinnslu Þá kemur fram að HHÍ hafi byrjað vinnu við að innleiða svokölluð spilarakort í staðinn fyrir að fólk setji seðla í spilakassana líkt og eini möguleikinn er í dag. Með því sé auðveldara fyrir spilara að takmarka fjárhæðirnar sem þeir eyða í kössunum. Fjallað var ítarlega um spilakassa í Kompási fyrir tveimur árum síðan. Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kompás - Spilafíkn í samkomubanni Fleiri starfshópar hafa starfað í kringum rekstur spilakassa, þar á meðal einn á vegum Háskóla Íslands sem skilaði tillögum sínum í fyrrasumar. Einn meðlimur þess hóps var heimspekinginn Henry Alexander Henrysson. Að hans mati er það eina í stöðunni að háskólinn takmarki og að lokum hætti allri starfsemi spilakassa hér á landi. Mikið af því fjármagni sem HHÍ fær í gegnum spilakassana fer í uppbyggingu og viðhald bygginga Háskóla Íslands. Henry líkti þeirri fjármögnun við það ef Jeffrey Epstein hefði greitt fyrir byggingarnar. „Það skiptir máli hvaðan peningarnir koma. Kröfur samfélagsins hafa breyst í gegnum árin. Það vill enginn vera á háskólasvæði þar sem rannsóknarstöð fjármögnuð af Jeffrey Epstein er staðsett,“ er haft eftir Henry. Hann vill meina að siðfræðilega finnist fólki það svipað að vera í byggingu fjármagnaðri af barnaníðingi og byggingu fjármagnaðri af stofnun sem græðir á spilafíklum. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og jafnframt formaður, án tilnefningar Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu réttinda einstaklinga, án tilnefningar Sveinn M. Bragason, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar, án tilnefningar Auður Cela Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila, tilnefnd af Íslandsspilum Lárus Blöndal, lögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Guðni Bergsson, lögmaður og formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Höfn, tilnefnd af sýslumanninum á Suðurlandi Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, tilnefndur af happdrætti SÍBS Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri, tilnefnd af happdrætti HHÍ Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri, tilnefndur af happdrætti DAS Alma Björk Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, tilnefnd af Samtökum áhugafólks um spilafíkn
Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og jafnframt formaður, án tilnefningar Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu réttinda einstaklinga, án tilnefningar Sveinn M. Bragason, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar, án tilnefningar Auður Cela Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila, tilnefnd af Íslandsspilum Lárus Blöndal, lögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Guðni Bergsson, lögmaður og formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Höfn, tilnefnd af sýslumanninum á Suðurlandi Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, tilnefndur af happdrætti SÍBS Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri, tilnefnd af happdrætti HHÍ Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri, tilnefndur af happdrætti DAS Alma Björk Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, tilnefnd af Samtökum áhugafólks um spilafíkn
Fíkn Heilbrigðismál Fjárhættuspil Stjórnsýsla Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira