Lending Orion tókst vel og gagnavinnsla næst á dagskrá Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. desember 2022 23:02 Bandarískir sjóliðar sækja Orion-geimferjuna eftir að hún lenti í Kyrrahafinu undan strandar Mexíkós. AP/Mario Tarna Verkefni geimfarsins Orion lauk fyrr í kvöld þegar það lenti í Kyrrahafi eftir tæpan mánuð á flugi umhverfis tunglið. Ferð geimfarsins er hluti af Artemis-áætluninni og var Orion skotið upp þann 16. nóvember síðastliðinn og kom á áfangastað þann 21. Á meðan á ferðalagi Orion stóð um geiminn flaug farið um tvær milljónir kílómetra. Hylki farsins er sagt hafa farið lengra en nokkuð annað geimfar sem hannað er fyrir mannaðar geimferðir. Geimskotið sjálft snerist að undirbúningi þess að koma mönnum aftur á tunglið til þess að megi koma þar upp bækistöð og með henni komast lengra út í sólkerfið. Til tunglsins bar Orion með sér smágervihnetti sem átti að nota til þess að rannsaka yfirborð tunglsins fyrir næstu mönnuðu ferðir út í geim. Mynd sem sýnir ferðalag Artemis-1 og smágervihnatta sem einnig er verið að flytja til tunglsins.NASA CNN greinir frá því að lending geimfarsins á jörðu niðri hafi gengið vel en það sé oft einn erfiðasti áfangi ferðalagsins fyrir stjórnendur geimskota. Í kjölfar lendingarinnar er geimfarið látið fljóta í Kyrrahafi á meðan gögnum frá farinu er safnað. Gögnin um áhrif ferðarinnar á skipið og þær kannanir sem gerðar voru á tunglinu munu svo nýtast NASA þegar næsta mannaða geimfarið fer til tunglsins. Þriðja Artemis-áætlunin er sögð eiga að framkvæma geimskot árið 2025. Geimfarinu sem verði skotið til tunglsins í það skiptið verði mannað og yrði það í fyrsta sinn í fimmtíu ár sem menn stíga skref á tunglinu. Skuggaskilin eru greinileg á þessar mynd Orion þegar geimfarið nálgaðist jörðina.NASA/AP Bandaríkin Artemis-áætlunin Tunglið Vísindi Geimurinn Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Ferð geimfarsins er hluti af Artemis-áætluninni og var Orion skotið upp þann 16. nóvember síðastliðinn og kom á áfangastað þann 21. Á meðan á ferðalagi Orion stóð um geiminn flaug farið um tvær milljónir kílómetra. Hylki farsins er sagt hafa farið lengra en nokkuð annað geimfar sem hannað er fyrir mannaðar geimferðir. Geimskotið sjálft snerist að undirbúningi þess að koma mönnum aftur á tunglið til þess að megi koma þar upp bækistöð og með henni komast lengra út í sólkerfið. Til tunglsins bar Orion með sér smágervihnetti sem átti að nota til þess að rannsaka yfirborð tunglsins fyrir næstu mönnuðu ferðir út í geim. Mynd sem sýnir ferðalag Artemis-1 og smágervihnatta sem einnig er verið að flytja til tunglsins.NASA CNN greinir frá því að lending geimfarsins á jörðu niðri hafi gengið vel en það sé oft einn erfiðasti áfangi ferðalagsins fyrir stjórnendur geimskota. Í kjölfar lendingarinnar er geimfarið látið fljóta í Kyrrahafi á meðan gögnum frá farinu er safnað. Gögnin um áhrif ferðarinnar á skipið og þær kannanir sem gerðar voru á tunglinu munu svo nýtast NASA þegar næsta mannaða geimfarið fer til tunglsins. Þriðja Artemis-áætlunin er sögð eiga að framkvæma geimskot árið 2025. Geimfarinu sem verði skotið til tunglsins í það skiptið verði mannað og yrði það í fyrsta sinn í fimmtíu ár sem menn stíga skref á tunglinu. Skuggaskilin eru greinileg á þessar mynd Orion þegar geimfarið nálgaðist jörðina.NASA/AP
Bandaríkin Artemis-áætlunin Tunglið Vísindi Geimurinn Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira