Ógiftir mega enn njóta ásta á Balí Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 07:36 Erlendir ferðamenn eru helsta tekjulind eyjaskeggja á Balí. Ríkisstjóri eyjarinnar vill fullvissa ógifta ferðamenn um að þeir verði ekki sóttir til saka fyrir að deila sæng þar. Vísir/EPA Ríkisstjóri indónesísku eyjarinnar Balí fullyrðir að nýsamþykkt lög sem banna kynlíf utan hjónabands muni ekki hafa áhrif á erlenda ferðamenn þar. Eyjan á allt sitt undir ferðaþjónustu en áhyggjuraddir hafa heyrst um að lögin gætu fælt frá ferðamenn. Indónesíska þingið samþykkti breytingar á hegningarlögum sem gera það bæði refsivert að stunda kynlíf utan hjónabands og banna ógiftu fólki að búa saman í síðustu viku. Þingmenn sögðu breytingarnar mikilvægar til að standa vörð um „indónesísk gildi“. Wayan Koster, ríkisstjóri Balí, lýsti því yfir í gær að þeir sem heimsækja eða búa á Balí þurfi ekki að hafa áhyggjur af nýju lögunum. Þau taki ekki gildi fyrr en eftir þrjú ár en auk þess verði fólk aðeins sótt til saka á grundvelli kvartana frá foreldrum, maka eða barni. Reyndi hann að fullvissa erlenda ferðalanga um að hjúskaparstaða fólks yrði ekki könnuð sérstaklega við innritun á hótelum, íbúðum, gistihúsum eða heilsulindum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sagði Koster ekkert hæft í fréttum um afbókanir á ferðum og hótelgistingu á eyjunni eftir að lögin voru samþykkt. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áhyggjur af því að nýju hegningarlögin ógni borgararéttindum fólks. Lögin leggja einnig bann við því að móðga forseta landsins, þjóðfánann og ríkisstofnanir. Indónesía Kynlíf Ferðalög Trúmál Tengdar fréttir Kynlíf utan hjónabands bannað í Indónesíu Þingið í Indónesíu samþykkti í morgun breytingar á hegningarlögum á þann veg að allt kynlíf utan hjónabands hefur verið gert ólöglegt í landinu og gætu slík brot varðað allt að árs fangelsi. 6. desember 2022 07:32 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Indónesíska þingið samþykkti breytingar á hegningarlögum sem gera það bæði refsivert að stunda kynlíf utan hjónabands og banna ógiftu fólki að búa saman í síðustu viku. Þingmenn sögðu breytingarnar mikilvægar til að standa vörð um „indónesísk gildi“. Wayan Koster, ríkisstjóri Balí, lýsti því yfir í gær að þeir sem heimsækja eða búa á Balí þurfi ekki að hafa áhyggjur af nýju lögunum. Þau taki ekki gildi fyrr en eftir þrjú ár en auk þess verði fólk aðeins sótt til saka á grundvelli kvartana frá foreldrum, maka eða barni. Reyndi hann að fullvissa erlenda ferðalanga um að hjúskaparstaða fólks yrði ekki könnuð sérstaklega við innritun á hótelum, íbúðum, gistihúsum eða heilsulindum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sagði Koster ekkert hæft í fréttum um afbókanir á ferðum og hótelgistingu á eyjunni eftir að lögin voru samþykkt. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áhyggjur af því að nýju hegningarlögin ógni borgararéttindum fólks. Lögin leggja einnig bann við því að móðga forseta landsins, þjóðfánann og ríkisstofnanir.
Indónesía Kynlíf Ferðalög Trúmál Tengdar fréttir Kynlíf utan hjónabands bannað í Indónesíu Þingið í Indónesíu samþykkti í morgun breytingar á hegningarlögum á þann veg að allt kynlíf utan hjónabands hefur verið gert ólöglegt í landinu og gætu slík brot varðað allt að árs fangelsi. 6. desember 2022 07:32 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Kynlíf utan hjónabands bannað í Indónesíu Þingið í Indónesíu samþykkti í morgun breytingar á hegningarlögum á þann veg að allt kynlíf utan hjónabands hefur verið gert ólöglegt í landinu og gætu slík brot varðað allt að árs fangelsi. 6. desember 2022 07:32